Boð ráðherra kostaði hátt í tvær milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. mars 2019 07:30 Hópur gesta frá Arctic Circle 2018 sótti veglega veislu við Hellisheiðarvirkjun í október í boði forsætisráðherra. Ríkissjóður fékk reikning upp á tæpar 1,7 milljónir króna eftir að forsætisráðherra bauð 35 erlendum gestum Hringborðs norðurslóða í kvöldverð í Hellisheiðarvirkjun í lok október. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var gestgjafi í kvöldverðinum í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, kom einnig að skipulagningu. Hringborð norðurslóða 2018, eða Arctic Circle, fór fram í lok október en reikningur fyrir hinni veglegu veislu barst ekki forsætisráðuneytinu fyrr en í síðasta mánuði. Var hann birtur á vefnum Opnir reikningar sem ætlað er að auka gagnsæi í opinberum innkaupum. Reikningurinn er frá Orku náttúrunnar (ON) fyrir risnukostnaði og hljóðar upp á alls 1.684.445 krónur. Sigurður Ingi Jóhannsson hljóp í skarðið fyrir forsætisráðherra sem gestgjafi. Fréttablaðið kallaði eftir frekari upplýsingum um tilefni þessarar greiðslu hjá Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra ráðuneytisins. Hann upplýsti að reikningurinn sé vegna kvöldverðar fyrir 35 erlenda gesti frá mörgum þjóðlöndum í tengslum við Hringborðið. Fréttablaðið óskaði einnig eftir afriti af reikningnum frá ON þar sem fram kemur að hann hljóðaði upp á tæpar 1,8 milljónir. Ráðuneytið gerði hins vegar athugasemd við upphæðina samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og fékk tæpar 270 þúsund krónur í afslátt. Með VSK endaði reikningurinn í tæpum 1,7 milljónum. „Valið var að staðsetja kvöldverðinn við Hellisheiðarvirkjun til þess að kynna hana og kolefnisbindingarverkefni ON samhliða fyrir hinum erlendu gestum.“ Kostnaðurinn helgast meðal annars af því að veislan fór fram í sýningarsal virkjunarinnar sem hvorki er innréttaður fyrir veislur né með aðgang að eldhúsi. „Þurfti því að innrétta salinn af þessu tilefni og setja upp eldunaraðstöðu,“ segir í svari ráðuneytisins. Miðað við upphæð reikningsins og gestafjölda nam kostnaður við hvern gest því nærri 50 þúsund krónum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gestum ráðstefnunnar er boðið út að borða á kostnað ríkissjóðs. Fréttablaðið fjallaði um það í desember 2017 þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bauð 13 manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, auk innlendra gesta í þriggja rétta máltíð í Bláa lóninu. Reikningurinn þá nam 400 þúsund krónum. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Norðurslóðir Orkumál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00 Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Ríkissjóður fékk reikning upp á tæpar 1,7 milljónir króna eftir að forsætisráðherra bauð 35 erlendum gestum Hringborðs norðurslóða í kvöldverð í Hellisheiðarvirkjun í lok október. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var gestgjafi í kvöldverðinum í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, kom einnig að skipulagningu. Hringborð norðurslóða 2018, eða Arctic Circle, fór fram í lok október en reikningur fyrir hinni veglegu veislu barst ekki forsætisráðuneytinu fyrr en í síðasta mánuði. Var hann birtur á vefnum Opnir reikningar sem ætlað er að auka gagnsæi í opinberum innkaupum. Reikningurinn er frá Orku náttúrunnar (ON) fyrir risnukostnaði og hljóðar upp á alls 1.684.445 krónur. Sigurður Ingi Jóhannsson hljóp í skarðið fyrir forsætisráðherra sem gestgjafi. Fréttablaðið kallaði eftir frekari upplýsingum um tilefni þessarar greiðslu hjá Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra ráðuneytisins. Hann upplýsti að reikningurinn sé vegna kvöldverðar fyrir 35 erlenda gesti frá mörgum þjóðlöndum í tengslum við Hringborðið. Fréttablaðið óskaði einnig eftir afriti af reikningnum frá ON þar sem fram kemur að hann hljóðaði upp á tæpar 1,8 milljónir. Ráðuneytið gerði hins vegar athugasemd við upphæðina samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og fékk tæpar 270 þúsund krónur í afslátt. Með VSK endaði reikningurinn í tæpum 1,7 milljónum. „Valið var að staðsetja kvöldverðinn við Hellisheiðarvirkjun til þess að kynna hana og kolefnisbindingarverkefni ON samhliða fyrir hinum erlendu gestum.“ Kostnaðurinn helgast meðal annars af því að veislan fór fram í sýningarsal virkjunarinnar sem hvorki er innréttaður fyrir veislur né með aðgang að eldhúsi. „Þurfti því að innrétta salinn af þessu tilefni og setja upp eldunaraðstöðu,“ segir í svari ráðuneytisins. Miðað við upphæð reikningsins og gestafjölda nam kostnaður við hvern gest því nærri 50 þúsund krónum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gestum ráðstefnunnar er boðið út að borða á kostnað ríkissjóðs. Fréttablaðið fjallaði um það í desember 2017 þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bauð 13 manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, auk innlendra gesta í þriggja rétta máltíð í Bláa lóninu. Reikningurinn þá nam 400 þúsund krónum.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Norðurslóðir Orkumál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00 Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00
Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00
Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42
Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“