Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2019 18:01 Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. AP/Evan Vucci Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. Hann sagði kjósendur hafa ákveðið í kosningunum árið 2016 að þeim væri sama hvað kæmi fram í þeim. „Kjósendur vissu að forsetinn gæti opinberað skattskýrslur sínar. Þau vissu að hann gerði það ekki og þau kusu hann samt,“ sagði Mulvaney á Fox í dag.Richard Neal, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu skattskýrsla Trump sex ár aftur í tímann. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Allir forsetar síðustu fimmtíu ára hafa hins vegar gert það, að Trump undanskildum. Trump heldur því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Starfsmenn Skattstofunnar hafa þó gefið út að slík rannsókn ætti ekki að koma í veg fyrir að borgarar opinberi skattskýrslur sínar. Demókratar segjast þó ekki ætla að opinbera skattskýrslurnar.Sjá einnig: Fyrstu höggin dynja í skattaslagnumJay Sekulow, persónulegur lögmaður Trump, hafa sagt að ef Skattsofa Bandaríkjanna lætur skattskýrslurnar af hendi væri það „hættulegt fordæmi“. Hann segir að Repúblikanaflokkurinn gæti þá gert hið sama við aðra seinna meir.Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem veitir formanni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, til að biðja um skattskýrslur allra skattgreiðanda. Lögin segja einnig til um að sé skattgreiðandinn sem um ræðir mótfallinn því að skýrslurnar séu opinberaðar eigi að kynna þingmönnum þær á lokuðum fundi. Mulvaney sagði í dag að lögin væru þó ekki ætluð til persónuárása. Demókratar segja að ekki sé um árásir á ræða á Trump, heldur eigi borgarar rétt á því að vita hvort að eigin hagsmunir forseta Bandaríkjanna hafi áhrif á ákvörðunartöku þeirra. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. Hann sagði kjósendur hafa ákveðið í kosningunum árið 2016 að þeim væri sama hvað kæmi fram í þeim. „Kjósendur vissu að forsetinn gæti opinberað skattskýrslur sínar. Þau vissu að hann gerði það ekki og þau kusu hann samt,“ sagði Mulvaney á Fox í dag.Richard Neal, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu skattskýrsla Trump sex ár aftur í tímann. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Allir forsetar síðustu fimmtíu ára hafa hins vegar gert það, að Trump undanskildum. Trump heldur því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Starfsmenn Skattstofunnar hafa þó gefið út að slík rannsókn ætti ekki að koma í veg fyrir að borgarar opinberi skattskýrslur sínar. Demókratar segjast þó ekki ætla að opinbera skattskýrslurnar.Sjá einnig: Fyrstu höggin dynja í skattaslagnumJay Sekulow, persónulegur lögmaður Trump, hafa sagt að ef Skattsofa Bandaríkjanna lætur skattskýrslurnar af hendi væri það „hættulegt fordæmi“. Hann segir að Repúblikanaflokkurinn gæti þá gert hið sama við aðra seinna meir.Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem veitir formanni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, til að biðja um skattskýrslur allra skattgreiðanda. Lögin segja einnig til um að sé skattgreiðandinn sem um ræðir mótfallinn því að skýrslurnar séu opinberaðar eigi að kynna þingmönnum þær á lokuðum fundi. Mulvaney sagði í dag að lögin væru þó ekki ætluð til persónuárása. Demókratar segja að ekki sé um árásir á ræða á Trump, heldur eigi borgarar rétt á því að vita hvort að eigin hagsmunir forseta Bandaríkjanna hafi áhrif á ákvörðunartöku þeirra.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47
Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00