Handbolti

Karabatic hættir með landsliðinu á næsta ári

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu.
Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu. vísir/getty
Einn besti handknattleiksmaður sögunnar, Frakkinn Nikola Karabatic, hefur ákveðið að hengja upp landsliðsskóna eftir ÓL í Tókýó á næsta ári.

Karabatic hefur spilað yfir 300 landsleiki fyrir Frakka og skorað yfir 1.100 mörk fyrir landsliðið ásamt því að vinna allt sem hægt er að vinna með landsliðinu.

Hann á tvö ÓL-gull og fjórum sinnum hefur hann orðið heimsmeistari með Frökkum. Í heildina hefur hann unnið til fjórtán verðlauna með franska liðinu.

„Það væri frábært að enda á góðum nótum í Tókýó. Árið 2020 er líka með allt of mörgum leikjum og ég hef á ferlinum barist hart fyrir mín félög og landsliðið,“ sagði Karabatic.

„Ég verð 36 ára á næsta ári og kominn tími til að huga að heilsunni því ég vil geta spilað handbolta við börnin mín eftir að ég hætti.“

Frakkinn er einmitt í farabroddi í herferð leikmanna sem vilja minnka álagið á leikmennina. Á næsta ári verða tvö stórmót ásamt því að spilað er langt inn í sumarið. Það verður lítil sem engin hvíld fyrir þá bestu á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×