Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2019 08:22 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Egill „Ég les það út úr þessum aðstæðum að staða WOW hefur versnað frá því Icelandair gekk frá borðinu en staða Icelandair hefur sömuleiðis versnað vegna MAX-vélanna,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, um viðræður íslensku flugfélaganna tveggja sem ganga út á að Icelandair hafi aðkomu að rekstri WOW Air. Steinn Logi segir auðsýnt að Airbus-vélar WOW Air gætu nýst við að leysa úr vandanum sem Icelandair stendur frammi fyrir eftir að Boeing 737 MAX-vélar voru kyrrsettar. Icelandair er með þrjár slíkar í rekstri og sex til viðbótar væntanlegar í reksturinn. „Rekstur WOW Air skiptir því meira máli í dag,“ segir Steinn Logi og vísar þar til þess í hver munurinn verður á fyrri viðræðum Icelandair og WOW Air sem sigldu í strand undir lok síðasta árs og þeim sem eiga að standa yfir næstu daga.Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird.fbl/ValliSteinn segir mikla hagsmuni undir hjá íslenska ríkinu sem getur þó ekki komið að flugrekstrinum með beinum framlögum út af Evrópureglum. Hann segir það einnig spurning hvort að Icelandair geti einfaldlega keypt eigur úr rekstri WOW air, en þó sé óvíst hvað Icelandair ætli sér að fá út úr þessum viðræðum. Steinn segir að miðað við hversu mikið viðræður WOW Air og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners drógust á langinn þá sé hægt að lesa úr því að Indigo hafi reynt að ganga ansi langt að Skúla Mogensen, forstjóra WOW. „Þeir virðast hafa algjörlega ætlað að slíta Skúla og hann fengi ekkert út úr þessu. Auðvitað reynir Skúli allar leiðir, það gera særð ljón. Það er mannlegt og eðlilegt og auðvitað hefur það áhrif,“ segir Skúli. Kröfur Indigo hafi aukist til muna um framlög í WOW ásamt því að reyna að kreista skuldabréfaeigendur WOW air enn frekar.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.Í tilkynningu frá Icelandair Group um viðræðurnar kom fram að þeim eigi að ljúka fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. Steinn segir ljóst að um kapphlaup við tíma sé að ræða fyrir bæði félög. „Og hvað ætla menn að ná samkomulagi um. Ef Icelandair ætlar að kaupa fyrirtækið þá þarf að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, flugvélaeigendur og stóra lánardrottna, flugvelli og Isavia og fleira. Þetta er kapphlaup við tímann enda setja þeir sér knappan tíma,“ segir Steinn. Í tilkynningu frá Icelandair kom fram að viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Steinn segir það liggja í augum uppi miðað við tilkynninguna að staða WOW Air er ekki björt gangi viðræðurnar ekki eftir. Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Ég les það út úr þessum aðstæðum að staða WOW hefur versnað frá því Icelandair gekk frá borðinu en staða Icelandair hefur sömuleiðis versnað vegna MAX-vélanna,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, um viðræður íslensku flugfélaganna tveggja sem ganga út á að Icelandair hafi aðkomu að rekstri WOW Air. Steinn Logi segir auðsýnt að Airbus-vélar WOW Air gætu nýst við að leysa úr vandanum sem Icelandair stendur frammi fyrir eftir að Boeing 737 MAX-vélar voru kyrrsettar. Icelandair er með þrjár slíkar í rekstri og sex til viðbótar væntanlegar í reksturinn. „Rekstur WOW Air skiptir því meira máli í dag,“ segir Steinn Logi og vísar þar til þess í hver munurinn verður á fyrri viðræðum Icelandair og WOW Air sem sigldu í strand undir lok síðasta árs og þeim sem eiga að standa yfir næstu daga.Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird.fbl/ValliSteinn segir mikla hagsmuni undir hjá íslenska ríkinu sem getur þó ekki komið að flugrekstrinum með beinum framlögum út af Evrópureglum. Hann segir það einnig spurning hvort að Icelandair geti einfaldlega keypt eigur úr rekstri WOW air, en þó sé óvíst hvað Icelandair ætli sér að fá út úr þessum viðræðum. Steinn segir að miðað við hversu mikið viðræður WOW Air og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners drógust á langinn þá sé hægt að lesa úr því að Indigo hafi reynt að ganga ansi langt að Skúla Mogensen, forstjóra WOW. „Þeir virðast hafa algjörlega ætlað að slíta Skúla og hann fengi ekkert út úr þessu. Auðvitað reynir Skúli allar leiðir, það gera særð ljón. Það er mannlegt og eðlilegt og auðvitað hefur það áhrif,“ segir Skúli. Kröfur Indigo hafi aukist til muna um framlög í WOW ásamt því að reyna að kreista skuldabréfaeigendur WOW air enn frekar.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.Í tilkynningu frá Icelandair Group um viðræðurnar kom fram að þeim eigi að ljúka fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. Steinn segir ljóst að um kapphlaup við tíma sé að ræða fyrir bæði félög. „Og hvað ætla menn að ná samkomulagi um. Ef Icelandair ætlar að kaupa fyrirtækið þá þarf að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, flugvélaeigendur og stóra lánardrottna, flugvelli og Isavia og fleira. Þetta er kapphlaup við tímann enda setja þeir sér knappan tíma,“ segir Steinn. Í tilkynningu frá Icelandair kom fram að viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Steinn segir það liggja í augum uppi miðað við tilkynninguna að staða WOW Air er ekki björt gangi viðræðurnar ekki eftir.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira