Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 19:13 Frá Reyðarfirði. Vísir „Það að vera með mislinga lýsir sér eins og maður sé með heiftarlega flensu,“ sagði rafvirkinn Svanur Freyr Jóhannsson í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Svanur var í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en á meðal farþega í þeirri vél var maður sem var smitaður af mislingum. Svanur ræddi við þáttastjórnendur síðdegisútvarps Rásar 2 í gegnum síma en hann liggur fyrir á heimili sínu á Reyðarfirði sem hann má ekki yfirgefa næstu þrjár vikurnar. Hann lýsti einkennunum í þættinum en þar sagði hann ekkert hafa fundið í fyrstu. Á fimmtudegi byrjar hann að finna fyrir flensueinkennum, á föstudeginum varð hann slappari en á föstudagskvöldinu var hann lagstur í rúmið. Laugardagurinn var skelfilegur og sunnudagurinn einnig þar sem hann fékk hita- og kuldaköst til skiptis. Á mánudeginum varð hann var við útbrot og mundi þá eftir bréf sem hann hafði fengið frá Sóttvarnalækni eftir að hafa verið í flugi með mislingasmituðum manni. Svanur sagðist hafa átt von á því að vera bólusettur en þegar hann kannaði málið kom í ljós að hann hafði verið bólusettur við átján mánaða aldur en ekki seinni sprautuna sem er veitt við tólf ára aldur. „Ég hef náttúrlega ekkert spáð í það, þannig að þetta fór eins og það fór,“ sagði Svanur. Hann hafði ekki áhyggjur af sjálfum sér, fjölskyldan er öll bólusett en enginn má koma í heimsókn. En hann bætti þó við að hann hefði verið víðförull um sveitarfélagið sem starfandi rafvirki og komið inn á allskonar heimili og látið lækni vita af því. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Það að vera með mislinga lýsir sér eins og maður sé með heiftarlega flensu,“ sagði rafvirkinn Svanur Freyr Jóhannsson í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Svanur var í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en á meðal farþega í þeirri vél var maður sem var smitaður af mislingum. Svanur ræddi við þáttastjórnendur síðdegisútvarps Rásar 2 í gegnum síma en hann liggur fyrir á heimili sínu á Reyðarfirði sem hann má ekki yfirgefa næstu þrjár vikurnar. Hann lýsti einkennunum í þættinum en þar sagði hann ekkert hafa fundið í fyrstu. Á fimmtudegi byrjar hann að finna fyrir flensueinkennum, á föstudeginum varð hann slappari en á föstudagskvöldinu var hann lagstur í rúmið. Laugardagurinn var skelfilegur og sunnudagurinn einnig þar sem hann fékk hita- og kuldaköst til skiptis. Á mánudeginum varð hann var við útbrot og mundi þá eftir bréf sem hann hafði fengið frá Sóttvarnalækni eftir að hafa verið í flugi með mislingasmituðum manni. Svanur sagðist hafa átt von á því að vera bólusettur en þegar hann kannaði málið kom í ljós að hann hafði verið bólusettur við átján mánaða aldur en ekki seinni sprautuna sem er veitt við tólf ára aldur. „Ég hef náttúrlega ekkert spáð í það, þannig að þetta fór eins og það fór,“ sagði Svanur. Hann hafði ekki áhyggjur af sjálfum sér, fjölskyldan er öll bólusett en enginn má koma í heimsókn. En hann bætti þó við að hann hefði verið víðförull um sveitarfélagið sem starfandi rafvirki og komið inn á allskonar heimili og látið lækni vita af því.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06