Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 14:51 Birgitte Bonnesen var yfir innra eftirliti Swedbank og var þannig yfir peningaþvættisvörnum bankans á þeim tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað. Vísir/EPA Stjórn sænska bankans Swedbank hefur rekið Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í skugga ásakana um að hann hafi tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Sænsk yfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í Stokkhólmi í gærmorgun. Ásakanir um stórfellt peningaþvætti hafa vomað yfir norrænum stórbönkum undanfarin misseri, ekki síst Danske bank í Danmörku. Sá banki er sagður hafa þvættað jafnvirði hundruð milljarða króna fyrir óprúttna aðila í gegnum útibú í Eistlandi. Í síðasta mánuði komu ásakanir fram um að Swedbank, einn stærsti banki Norðurlandanna, hefði einnig tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Bonnesen hafði ítrekað fullyrt að hún hefði trú á eftirliti bankans með peningaþvætti og að allar grunsamlegar færslur hefðu verið tilkynntar til yfirvalda. Sænska fjármálaeftirlitið staðfesti að saksóknari hafi látið gera húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í tengslum við áframhaldandi rannsókn á bankanum í gærmorgun. Stjórn Swedbank ákvað í dag að leysa Bonnesen frá störfum. Vísaði Lars Idermark, stjórnarformaður hans, til vendinga undanfarinna daga sem hafi skapað mikinn þrýsting á bankann. Reuters-fréttastofan segir að tilkynningin um brottrekstur Bonnesen hafi komið klukkustund fyrir ársfund bankans sem hófst í dag. Áður höfðu tveir af stærstu hluthöfum Swedbank sagst ætla að greiða atkvæði gegn því að bankinn leysti Bonnesen frá persónulegri ábyrgð á rekstri bankans á uppgjörsárinu 2018. Þá væri hægt að stefna Bonnesen vegna starfa hennar.Stefnir fjármálakerfi Svíþjóðar í voða Per Bolund, efnahagsmálaráðherra Svíþjóðar, fordæmdi hvernig stjórnendur Swedbank hafa haldið á málum í tengslum við peningaþvætti í dag. Ekki væri nóg að leysa Bonnesen frá störfum. „Þau ættu að vinna með yfirvöldum en í staðinn hafa þau gert það gagnstæða og það er algerlega óásættanlegt. Það setur traust á Swedbank, á fjármálakerfinu í heild sinni og orðspor Svíþjóðar í uppnám,“ segir Bolund. Breski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur sett fjölda ásakana um að norrænir bankar hafi tekið þátt í að þvætta illa fengið fé frá Rússlandi, kærði Swedbank til sænskra yfirvalda fyrr í þessum mánuði. Í kærunni kom fram að Swedbank hefði þvættað á annað hundrað milljóna dollara af fé sem spilltir rússneskir embættismenn hefðu dregið að sér. Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank handteknir Viðskiptastjórar í útibúi bankans í Tallin eru grunaðir um að hafa vísvitandi hjálpað viðskiptavinum að fela uppruna fjármuna. 19. desember 2018 13:04 Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stjórn sænska bankans Swedbank hefur rekið Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í skugga ásakana um að hann hafi tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Sænsk yfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í Stokkhólmi í gærmorgun. Ásakanir um stórfellt peningaþvætti hafa vomað yfir norrænum stórbönkum undanfarin misseri, ekki síst Danske bank í Danmörku. Sá banki er sagður hafa þvættað jafnvirði hundruð milljarða króna fyrir óprúttna aðila í gegnum útibú í Eistlandi. Í síðasta mánuði komu ásakanir fram um að Swedbank, einn stærsti banki Norðurlandanna, hefði einnig tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Bonnesen hafði ítrekað fullyrt að hún hefði trú á eftirliti bankans með peningaþvætti og að allar grunsamlegar færslur hefðu verið tilkynntar til yfirvalda. Sænska fjármálaeftirlitið staðfesti að saksóknari hafi látið gera húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í tengslum við áframhaldandi rannsókn á bankanum í gærmorgun. Stjórn Swedbank ákvað í dag að leysa Bonnesen frá störfum. Vísaði Lars Idermark, stjórnarformaður hans, til vendinga undanfarinna daga sem hafi skapað mikinn þrýsting á bankann. Reuters-fréttastofan segir að tilkynningin um brottrekstur Bonnesen hafi komið klukkustund fyrir ársfund bankans sem hófst í dag. Áður höfðu tveir af stærstu hluthöfum Swedbank sagst ætla að greiða atkvæði gegn því að bankinn leysti Bonnesen frá persónulegri ábyrgð á rekstri bankans á uppgjörsárinu 2018. Þá væri hægt að stefna Bonnesen vegna starfa hennar.Stefnir fjármálakerfi Svíþjóðar í voða Per Bolund, efnahagsmálaráðherra Svíþjóðar, fordæmdi hvernig stjórnendur Swedbank hafa haldið á málum í tengslum við peningaþvætti í dag. Ekki væri nóg að leysa Bonnesen frá störfum. „Þau ættu að vinna með yfirvöldum en í staðinn hafa þau gert það gagnstæða og það er algerlega óásættanlegt. Það setur traust á Swedbank, á fjármálakerfinu í heild sinni og orðspor Svíþjóðar í uppnám,“ segir Bolund. Breski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur sett fjölda ásakana um að norrænir bankar hafi tekið þátt í að þvætta illa fengið fé frá Rússlandi, kærði Swedbank til sænskra yfirvalda fyrr í þessum mánuði. Í kærunni kom fram að Swedbank hefði þvættað á annað hundrað milljóna dollara af fé sem spilltir rússneskir embættismenn hefðu dregið að sér.
Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank handteknir Viðskiptastjórar í útibúi bankans í Tallin eru grunaðir um að hafa vísvitandi hjálpað viðskiptavinum að fela uppruna fjármuna. 19. desember 2018 13:04 Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank handteknir Viðskiptastjórar í útibúi bankans í Tallin eru grunaðir um að hafa vísvitandi hjálpað viðskiptavinum að fela uppruna fjármuna. 19. desember 2018 13:04
Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10
Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43