Félag fær hirði Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Það kom flestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair. Segja má að tíðindin hafi ekki hlotið þá athygli sem þau verðskulduðu í flestum fjölmiðlum. PAR er þekktur fjárfestingarsjóður í fluggeiranum, mikill að umfangi, og beitir sér með virkum hætti þegar taka þarf til í rekstri þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs vorið 2016, skömmu eftir að hann fjárfesti í bandaríska flugfélaginu United Airlines. Hann gagnrýndi stjórn flugfélagsins harðlega fyrir að valda ekki störfum sínum og náði sínum mönnum inn í stjórnina. Það er alveg ljóst að PAR Capital verður ekki hlédrægur hluthafi í Icelandair. Fjárfestingin er stórt skref í rétta átt fyrir íslenska flugfélagið sem hefur sárvantað öfluga forystu í eigendahópi sínum. Í þessu samhengi má nefna annað minna skref sem var tekið síðasta haust þegar Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, fjárfesti í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Fjárfesting PAR Capital og hlutabréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu málsgrein vegna þess að þau breyta hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem býr að baki eignarhaldi og stjórn Icelandair. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðirnir voru einn af lykilþáttunum í endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið en mikil umsvif sjóðanna á markaðinum höfðu þó í för með sér ákveðinn vanda. Vandinn er sá að stjórnarmenn, sem eiga of sjaldan hlut í viðkomandi félagi, sitja í umboði lífeyrissjóða, sem hafa engan eiginlegan eiganda, og þurfa helst að hljóta blessun tilnefningarnefndarmanna, sem eru enn síður líklegri til að eiga hlut. Í sumum tilfellum er enginn einstaklingur með neitt að veði í þessari keðju. „Sýndu mér hvatana og ég skal sýna þér útkomuna,“ var haft eftir bandarískum fjárfesti. Hann hafði rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir í keðjunni að reyna að gera vel en staðreyndin er sú að öruggasta leiðin til að tryggja góða ákvörðunartöku er sjá til þess að þeir sem taka ákvörðunina hafi beina hagsmuni af útkomunni. Hið óáþreifanlega hvatakerfi á bak við eignarhald og stjórnir fyrirtækja skiptir öllu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það kom flestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair. Segja má að tíðindin hafi ekki hlotið þá athygli sem þau verðskulduðu í flestum fjölmiðlum. PAR er þekktur fjárfestingarsjóður í fluggeiranum, mikill að umfangi, og beitir sér með virkum hætti þegar taka þarf til í rekstri þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs vorið 2016, skömmu eftir að hann fjárfesti í bandaríska flugfélaginu United Airlines. Hann gagnrýndi stjórn flugfélagsins harðlega fyrir að valda ekki störfum sínum og náði sínum mönnum inn í stjórnina. Það er alveg ljóst að PAR Capital verður ekki hlédrægur hluthafi í Icelandair. Fjárfestingin er stórt skref í rétta átt fyrir íslenska flugfélagið sem hefur sárvantað öfluga forystu í eigendahópi sínum. Í þessu samhengi má nefna annað minna skref sem var tekið síðasta haust þegar Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, fjárfesti í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Fjárfesting PAR Capital og hlutabréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu málsgrein vegna þess að þau breyta hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem býr að baki eignarhaldi og stjórn Icelandair. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðirnir voru einn af lykilþáttunum í endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið en mikil umsvif sjóðanna á markaðinum höfðu þó í för með sér ákveðinn vanda. Vandinn er sá að stjórnarmenn, sem eiga of sjaldan hlut í viðkomandi félagi, sitja í umboði lífeyrissjóða, sem hafa engan eiginlegan eiganda, og þurfa helst að hljóta blessun tilnefningarnefndarmanna, sem eru enn síður líklegri til að eiga hlut. Í sumum tilfellum er enginn einstaklingur með neitt að veði í þessari keðju. „Sýndu mér hvatana og ég skal sýna þér útkomuna,“ var haft eftir bandarískum fjárfesti. Hann hafði rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir í keðjunni að reyna að gera vel en staðreyndin er sú að öruggasta leiðin til að tryggja góða ákvörðunartöku er sjá til þess að þeir sem taka ákvörðunina hafi beina hagsmuni af útkomunni. Hið óáþreifanlega hvatakerfi á bak við eignarhald og stjórnir fyrirtækja skiptir öllu máli.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun