Moody´s: Erfitt að fylla fullkomlega í skarð WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2019 20:28 Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 FBL/Ernir Matsfyrirtækið Moody’s birti í dag mat á mögulegum áhrifum af brotthvarfi WOW á íslenskt efnahagslíf. Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW. Moody´s telur að fall WOW air geti valdið miklum samdrætti í útflutningi, fækkun ferðamanna og auknu atvinnuleysi sem mun hafa áhrif á einkaneyslu. Veiking krónunnar eykur einnig hættu á aukinni verðbólgu en krónan hefur veikst um 12 prósent gagnvart Bandaríkjadollara frá september síðastliðnum þegar fregnir af fjárhagserfiðleikum WOW air voru orðnar ansi háværar. Moody´s býst við því að þrýstingur á krónuna verði áframhaldandi vegna fækkunar ferðamanna. Moody´s tekur fram að WOW air hefði verið búið að draga talsvert úr umsvifum sínum áður en það varð gjaldþrota og því var samdráttur fyrirséður. Býst Moody´s við því að 27 flugfélög sem verða með áætlunarflug til Íslands muni fylla í skarðið sem WOW air skilur eftir sig. Það gæti þó orðið stórt skarð að fylla að mati Moody´s vegna þess hve stórt hlutfall ferðamanna WOW air flutti til landsins og hversu mikið það einblíndi á bandarískan markað. Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 og því sé hægt að koma í veg fyrir neikvæð áhrif til lengri tíma litið vegna falls WOW air. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody’s birti í dag mat á mögulegum áhrifum af brotthvarfi WOW á íslenskt efnahagslíf. Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW. Moody´s telur að fall WOW air geti valdið miklum samdrætti í útflutningi, fækkun ferðamanna og auknu atvinnuleysi sem mun hafa áhrif á einkaneyslu. Veiking krónunnar eykur einnig hættu á aukinni verðbólgu en krónan hefur veikst um 12 prósent gagnvart Bandaríkjadollara frá september síðastliðnum þegar fregnir af fjárhagserfiðleikum WOW air voru orðnar ansi háværar. Moody´s býst við því að þrýstingur á krónuna verði áframhaldandi vegna fækkunar ferðamanna. Moody´s tekur fram að WOW air hefði verið búið að draga talsvert úr umsvifum sínum áður en það varð gjaldþrota og því var samdráttur fyrirséður. Býst Moody´s við því að 27 flugfélög sem verða með áætlunarflug til Íslands muni fylla í skarðið sem WOW air skilur eftir sig. Það gæti þó orðið stórt skarð að fylla að mati Moody´s vegna þess hve stórt hlutfall ferðamanna WOW air flutti til landsins og hversu mikið það einblíndi á bandarískan markað. Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 og því sé hægt að koma í veg fyrir neikvæð áhrif til lengri tíma litið vegna falls WOW air.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira