Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 12:38 Margar Airbnb-íbúðir eru í Reykjavík. Áhrifa falls Wow air hefur gætt á þeim markaði síðustu daga. Vísir/vilhelm Formaður félags fólk með íbúðir í skammtímaleigu segir talsvert hafa verið um afbókanir á Airbnb síðustu daga vegna gjaldþrots WOW air og hefur Airbnb gripið inn í og endurgreitt ferðamönnum sem áttu bókað síðustu daga. Hann telur að gjaldþrotið muni þó ekki hafa áfhrif til lengri tíma þar sem flestir leigusalar séu með slíka skilmála að ekki fáist endurgreitt ef hætt er við bókun innan við sextíu daga. Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi. Sölvi Melax, formaður félags fólks með íbúðir í skammtímaleigu, segir gjaldþrot WOW air hafa haft mikil áhrif á markaðinn. „Þetta hefur allavega mjög mikil áhrif til skamms tíma og yfir helgina núna. Airbnb hefur verið að grípa inn í og endurgreiða bókanir þegar ferðamenn hafa ekki geta fundið sér nýtt flug á svona einhverjum venjulegum kjörum,“ segir Sölvi. Eitthvað sé um afbókanir til lengri tíma en klárlega séu áhrifin mest nú næstu daga.Sölvi Melax.„Þannig að þeir sem bóka í sumar hafa gífurlega langan tíma til að finna sér aðra leið til að koma til Íslands og það er þá þeirra ákvörðun hvort þeir afbóka eða ekki og hvernig þeirra skilmálar eru en til skamms tíma þá er kannski bara ekki hægt að finna sér flug til Íslands því allt í einu minnkaði framboðið til Íslands um þrjátíu present,“ segir Sölvi. Þá velti það á þeim skilmálum sem leigusalinn hefur valið, hvort hann fái greitt. „Algengustu skilmálarnir eru þeir að þegar það er afbókað meira en sextíu daga fram í tímann þá færðu fimmtíu prósent borgað út. Síðan ef það er innan við sextíu daga þá fær leigusalinn allt, hvort sem leigjandinn kemur eða ekki,“ segir Sölvi og bætir við að þó að beina tjónið sé kannski ekki mikið til lengri tíma þá sé gjaldþrotið ákveðin skellur. „Auðvitað, ef ferðamönnum fækkar þá eru færri að leita sér að gistingu og þar af leiðandi munu íbúðirnar bókast minna,“ segir Sölvi. Airbnb Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Formaður félags fólk með íbúðir í skammtímaleigu segir talsvert hafa verið um afbókanir á Airbnb síðustu daga vegna gjaldþrots WOW air og hefur Airbnb gripið inn í og endurgreitt ferðamönnum sem áttu bókað síðustu daga. Hann telur að gjaldþrotið muni þó ekki hafa áfhrif til lengri tíma þar sem flestir leigusalar séu með slíka skilmála að ekki fáist endurgreitt ef hætt er við bókun innan við sextíu daga. Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi. Sölvi Melax, formaður félags fólks með íbúðir í skammtímaleigu, segir gjaldþrot WOW air hafa haft mikil áhrif á markaðinn. „Þetta hefur allavega mjög mikil áhrif til skamms tíma og yfir helgina núna. Airbnb hefur verið að grípa inn í og endurgreiða bókanir þegar ferðamenn hafa ekki geta fundið sér nýtt flug á svona einhverjum venjulegum kjörum,“ segir Sölvi. Eitthvað sé um afbókanir til lengri tíma en klárlega séu áhrifin mest nú næstu daga.Sölvi Melax.„Þannig að þeir sem bóka í sumar hafa gífurlega langan tíma til að finna sér aðra leið til að koma til Íslands og það er þá þeirra ákvörðun hvort þeir afbóka eða ekki og hvernig þeirra skilmálar eru en til skamms tíma þá er kannski bara ekki hægt að finna sér flug til Íslands því allt í einu minnkaði framboðið til Íslands um þrjátíu present,“ segir Sölvi. Þá velti það á þeim skilmálum sem leigusalinn hefur valið, hvort hann fái greitt. „Algengustu skilmálarnir eru þeir að þegar það er afbókað meira en sextíu daga fram í tímann þá færðu fimmtíu prósent borgað út. Síðan ef það er innan við sextíu daga þá fær leigusalinn allt, hvort sem leigjandinn kemur eða ekki,“ segir Sölvi og bætir við að þó að beina tjónið sé kannski ekki mikið til lengri tíma þá sé gjaldþrotið ákveðin skellur. „Auðvitað, ef ferðamönnum fækkar þá eru færri að leita sér að gistingu og þar af leiðandi munu íbúðirnar bókast minna,“ segir Sölvi.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00
Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15
Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30