Framarar urðu bikarmeistarar í 4. flokk karla yngri á bikarhelgi Coca Cola og HSÍ Laugardalshöllinni um helgina.
Framliðið vann 26-20 sigur á ÍR og var Kjartan Þór Júlíusson valinn maður leiksins en hann skoraði ellefu mörk í bikaúrslitaleiknum.
Framliðið leiddi allan leikinn, var 12-9 yfir í hálfleik og náði mest átta marka forskoti í seinni hálfleiknum.
Coca Cola Bikarmeistarar 2019 í 4.flokki karla yngri er lið Fram. Framarar unnu ÍR í leik sem endaði 26-20. Kjartan Þór Júlíusson leikmaður Fram var valinn maður leiksins. Til hamingju Fram! #cocacolabikarinnView this post on Instagram
A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on Mar 10, 2019 at 6:30am PDT
Sigurdans Framstrákanna sem vakti mikla lukku en þeir stilltu sér þá upp í hring og buðu síðan upp á allskyns dansa. Allir leikmenn og frekar taktlausir þjálfarar liðsins tóku þátt í sigurdansinum.
Það má sjá þennan skemmtilega sigurdans Framstrákanna hér fyrir neðan en myndbandið er tekið af Youtube og ýr upptöku SportTV frá leiknum. SportTV sýndi fjóra af sex leikjum dagsins í beinni útsendingu.