Fjórfalt meira af kókaíni í frárennslivatni í Reykjavík og miklu fleiri kókaínfíklar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 10:51 Valgerður Árnadóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. Vísir/Getty Magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur fjórfaldast á tveimur árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Yfirlæknir á Vogi segir niðurstöðurnar endurspegla mikla fjölgun innlagna kókaínfíkla á sjúkrahúsið en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum hefur undanfarin ár tekið þátt í rannsókn Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn en RÚV greindi fyrst frá rannsókninni íslenskra miðla í byrjun vikunnar. Tekin voru sýni úr frárennslivatni í sjötíu borgum í Evrópu, þar á meðal á tveimur stöðum í Reykjavík í mars í fyrra.Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Árið 2018 mældust 478,5 mg af kókaíni í frárennslivatni á hverja þúsund íbúa á dag miðað við 100,6 mg árið 2016. Styrkurinn mældist hærri í aðeins ellefu borgum.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurÞá var Reykjavík í öðru sæti yfir styrk amfetamíns í frárennslivatni en aðeins mældist meira magn efnisins í borginni Saarbrucken í Þýskalandi. Reykjavík var einnig ofarlega á lista yfir styrk metamfetamíns og MDMA í frárennslivatni en öllu minna magn af efnunum mælist þó almennt í vatninu en í tilfelli kókaíns og amfetamíns.Miklu fleiri neyta kókaíns en tölur yfir fíkla sýna Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. „Þetta helst alveg nákvæmlega í hendur við það sem við það sem við sjáum af fjölda þeirra sem hafa verið að koma til okkar,“ segir Valgerður og vísar í tölur yfir innritanir kókaínfíkla á Vog árin 1991-2018. Af þeim sést að síðustu fjögur ár hefur innritunum vegna kókaínfíknar fjölgað gríðarlega. Árið 2013 voru þær til að mynda rétt rúmlega 200 en árið 2018 rúmlega 700.Mynd/SÁÁNeyslumynstrið ekki á yfirborðinu Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að erfitt sé að draga ályktun um tengsl kókaíninnflutnings, sem er töluverður í gegnum Keflavíkurflugvöll, og niðurstöður rannsóknarinnar – sem benda vissulega til aukinnar kókaínneyslu á Íslandi. „Þetta er neyslumynstur sem er ekki á yfirborðinu, þ.e.a.s. þegar fólk notar fíkniefni. Auðvitað má ætla að þetta geti gefið ákveðnar vísbendingar en að öðru leyti hef ég ekki nægar upplýsingar til að tjá mig um það frekar,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað forvitnilegt að skoða hversu margir eru stoppaðir en þau fíkniefnamál sem koma upp í flugstöðinni og annars staðar ganga aðeins í bylgjum þannig að það er ekki alltaf hægt að setja beint samhengi þar á milli.“ Heilbrigðismál Lyf Lögreglumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur fjórfaldast á tveimur árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Yfirlæknir á Vogi segir niðurstöðurnar endurspegla mikla fjölgun innlagna kókaínfíkla á sjúkrahúsið en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum hefur undanfarin ár tekið þátt í rannsókn Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn en RÚV greindi fyrst frá rannsókninni íslenskra miðla í byrjun vikunnar. Tekin voru sýni úr frárennslivatni í sjötíu borgum í Evrópu, þar á meðal á tveimur stöðum í Reykjavík í mars í fyrra.Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Árið 2018 mældust 478,5 mg af kókaíni í frárennslivatni á hverja þúsund íbúa á dag miðað við 100,6 mg árið 2016. Styrkurinn mældist hærri í aðeins ellefu borgum.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurÞá var Reykjavík í öðru sæti yfir styrk amfetamíns í frárennslivatni en aðeins mældist meira magn efnisins í borginni Saarbrucken í Þýskalandi. Reykjavík var einnig ofarlega á lista yfir styrk metamfetamíns og MDMA í frárennslivatni en öllu minna magn af efnunum mælist þó almennt í vatninu en í tilfelli kókaíns og amfetamíns.Miklu fleiri neyta kókaíns en tölur yfir fíkla sýna Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. „Þetta helst alveg nákvæmlega í hendur við það sem við það sem við sjáum af fjölda þeirra sem hafa verið að koma til okkar,“ segir Valgerður og vísar í tölur yfir innritanir kókaínfíkla á Vog árin 1991-2018. Af þeim sést að síðustu fjögur ár hefur innritunum vegna kókaínfíknar fjölgað gríðarlega. Árið 2013 voru þær til að mynda rétt rúmlega 200 en árið 2018 rúmlega 700.Mynd/SÁÁNeyslumynstrið ekki á yfirborðinu Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að erfitt sé að draga ályktun um tengsl kókaíninnflutnings, sem er töluverður í gegnum Keflavíkurflugvöll, og niðurstöður rannsóknarinnar – sem benda vissulega til aukinnar kókaínneyslu á Íslandi. „Þetta er neyslumynstur sem er ekki á yfirborðinu, þ.e.a.s. þegar fólk notar fíkniefni. Auðvitað má ætla að þetta geti gefið ákveðnar vísbendingar en að öðru leyti hef ég ekki nægar upplýsingar til að tjá mig um það frekar,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað forvitnilegt að skoða hversu margir eru stoppaðir en þau fíkniefnamál sem koma upp í flugstöðinni og annars staðar ganga aðeins í bylgjum þannig að það er ekki alltaf hægt að setja beint samhengi þar á milli.“
Heilbrigðismál Lyf Lögreglumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira