Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 11:22 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir fall WOW air áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. Stjórnvöld hafi fylgst með örðugleikum félagsins og að sjálfsögðu bundið vonir við að félagið kæmist í gegnum storminn. „Fyrst og fremst er auðvitað hugur okkar hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu, starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins, auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau.“ Katrín segir að fall WOW air sé áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hafi sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíka áskorun. „Hér hafa skuldir ríkissjóðs verið lækkaðar með markvissum hætti, aukinn þjóðhagslegur sparnaður, forðum hefur verið safnað og lánakjör ríkisins aldrei betri. Þannig að ég held að við séum að fullvel í stakk búin til að takast á við þessa áskorun og horfa til framtíðar,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í morgun. Greint hefur verið frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna WOW air hafi verið virkjuð. Hún felst meðal annars í því að koma þeim farþegum sem nú eru strandaglópar á milli staða. „Þar eru ákveðnir hlutir sem eru settir í gang, það eru boðin tiltekin björgunarfargjöld til flugfarþega til þess að komast á milli staða. Þannig að það er annars vegar hlutverk stjórnvalda og síðan munum við auðvitað endurmeta okkar áætlanir. Hins vegar gerir sú fjármálaáætlun sem við erum að ræða núna í þinginu ráð fyrir kólnun í hagkerfinu þar sem við erum meðal annars að leggja aukna áherslu á opinberar fjárfestingar til að vega upp á móti þeim slaka sem þetta getur valdið“ sagði Katrín en Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Katrínu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. Stjórnvöld hafi fylgst með örðugleikum félagsins og að sjálfsögðu bundið vonir við að félagið kæmist í gegnum storminn. „Fyrst og fremst er auðvitað hugur okkar hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu, starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins, auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau.“ Katrín segir að fall WOW air sé áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hafi sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíka áskorun. „Hér hafa skuldir ríkissjóðs verið lækkaðar með markvissum hætti, aukinn þjóðhagslegur sparnaður, forðum hefur verið safnað og lánakjör ríkisins aldrei betri. Þannig að ég held að við séum að fullvel í stakk búin til að takast á við þessa áskorun og horfa til framtíðar,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í morgun. Greint hefur verið frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna WOW air hafi verið virkjuð. Hún felst meðal annars í því að koma þeim farþegum sem nú eru strandaglópar á milli staða. „Þar eru ákveðnir hlutir sem eru settir í gang, það eru boðin tiltekin björgunarfargjöld til flugfarþega til þess að komast á milli staða. Þannig að það er annars vegar hlutverk stjórnvalda og síðan munum við auðvitað endurmeta okkar áætlanir. Hins vegar gerir sú fjármálaáætlun sem við erum að ræða núna í þinginu ráð fyrir kólnun í hagkerfinu þar sem við erum meðal annars að leggja aukna áherslu á opinberar fjárfestingar til að vega upp á móti þeim slaka sem þetta getur valdið“ sagði Katrín en Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Katrínu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42