Nóg af spennuleikjum í NBA-deildinni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 07:30 Joel Embiid var í tröllaham í sigri á Boston í nótt. AP/Matt Slocum Það var nóg af spennu í leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta en Toronto Raptors, Chicago Bulls og Memphis Grizzlies unnu öll í framlengingu. Sigurganga Philadelphia 76ers hélt áfram en Miami Heat endaði níu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs. James Harden skoraði 57 stig en tapaði samt.@JoelEmbiid (37 PTS, career-high 22 REB) & @KyrieIrving (36 PTS) go back and forth as the @sixers top Boston for their 6th straight win! #HereTheyComepic.twitter.com/9JVg3uecEN — NBA (@NBA) March 21, 2019Joel Embiid var með algjöran tröllaleik, 37 stig og 22 fráköst, þegar Philadelphia 76ers vann 118-115 sigur á Boston Celtics en þetta var sjötti sigurleikur Sixers liðsins í röð. Jimmy Butler skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia sem hafði fyrir þennan leik tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu á móti Boston. Kyrie Irving skoraði 36 stig fyrir Boston.@JHarden13 puts up 57 PTS for the @HoustonRockets in Memphis (his 7th 50-point game this season)! #Rocketspic.twitter.com/soudL3bNPx — NBA (@NBA) March 21, 2019James Harden skoraði 57 stig fyrir Houston Rockets en liðið varð engu að síður að sætta sig við eins stiga tap, 126-125, í framlengdum leik á móti Memphis Grizzlies Mike Conley skoraði 35 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas bætti við 33 stigum og 15 fráköstum auk þess að tryggja sínu liði sigur á vítalínunni þegar 0,1 sekúndur voru eftir af leiknum. Harden skoraði 15 af 17 stigum Houston á góðum kafla í fjórða leikhluta þegar liðið náði að jafna aftur leikinn og setti síðan niður þrjú víti fjórum sekúndum fyrir leikslok til að koma leiknum í framlengingu. Harden hitti úr 18 af 39 skotum, 12 af 12 vítum en hann skoraði 9 þrista úr 17 tilraunum. Hann var einnig með 8 stoðsendingar og 7 fráköst.@JValanciunas goes off for a career-high 33 PTS, 15 REB in the @memgrizz overtime win against HOU! #GrindCitypic.twitter.com/Z6JF7ZBLDP — NBA (@NBA) March 21, 2019Goran Dragic skoraði 22 stig fyrir Miami Heat þegar liðið vann 110-105 sigur á San Antonio Spurs og endaði með því níu leikja sigurgöngu Spurs. Dion Waiters skoraði 18 stig fyrir Miami og Josh Richardson var með 15 stig í þriðja sigri liðsins í röð. San Antonio tapaði síðast 25. febrúar í Brooklyn og hafði einnig unnið ellefu heimaleiki í röð fyrir tapið í nótt. LaMarcus Aldridge var með 17 stig en DeMar DeRozan skoraði 16 stig, tók 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Patty Mills og Marco Belinelli skoruðu báðir 17 stig.The @chicagobulls are victorious behind @MarkkanenLauri's game-high 32 PTS (5 3PM), 13 REB! #BullsNationpic.twitter.com/QSRE9XdL2S — NBA (@NBA) March 21, 2019Finninn Lauri Markkanen var með 32 stig og 13 fráköst þegar Chicago Bulls vann 126-120 sigur á Washington Wizards í framlengdum leik. Kris Dunn var líka frábær hjá Bulls með 26 stig og 13 stoðsendingar. Bulls lék án lykilmannanna Zach LaVine og Otto Porter Jr. en vann samt. Jabari Parker var stigahæstur hjá Washington með 28 stig á móti sínu gamla liði en Bradley Beal skoraði 27 stig og kom leiknum í framlengingu.@pskills43 posts 33 PTS, 13 REB, 6 AST, fueling the @Raptors win in Oklahoma City! #WeTheNorthpic.twitter.com/ab1LCAYwUe — NBA (@NBA) March 21, 2019Pascal Siakam var magnaður með 33 stig og 13 fráköst og Fred VanVleet bætti við 23 stigum og 6 stoðsendingum þegar Toronto Raptors vann 123-114 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Kawhi Leonard var með 22 stig og 10 fráköst. Russell Westbrook var með 42 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar en það kom ekki í veg fyrir fjórða tap liðsins í röð og það tíunda í síðustu fjórtán leikjum.#ThunderUp@russwest44 finishes with 42 PTS, 11 REB, 6 AST for the @okcthunder at home. pic.twitter.com/dKXdoN0W3I — NBA (@NBA) March 21, 2019@spidadmitchell records 30 PTS, 5 3PM as the @utahjazz top NYK at MSG! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/sUdFD1nsdI — NBA (@NBA) March 21, 2019Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 126-118 Oklahoma City Thunder - Toronto Raptors 114-123 (110-110) San Antonio Spurs - Miami Heat 105-110 Chicago Bulls - Washington Wizards 126-120 (113-113) Memphis Grizzlies - Houston Rockets 126-125 (115-115) New York Knicks - Utah Jazz 116-137 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 107-102 Orlando Magic - New Orleans Pelicans 119-96 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 118 -115 NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Það var nóg af spennu í leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta en Toronto Raptors, Chicago Bulls og Memphis Grizzlies unnu öll í framlengingu. Sigurganga Philadelphia 76ers hélt áfram en Miami Heat endaði níu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs. James Harden skoraði 57 stig en tapaði samt.@JoelEmbiid (37 PTS, career-high 22 REB) & @KyrieIrving (36 PTS) go back and forth as the @sixers top Boston for their 6th straight win! #HereTheyComepic.twitter.com/9JVg3uecEN — NBA (@NBA) March 21, 2019Joel Embiid var með algjöran tröllaleik, 37 stig og 22 fráköst, þegar Philadelphia 76ers vann 118-115 sigur á Boston Celtics en þetta var sjötti sigurleikur Sixers liðsins í röð. Jimmy Butler skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia sem hafði fyrir þennan leik tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu á móti Boston. Kyrie Irving skoraði 36 stig fyrir Boston.@JHarden13 puts up 57 PTS for the @HoustonRockets in Memphis (his 7th 50-point game this season)! #Rocketspic.twitter.com/soudL3bNPx — NBA (@NBA) March 21, 2019James Harden skoraði 57 stig fyrir Houston Rockets en liðið varð engu að síður að sætta sig við eins stiga tap, 126-125, í framlengdum leik á móti Memphis Grizzlies Mike Conley skoraði 35 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas bætti við 33 stigum og 15 fráköstum auk þess að tryggja sínu liði sigur á vítalínunni þegar 0,1 sekúndur voru eftir af leiknum. Harden skoraði 15 af 17 stigum Houston á góðum kafla í fjórða leikhluta þegar liðið náði að jafna aftur leikinn og setti síðan niður þrjú víti fjórum sekúndum fyrir leikslok til að koma leiknum í framlengingu. Harden hitti úr 18 af 39 skotum, 12 af 12 vítum en hann skoraði 9 þrista úr 17 tilraunum. Hann var einnig með 8 stoðsendingar og 7 fráköst.@JValanciunas goes off for a career-high 33 PTS, 15 REB in the @memgrizz overtime win against HOU! #GrindCitypic.twitter.com/Z6JF7ZBLDP — NBA (@NBA) March 21, 2019Goran Dragic skoraði 22 stig fyrir Miami Heat þegar liðið vann 110-105 sigur á San Antonio Spurs og endaði með því níu leikja sigurgöngu Spurs. Dion Waiters skoraði 18 stig fyrir Miami og Josh Richardson var með 15 stig í þriðja sigri liðsins í röð. San Antonio tapaði síðast 25. febrúar í Brooklyn og hafði einnig unnið ellefu heimaleiki í röð fyrir tapið í nótt. LaMarcus Aldridge var með 17 stig en DeMar DeRozan skoraði 16 stig, tók 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Patty Mills og Marco Belinelli skoruðu báðir 17 stig.The @chicagobulls are victorious behind @MarkkanenLauri's game-high 32 PTS (5 3PM), 13 REB! #BullsNationpic.twitter.com/QSRE9XdL2S — NBA (@NBA) March 21, 2019Finninn Lauri Markkanen var með 32 stig og 13 fráköst þegar Chicago Bulls vann 126-120 sigur á Washington Wizards í framlengdum leik. Kris Dunn var líka frábær hjá Bulls með 26 stig og 13 stoðsendingar. Bulls lék án lykilmannanna Zach LaVine og Otto Porter Jr. en vann samt. Jabari Parker var stigahæstur hjá Washington með 28 stig á móti sínu gamla liði en Bradley Beal skoraði 27 stig og kom leiknum í framlengingu.@pskills43 posts 33 PTS, 13 REB, 6 AST, fueling the @Raptors win in Oklahoma City! #WeTheNorthpic.twitter.com/ab1LCAYwUe — NBA (@NBA) March 21, 2019Pascal Siakam var magnaður með 33 stig og 13 fráköst og Fred VanVleet bætti við 23 stigum og 6 stoðsendingum þegar Toronto Raptors vann 123-114 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Kawhi Leonard var með 22 stig og 10 fráköst. Russell Westbrook var með 42 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar en það kom ekki í veg fyrir fjórða tap liðsins í röð og það tíunda í síðustu fjórtán leikjum.#ThunderUp@russwest44 finishes with 42 PTS, 11 REB, 6 AST for the @okcthunder at home. pic.twitter.com/dKXdoN0W3I — NBA (@NBA) March 21, 2019@spidadmitchell records 30 PTS, 5 3PM as the @utahjazz top NYK at MSG! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/sUdFD1nsdI — NBA (@NBA) March 21, 2019Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 126-118 Oklahoma City Thunder - Toronto Raptors 114-123 (110-110) San Antonio Spurs - Miami Heat 105-110 Chicago Bulls - Washington Wizards 126-120 (113-113) Memphis Grizzlies - Houston Rockets 126-125 (115-115) New York Knicks - Utah Jazz 116-137 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 107-102 Orlando Magic - New Orleans Pelicans 119-96 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 118 -115
NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira