Ragir við að fylgja Trump í annan slag um heilbrigðiskerfið Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Cory Morse Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill leiða Repúblikanaflokkinn í annan slag um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó lítinn áhuga á að fylgja forsetanum í aðra lotu bardaga þar sem fyrsta lotan er sögð hafa spilað stóra rullu í því að flokkurinn missti meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Repúblikanar hafa heitið því í mörg ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög ,sem kallast einnig Affordable Care Act (ACA) og byggja nýtt og betra heilbrigðiskerfi. Án árangurs þó. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins, varði miklu púðri í að reyna að fá nýtt heilbrigðisfrumvarp í gegnum báðar deildir þingsins árið 2017. Repúblikanar stjórnuðu þá báðum deildum en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að koma frumvarpinu í gegn.Nú stjórna Demókratar fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico skilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki af hverju Trump vill aftur í þennan tiltekna slag. Fáir þeirra hafa þó vilja segja eitthvað opinberlega.Trump hefur heitið því að Repúblikanaflokkurinn verði flokkur heilbrigðismála og hreyfingar séu að eiga sér stað innan dómskerfisins og stjórnsýslunnar.The Republican Party will become the Party of Great HealthCare! ObamaCare is a disaster, far too expensive and deductibility ridiculously high - virtually unusable! Moving forward in Courts and Legislatively! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2019AP fréttaveitan segir þó engin merki um að ríkisstjórn Trump, stofnanir eða þingmenn séu að vinna að þróun nýs heilbrigðisfrumvarps. Fyrr í þessari viku lýsti ríkisstjórn Trump því yfir við alríkisdómstól að fella ætti ACA-lögin niður eins og þau leggja sig. Verði það gert gætu milljónir manna misst heilbrigðistryggingar sínar á einu bretti.Sú ákvörðun kom þingmönnum Repúblikanaflokksins verulega á óvart og óttast þeir að ef lögin verði felld niður sitji þeir uppi með ábyrgðina gagnvart kjósendum og næsta ár er kosningaár. McConnell sagði í viðtali í vikunni að Trump mætti taka forystuna í þessu máli og sagðist hlakka til að sjá að hvaða samkomulagi hann kæmist við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann ætlaði frekar að beita sér gegn heilbrigðisfrumvarpi sem Demókratar opinberuðu í vikunni.Því frumvarpi er ætlað að fylla upp í skörð á ACA og myndi það gera fjölmörgum heimilum kleift að njóta aðstoðar við að greiða heilbrigðistryggingar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill leiða Repúblikanaflokkinn í annan slag um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó lítinn áhuga á að fylgja forsetanum í aðra lotu bardaga þar sem fyrsta lotan er sögð hafa spilað stóra rullu í því að flokkurinn missti meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Repúblikanar hafa heitið því í mörg ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög ,sem kallast einnig Affordable Care Act (ACA) og byggja nýtt og betra heilbrigðiskerfi. Án árangurs þó. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins, varði miklu púðri í að reyna að fá nýtt heilbrigðisfrumvarp í gegnum báðar deildir þingsins árið 2017. Repúblikanar stjórnuðu þá báðum deildum en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að koma frumvarpinu í gegn.Nú stjórna Demókratar fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico skilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki af hverju Trump vill aftur í þennan tiltekna slag. Fáir þeirra hafa þó vilja segja eitthvað opinberlega.Trump hefur heitið því að Repúblikanaflokkurinn verði flokkur heilbrigðismála og hreyfingar séu að eiga sér stað innan dómskerfisins og stjórnsýslunnar.The Republican Party will become the Party of Great HealthCare! ObamaCare is a disaster, far too expensive and deductibility ridiculously high - virtually unusable! Moving forward in Courts and Legislatively! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2019AP fréttaveitan segir þó engin merki um að ríkisstjórn Trump, stofnanir eða þingmenn séu að vinna að þróun nýs heilbrigðisfrumvarps. Fyrr í þessari viku lýsti ríkisstjórn Trump því yfir við alríkisdómstól að fella ætti ACA-lögin niður eins og þau leggja sig. Verði það gert gætu milljónir manna misst heilbrigðistryggingar sínar á einu bretti.Sú ákvörðun kom þingmönnum Repúblikanaflokksins verulega á óvart og óttast þeir að ef lögin verði felld niður sitji þeir uppi með ábyrgðina gagnvart kjósendum og næsta ár er kosningaár. McConnell sagði í viðtali í vikunni að Trump mætti taka forystuna í þessu máli og sagðist hlakka til að sjá að hvaða samkomulagi hann kæmist við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann ætlaði frekar að beita sér gegn heilbrigðisfrumvarpi sem Demókratar opinberuðu í vikunni.Því frumvarpi er ætlað að fylla upp í skörð á ACA og myndi það gera fjölmörgum heimilum kleift að njóta aðstoðar við að greiða heilbrigðistryggingar, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15
Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45