Björgunarmenn og skipstjóri bátsins voru um borð í honum þegar verið var að koma honum til Ísafjarðar en í honum var þó nokkuð af sjó og höfðu dælur ekki undan. Báturinn sökk svo þegar hann var kominn að bryggju á Ísafirði og var hann hífður á þurrt.
Um farþegabát er að ræða en skipstjórinn var einn um borð þegar báturinn strandaði. Hann hafði skilað farþegum af sér skömmu áður.
