Toppliðin í Evrópu myndu neita að mæta í nýju FIFA-keppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2019 16:15 Real Madrid vann heimsmeistarakeppni félagsliða í desember síðastliðnum. Getty/Michael Regan Alþjóða knattspyrnusambandið hefur fengið skýr skilaboð frá toppklúbbunum í Evrópu sem taka ekki vel í nýja og stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA ætlar að breyta heimsmeistarakeppni félagsliða frá og með árinu 2021 en það yrði ekki rismikil keppni ef bestu lið Evrópu neita að taka þátt í keppninni. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga segja að ekki sé hægt að gera neinar breytingar á keppnisdagatalinu fyrr en eftir árið 2024. FIFA hefur lagt til að nýja útgáfan af heimsmeistarakeppni félagsliða fari fram í júní 2021. Síðustu ár hefur keppnin farið fram í desember og þar hafa tekið þátt sjö félög frá sex álfusamböndum. FIFA hefur nú endurhannað heimsmeistarakeppni félagsliða þannig að hún innihaldi 24 félög, þar af átta frá Evrópu, og fari fram frá júní fram í júlí en ekki í jólamánuðinum. Stjórnarmenn í samtökum evrópskra knattspyrnufélaga eða ECA hafa nú sent FIFA formlegt bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum með með fyrrnefnd plön.Top European clubs have told Fifa they would boycott the revised Club World Cup. Find out morehttps://t.co/mVQSupb0zDpic.twitter.com/HvScxIJ35q — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019„Við erum alveg á móti hugsanlegu samkomulagi um nýja útgáfu af heimsmeistarakeppni félagsliða og ekkert ECA félag myndi taka þátt í slíkri keppni,“ sagði Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, sem er líka í stjórn samtaka evrópskra knattspyrnufélaga. Bréfið var stílað á Aleksander Ceferin, forseta UEFA, og er honum ætlað að gera grein fyrir því á stjórnarfundi FIFA sem stendur nú yfir í Miami í Bandaríkjunum. Nýja FIFA keppnin á að fara fram 17. júní til 4. júlí sumarið 2021 og það yrði mjög mikið að gera í fótboltanum þetta sumar því leikir í undankeppni HM 2022 eiga að fara fram 31. maí til 8. júní. Af þeim sökum yrðu síðan Afríkukeppni landsliða og Gullbikar Norður- og Mið-Ameríku að fara fram frá 5. til 31. júlí. FIFA HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur fengið skýr skilaboð frá toppklúbbunum í Evrópu sem taka ekki vel í nýja og stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA ætlar að breyta heimsmeistarakeppni félagsliða frá og með árinu 2021 en það yrði ekki rismikil keppni ef bestu lið Evrópu neita að taka þátt í keppninni. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga segja að ekki sé hægt að gera neinar breytingar á keppnisdagatalinu fyrr en eftir árið 2024. FIFA hefur lagt til að nýja útgáfan af heimsmeistarakeppni félagsliða fari fram í júní 2021. Síðustu ár hefur keppnin farið fram í desember og þar hafa tekið þátt sjö félög frá sex álfusamböndum. FIFA hefur nú endurhannað heimsmeistarakeppni félagsliða þannig að hún innihaldi 24 félög, þar af átta frá Evrópu, og fari fram frá júní fram í júlí en ekki í jólamánuðinum. Stjórnarmenn í samtökum evrópskra knattspyrnufélaga eða ECA hafa nú sent FIFA formlegt bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum með með fyrrnefnd plön.Top European clubs have told Fifa they would boycott the revised Club World Cup. Find out morehttps://t.co/mVQSupb0zDpic.twitter.com/HvScxIJ35q — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019„Við erum alveg á móti hugsanlegu samkomulagi um nýja útgáfu af heimsmeistarakeppni félagsliða og ekkert ECA félag myndi taka þátt í slíkri keppni,“ sagði Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, sem er líka í stjórn samtaka evrópskra knattspyrnufélaga. Bréfið var stílað á Aleksander Ceferin, forseta UEFA, og er honum ætlað að gera grein fyrir því á stjórnarfundi FIFA sem stendur nú yfir í Miami í Bandaríkjunum. Nýja FIFA keppnin á að fara fram 17. júní til 4. júlí sumarið 2021 og það yrði mjög mikið að gera í fótboltanum þetta sumar því leikir í undankeppni HM 2022 eiga að fara fram 31. maí til 8. júní. Af þeim sökum yrðu síðan Afríkukeppni landsliða og Gullbikar Norður- og Mið-Ameríku að fara fram frá 5. til 31. júlí.
FIFA HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Sjá meira