Nýliðarnir Wendall Carter og Chandler Hutchinson leika ekki meira með Chicago Bulls á tímabilinu vegna meiðsla.
Þá eru meiri líkur en minni á því að Otto Porter, sem kom frá Washington Wizards í síðasta mánuði, verði einnig hvíldur það sem eftir lifir tímabils. Það sama gæti verið gert við Zach LaVine, stigahæsta leikmann Bulls í vetur.
Chicago er með fjórða versta árangur allra liða í NBA-deildinni og með því að hvíla lykilmenn á lokaspretti deildarkeppninnar aukast líkur liðsins á að fá góðan valrétt í nýliðavalinu.
Zion Williamson, leikmaður Duke háskólans, er sá sem öll liðin í NBA vilja fá og baráttan um hann er hörð.
Williamson og félagar hans í Duke mæta UFC Knights í 32-liða úrslitum úrslitakeppni háskólaboltans í kvöld.
Aðeins New York Knicks (14), Phoenix Suns (17) og Cleveland Cavaliers (19) hafa unnið færri leiki en Chicago í NBA-deildinni í vetur. Bulls á átta leiki eftir á tímabilinu.
Chicago ætlar sér að fá Zion
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn



Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA
Enski boltinn

„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn


Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti
Fleiri fréttir
