LeBron James skrifaði á skóna sína áður en hann komst upp fyrir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 12:30 LeBron James bauð upo á tungu og allt saman eftir að hann komst upp fyrir Michael Jordan. Getty/Robert Laberge Körfuboltaskórnir hans LeBron James í nótt voru með sérstaka áletrun og gætu selst fyrir stóra upphæð ákveði hann einhvern tímann að setja þá á sölu. LeBron James komst í nótt upp fyrir átrúnaðargoðið sitt á listanum yfir í stigahæstu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar. James þurfti þrettán stig til að fara upp fyrir Jordan en skoraði 31 stig í leiknum. Michael Jordan datt þar með niður í fimmta sætið og LeBron James er kominn upp í það fjórða. Nú eru aðeins Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone og Kobe Bryant fyrir ofan LeBron.1. Kareem 2. Malone 3. Kobe 4. LeBron 5. MJ@KingJames climbs past Michael Jordan in the pantheon of NBA all-time scoring leaders. pic.twitter.com/jMRC2RsYKv — SportsCenter (@SportsCenter) March 7, 2019Stundin í gær var mjög stór fyrir LeBron James sem hefur lifað við stanslausan samanburð við Michael Jordan í keppninni um hver sé besti leikmaður NBA frá upphafi. James hefur heldur ekki farið leynt með það að Jordan var hans fyrirmynd í körfuboltanum. Hann spilar meðal annars í treyju númer 23 vegna Michael Jordan. LeBron James has passed Michael Jordan for the fourth-most points in NBA history. pic.twitter.com/ULPfK5SzYj — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2019Michael Jordan hefur ennþá yfirburðarforystu á LeBron James í titlum (sex á móti þremur) en James er kominn yfir hann á flestum öðrum listum eins og sjá má hér fyrir neðan.LeBron James, in the playoffs and now also the regular season, has Michael Jordan beat in the following: Points Rebounds Assists Blocks FG% 3FG% TS% Offensive Win Shares Defensive Win Shares BPM VORP When it's all said & done, this isn't even going to be a debate. — nick wright (@getnickwright) March 7, 2019Það tók aftur á móti LeBron James mun lengri tíma að ná þessum tölum sínum en það tók Jordan að ná sínum. Jordan hætti líka í deildinni í meira en eitt og hálft ár þegar hann átti að vera upp á sitt besta og hefði því getað bætt verulega við sína tölfræði á þeim tímabilum.Congrats to LeBron for surpassing MJ on the All-time Scoring List It only took him - 150 more games - 4,942 more minutes - 868 more free throws - 3,202 more 3-pointers pic.twitter.com/OA3lkRlzhS — Michael Jordan (@PettyAirJordan) March 7, 2019Leikurinn í gær snérist um LeBron James og Michael Jordan og fréttamiðlar hafa fjallað mikið um þessi tímamót. Lakers-liðið tapaði leiknum sjálfum og er fyrir löngu búið að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina í ár. James mun því væntanlega nota síðustu leikina á tímabilinu til að nálgast enn frekar Kobe Bryant í þriðja sæti listans. James er kominn með 32.311 stig og vantar 1332 stig til að ná Kobe sem skoraði á sínum tíma 33.643 stig. James mun því ekki ná Kobe Bryant fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili. Það vakti líka talsverða athygli að LeBron James var búinn að skrifa á skóna sína fyrir leikinn. Á þeim var þakkarkveðja til Michael Jordan eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar stendur: „Takk þér fyrir M.J. 23“ og við hliðina hefur LeBron síðan teikna kórónu. NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Körfuboltaskórnir hans LeBron James í nótt voru með sérstaka áletrun og gætu selst fyrir stóra upphæð ákveði hann einhvern tímann að setja þá á sölu. LeBron James komst í nótt upp fyrir átrúnaðargoðið sitt á listanum yfir í stigahæstu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar. James þurfti þrettán stig til að fara upp fyrir Jordan en skoraði 31 stig í leiknum. Michael Jordan datt þar með niður í fimmta sætið og LeBron James er kominn upp í það fjórða. Nú eru aðeins Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone og Kobe Bryant fyrir ofan LeBron.1. Kareem 2. Malone 3. Kobe 4. LeBron 5. MJ@KingJames climbs past Michael Jordan in the pantheon of NBA all-time scoring leaders. pic.twitter.com/jMRC2RsYKv — SportsCenter (@SportsCenter) March 7, 2019Stundin í gær var mjög stór fyrir LeBron James sem hefur lifað við stanslausan samanburð við Michael Jordan í keppninni um hver sé besti leikmaður NBA frá upphafi. James hefur heldur ekki farið leynt með það að Jordan var hans fyrirmynd í körfuboltanum. Hann spilar meðal annars í treyju númer 23 vegna Michael Jordan. LeBron James has passed Michael Jordan for the fourth-most points in NBA history. pic.twitter.com/ULPfK5SzYj — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2019Michael Jordan hefur ennþá yfirburðarforystu á LeBron James í titlum (sex á móti þremur) en James er kominn yfir hann á flestum öðrum listum eins og sjá má hér fyrir neðan.LeBron James, in the playoffs and now also the regular season, has Michael Jordan beat in the following: Points Rebounds Assists Blocks FG% 3FG% TS% Offensive Win Shares Defensive Win Shares BPM VORP When it's all said & done, this isn't even going to be a debate. — nick wright (@getnickwright) March 7, 2019Það tók aftur á móti LeBron James mun lengri tíma að ná þessum tölum sínum en það tók Jordan að ná sínum. Jordan hætti líka í deildinni í meira en eitt og hálft ár þegar hann átti að vera upp á sitt besta og hefði því getað bætt verulega við sína tölfræði á þeim tímabilum.Congrats to LeBron for surpassing MJ on the All-time Scoring List It only took him - 150 more games - 4,942 more minutes - 868 more free throws - 3,202 more 3-pointers pic.twitter.com/OA3lkRlzhS — Michael Jordan (@PettyAirJordan) March 7, 2019Leikurinn í gær snérist um LeBron James og Michael Jordan og fréttamiðlar hafa fjallað mikið um þessi tímamót. Lakers-liðið tapaði leiknum sjálfum og er fyrir löngu búið að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina í ár. James mun því væntanlega nota síðustu leikina á tímabilinu til að nálgast enn frekar Kobe Bryant í þriðja sæti listans. James er kominn með 32.311 stig og vantar 1332 stig til að ná Kobe sem skoraði á sínum tíma 33.643 stig. James mun því ekki ná Kobe Bryant fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili. Það vakti líka talsverða athygli að LeBron James var búinn að skrifa á skóna sína fyrir leikinn. Á þeim var þakkarkveðja til Michael Jordan eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar stendur: „Takk þér fyrir M.J. 23“ og við hliðina hefur LeBron síðan teikna kórónu.
NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira