Tim Duncan vissi ekki hver Ginobili var þegar að Spurs valdi hann 29. mars 2019 17:45 Tim Duncan fór á kostum. vísir/getty Argentínumaðurinn Manu Ginobili var í gærkvöldi heiðraður af San Antonio Spurs fyrir magnaðan feril en treyja hans númer 20 var hengd upp í rjáfur við mikla athöfn. Ginobili er kannski ein óvæntasta stjarna í sögu NBA-deildarinnar en fáir vissu hver hann var þegar að Spurs valdi hann 57. í nýliðavalinu árið 1999. Hann átti eftir að heilla aðdáendur NBA-deildarinnar næstu 16 árin og vinna fjóra meistaratitla með San Antonio en Argentínumaðurinn var tvisvar sinnum valinn í stjörnulið vesturdeildarinnar og þá var hann sjötti maður ársins árið 2008. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, og fyrrverandi liðsfélagar Ginobili á borð við Tony Parker og Tim Duncan héldu ræður um félaga sinn í gærkvöldi og verður ekki annað sagt en að Tim Duncan hafi farið á kostum.„Ég sat heima á hverju ári og horfði á nýliðavalið og fylgdist með okkur velja leikmenn sem ég hafði aldrei heyrt um. Þetta árið völdum við Emanuel Ginobili,“ sagði Duncan og bar eftirnafn Ginobili fram eins og hann gerði það árið 1999 og uppskar hlátrasköll. „Ég hringdi í Pop og spurði hver þetta væri og hann svaraði að þetta væri öflugur leikmaður. Ég nennti ekki að spá meira í þessu á þeim tíma því hann kom ekki fyrr en tveimur árum seinna.“ Ginobili mætti svo sumarið 2002 til leiks þegar að leikmenn Spurs voru að leika sér í körfubolta í æfingasal félagsins og lét Bruce Bowen, einn besti varnarmaður sögunnar, Ginobili heldur betur finna fyrir því í leiknum. „Bowen beitti öllum brögðunum í bókinni en Manu lét sér fátt um finnast. Hann breytti aldrei leik sínum og fór ekki að væla. Hann hélt bara áfram og þá vissi ég að þetta væri alvöru leikmaður,“ sagði Tim Duncan. Alla athöfnina má sjá hér að neðan en Duncan stígur á svið eftir rúmar 23 mínútur. NBA Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
Argentínumaðurinn Manu Ginobili var í gærkvöldi heiðraður af San Antonio Spurs fyrir magnaðan feril en treyja hans númer 20 var hengd upp í rjáfur við mikla athöfn. Ginobili er kannski ein óvæntasta stjarna í sögu NBA-deildarinnar en fáir vissu hver hann var þegar að Spurs valdi hann 57. í nýliðavalinu árið 1999. Hann átti eftir að heilla aðdáendur NBA-deildarinnar næstu 16 árin og vinna fjóra meistaratitla með San Antonio en Argentínumaðurinn var tvisvar sinnum valinn í stjörnulið vesturdeildarinnar og þá var hann sjötti maður ársins árið 2008. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, og fyrrverandi liðsfélagar Ginobili á borð við Tony Parker og Tim Duncan héldu ræður um félaga sinn í gærkvöldi og verður ekki annað sagt en að Tim Duncan hafi farið á kostum.„Ég sat heima á hverju ári og horfði á nýliðavalið og fylgdist með okkur velja leikmenn sem ég hafði aldrei heyrt um. Þetta árið völdum við Emanuel Ginobili,“ sagði Duncan og bar eftirnafn Ginobili fram eins og hann gerði það árið 1999 og uppskar hlátrasköll. „Ég hringdi í Pop og spurði hver þetta væri og hann svaraði að þetta væri öflugur leikmaður. Ég nennti ekki að spá meira í þessu á þeim tíma því hann kom ekki fyrr en tveimur árum seinna.“ Ginobili mætti svo sumarið 2002 til leiks þegar að leikmenn Spurs voru að leika sér í körfubolta í æfingasal félagsins og lét Bruce Bowen, einn besti varnarmaður sögunnar, Ginobili heldur betur finna fyrir því í leiknum. „Bowen beitti öllum brögðunum í bókinni en Manu lét sér fátt um finnast. Hann breytti aldrei leik sínum og fór ekki að væla. Hann hélt bara áfram og þá vissi ég að þetta væri alvöru leikmaður,“ sagði Tim Duncan. Alla athöfnina má sjá hér að neðan en Duncan stígur á svið eftir rúmar 23 mínútur.
NBA Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira