Harden í ham er Houston fór létt með Boston | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2019 07:30 James Harden skorar og skorar. vísir/getty Houston Rockets fór tiltölulega létt með að leggja Boston Celtics að velli í NBA-deildinnni í körfubolta í nótt en gestirnir náðu fljótt miklu forskoti og héldu út og unnu níu stiga sigur, 115-104. Það var smá bras á Houston undir lokin þegar að Boston kom með áhlaup í fjórða leikhluta en það var líka án síns besta manns í restina, James Harden, sem fékk sex villur og þurfti frá að hverfa. Það kemur væntanlega ekki nokkrum lifandi manni á óvart að Harden var stigahæstur sinna manna með 42 stig en þetta er í 24. skipti á tímabilinu sem að hann skorar 40 stig eða meira í leik. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur. Houston er nú búið að vinna fimm leiki í röð og situr í fimmta sæti vestursins en Oklahoma City Thunder er aðeins einum sigri á undan sem og Portland sem að vann í nótt. Það er mjótt á mununum í baráttunni í vestrinu.Russell Westbrook sýndi hvað í honum býr í flottum endurkomusigri OKC Thunder á heimavelli gegn Memphis Grizzlies í nótt, 99-95, en OKC sneri við leiknum í fjórða leikhluta. Heimamenn voru mest sjö stigum undir en Westbrook fór í gang, skoraði tólf af 22 stigum sínum í leiknum í síðasta fjórðungnum og kláraði leikinn fyrir Thunder en liðið var búið að tapa fjórum í röð áður en kom að leiknum í nótt. OKC var án Paul George sem er frá vegna meiðsla á öxl en Denis Scrhörder skoraði 17 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Thunder sem er áfram í baráttu um efstu sætin í vesturdeildinni.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 108-118 Boston Celtics - Houston Rockets 104-115 Chicago Bulls - Atlanta Hawks 118-123 LA CLippers - NY Knicks 128-107 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 107-93 Detroit Pistons - Toronto Raptors 112-107 Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 135-121 OKC Thunder - Memphis Grizzlies 99-95 NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Houston Rockets fór tiltölulega létt með að leggja Boston Celtics að velli í NBA-deildinnni í körfubolta í nótt en gestirnir náðu fljótt miklu forskoti og héldu út og unnu níu stiga sigur, 115-104. Það var smá bras á Houston undir lokin þegar að Boston kom með áhlaup í fjórða leikhluta en það var líka án síns besta manns í restina, James Harden, sem fékk sex villur og þurfti frá að hverfa. Það kemur væntanlega ekki nokkrum lifandi manni á óvart að Harden var stigahæstur sinna manna með 42 stig en þetta er í 24. skipti á tímabilinu sem að hann skorar 40 stig eða meira í leik. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur. Houston er nú búið að vinna fimm leiki í röð og situr í fimmta sæti vestursins en Oklahoma City Thunder er aðeins einum sigri á undan sem og Portland sem að vann í nótt. Það er mjótt á mununum í baráttunni í vestrinu.Russell Westbrook sýndi hvað í honum býr í flottum endurkomusigri OKC Thunder á heimavelli gegn Memphis Grizzlies í nótt, 99-95, en OKC sneri við leiknum í fjórða leikhluta. Heimamenn voru mest sjö stigum undir en Westbrook fór í gang, skoraði tólf af 22 stigum sínum í leiknum í síðasta fjórðungnum og kláraði leikinn fyrir Thunder en liðið var búið að tapa fjórum í röð áður en kom að leiknum í nótt. OKC var án Paul George sem er frá vegna meiðsla á öxl en Denis Scrhörder skoraði 17 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Thunder sem er áfram í baráttu um efstu sætin í vesturdeildinni.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 108-118 Boston Celtics - Houston Rockets 104-115 Chicago Bulls - Atlanta Hawks 118-123 LA CLippers - NY Knicks 128-107 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 107-93 Detroit Pistons - Toronto Raptors 112-107 Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 135-121 OKC Thunder - Memphis Grizzlies 99-95
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira