Formaður VR um Ölmu: „Fyrsta skrefið í að reyna frysta eða koma í veg fyrir frekari hækkanir“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. mars 2019 11:49 Nýtt leigufélag gefur leigjendum kost á öruggri leigu til allt að sjö ára á föstu leiguverði sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir það ánægjulegt að komið sé á markað leigufélag sem tryggi framfærslu- og búsetuöryggi leigutaka. Hann segir þó leiguverð óásættanlegt. Nýtt leigufélag gefur leigjendum kost á öruggri leigu til allt að sjö ára á föstu leiguverði sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs. Í febrúar gaf stéttarfélagið VR stjórnendum Kviku banka fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði hjá leigufélaginu en Kviku banki er eigandi Almenna leigufélagsins sem hafði þá sent leigjendum sínum bréf þar sem tilkynnt var um hækkun leiguverðs með fjögurra daga fyrirvara. Að öðrum kosti ætlaði stéttarfélagið að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku.Sjá einnig:Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Eftir fundi á milli formanns VR og framkvæmdastjóra Almenna leigufélagsins var ákveðið að hætta við að hækka leiguverðið. Almenna leigufélagið kynnti nýjan kost í dag þar sem viðskiptavinum er gefinn kostur á leigu til allt að sjö ára með föstu leiguverði og sagði María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins í þættinum í Bítið á Bylgjunni í morgun að hækkun yrði einungis er tengd vísitölu neysluverðs. „Ég held allavega að þetta muni hafa jákvæð áhrif til lengri tíma. Við erum að setja ákveðið fordæmi og í raun að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri og meira í átt við það sem við sjáum erlendis, bara til dæmis í Evrópu og Norðurlöndunum þar sem að leiga er í raun langtíma valkostur við það að kaupa og reka sína eigin fasteign,“ sagði María í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttastofan skoðaði framboð húsnæðis á heimasíðu Ölmu hjá Almenna leigufélaginu nú fyrir hádegi og kom þar í ljós að tæplega 35 fermetra stúdíóíbúð í miðbænum leigist á 180 þúsund krónur, og tæplega 66 fermetra íbúð, sömuleiðis í miðbænum, leigist á 265 þúsund krónur. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir það ánægjuefni að komið sé leigufélag sem tryggi framfærslu- og búsetuöryggi en hefur þetta að segja um leiguverð félagsins. „Leiguverðið sem slíkt er ekki ásættanlegt, langt frá því en þetta er allavega þó fyrsta skrefið í að reyna frysta eða koma í veg fyrir frekari hækkanir sem að er markmið útaf fyrir sig og okkur tókst að vinna þetta með Almenna leigufélaginu, að komast að samkomulagi um frystingu á hækkun og sömuleiðis að fá lengri leigusamning sem er virkilega ánægjulegt,“ segir Ragnar. Ragnar segir þó margar ástæður fyrir að leigu verðið sé eins og það er, meðal annars vegna vaxtarstigs og vegna þess að leigufélög eigi erfitt með að fjármagna sig á hagkvæmum kjörum. Hann segir að Bjarg leigufélag sem byggir íbúðir í Grafarvogi og VR á hlut í muni leigja íbúðir á lægra verði. „Já, já. ég á von á því að leiguverðið verði lægra, bæði lægra almennt og vegna þess að við erum með ákveðin mörk hvað leiga má vera há í samræmi við tekjur viðkomandi, þannig að ég á von á að leiga verði lægri,“ segir Ragnar. Húsnæðismál Bítið Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Draga fyrirhugaðar hækkanir á leigu til baka Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda. 25. febrúar 2019 17:18 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Formaður VR segir það ánægjulegt að komið sé á markað leigufélag sem tryggi framfærslu- og búsetuöryggi leigutaka. Hann segir þó leiguverð óásættanlegt. Nýtt leigufélag gefur leigjendum kost á öruggri leigu til allt að sjö ára á föstu leiguverði sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs. Í febrúar gaf stéttarfélagið VR stjórnendum Kviku banka fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði hjá leigufélaginu en Kviku banki er eigandi Almenna leigufélagsins sem hafði þá sent leigjendum sínum bréf þar sem tilkynnt var um hækkun leiguverðs með fjögurra daga fyrirvara. Að öðrum kosti ætlaði stéttarfélagið að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku.Sjá einnig:Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Eftir fundi á milli formanns VR og framkvæmdastjóra Almenna leigufélagsins var ákveðið að hætta við að hækka leiguverðið. Almenna leigufélagið kynnti nýjan kost í dag þar sem viðskiptavinum er gefinn kostur á leigu til allt að sjö ára með föstu leiguverði og sagði María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins í þættinum í Bítið á Bylgjunni í morgun að hækkun yrði einungis er tengd vísitölu neysluverðs. „Ég held allavega að þetta muni hafa jákvæð áhrif til lengri tíma. Við erum að setja ákveðið fordæmi og í raun að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri og meira í átt við það sem við sjáum erlendis, bara til dæmis í Evrópu og Norðurlöndunum þar sem að leiga er í raun langtíma valkostur við það að kaupa og reka sína eigin fasteign,“ sagði María í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttastofan skoðaði framboð húsnæðis á heimasíðu Ölmu hjá Almenna leigufélaginu nú fyrir hádegi og kom þar í ljós að tæplega 35 fermetra stúdíóíbúð í miðbænum leigist á 180 þúsund krónur, og tæplega 66 fermetra íbúð, sömuleiðis í miðbænum, leigist á 265 þúsund krónur. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir það ánægjuefni að komið sé leigufélag sem tryggi framfærslu- og búsetuöryggi en hefur þetta að segja um leiguverð félagsins. „Leiguverðið sem slíkt er ekki ásættanlegt, langt frá því en þetta er allavega þó fyrsta skrefið í að reyna frysta eða koma í veg fyrir frekari hækkanir sem að er markmið útaf fyrir sig og okkur tókst að vinna þetta með Almenna leigufélaginu, að komast að samkomulagi um frystingu á hækkun og sömuleiðis að fá lengri leigusamning sem er virkilega ánægjulegt,“ segir Ragnar. Ragnar segir þó margar ástæður fyrir að leigu verðið sé eins og það er, meðal annars vegna vaxtarstigs og vegna þess að leigufélög eigi erfitt með að fjármagna sig á hagkvæmum kjörum. Hann segir að Bjarg leigufélag sem byggir íbúðir í Grafarvogi og VR á hlut í muni leigja íbúðir á lægra verði. „Já, já. ég á von á því að leiguverðið verði lægra, bæði lægra almennt og vegna þess að við erum með ákveðin mörk hvað leiga má vera há í samræmi við tekjur viðkomandi, þannig að ég á von á að leiga verði lægri,“ segir Ragnar.
Húsnæðismál Bítið Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Draga fyrirhugaðar hækkanir á leigu til baka Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda. 25. febrúar 2019 17:18 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Draga fyrirhugaðar hækkanir á leigu til baka Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda. 25. febrúar 2019 17:18
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15