Ríkið fær sex milljarða við sölu Kaupþings Hörður Ægisson skrifar 17. apríl 2019 07:30 Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um 9 prósent frá áramótum. Markaðsvirði bankans er nú um 140 milljarðar. Fréttablaðið/Stefán Íslenska ríkið mun fá rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu eignarhaldsfélags Kaupþings á liðlega fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrr í þessum mánuði fyrir samtals um 20,5 milljarða króna. Það kemur til vegna afkomuskiptasamnings milli Kaupþings og stjórnvalda, sem var á meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem ríkið fær greitt á grundvelli samningsins. Samtals hefur ríkissjóður þá fengið um 90 milljarða króna í tengslum við söluferli Kaupþings á eignarhlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skuldabréfið, sem var með veði í hlutabréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra. Samkvæmt afkomuskiptasamningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félagsins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. Áður en Kaupþing minnkaði hlut sinn í Arion banka í byrjun þessa mánaðar hafði eignarhaldsfélagið selt í bankanum, ásamt öðrum ráðstöfunum í tengslum við söluferlið eins og meðal annars sérstakar arðgreiðslur, fyrir samtals nærri 99 milljarða króna. Kaupþing seldi sem fyrr segir fyrir skemmstu fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Annars vegar keyptu innlendir og erlendir fjárfestar, meðal annars fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í dag stærsti íslenski fjárfestirinn í hlutahafahópnum, tíu prósenta hlut fyrir samtals 14 milljarða og þá var fimm prósenta hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital fyrir 6,5 milljarða. Eignarhlutur Kaupþings í Arion banka nemur í dag 20 prósentum en var þegar mest lét 87 prósent. Miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem var 76,9 krónur á hlut við lokun markaða í gær, er hlutur Kaupþings metinn á um 28 milljarða. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ríka hagsmuni af því, vegna afkomuskiptasamningsins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyrir þann eignarhlut í bankanum sem er enn í eigu félagsins. Það mun skila sér í hærra stöðugleikaframlagi Kaupþings til ríkissjóðs, sem gæti hæglega numið mörgum milljörðum króna. Ólíklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mikið við hlut sinn í bankanum á næstu misserum. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum Kaupþings hafa íslensk stjórnvöld sem kunnugt er forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings í Arion banka ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé bankans. Ríkið átti því þess kost að ganga inn í nýafstaðin kaup fjárfesta á 15 prósenta hlut í Arion banka, sem voru gerð á gengi sem var vel undir 0,7 miðað við eigið fé, en kaus hins vegar að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn. Arion banki var skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Salan á Arion banka Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Sjá meira
Íslenska ríkið mun fá rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu eignarhaldsfélags Kaupþings á liðlega fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrr í þessum mánuði fyrir samtals um 20,5 milljarða króna. Það kemur til vegna afkomuskiptasamnings milli Kaupþings og stjórnvalda, sem var á meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem ríkið fær greitt á grundvelli samningsins. Samtals hefur ríkissjóður þá fengið um 90 milljarða króna í tengslum við söluferli Kaupþings á eignarhlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skuldabréfið, sem var með veði í hlutabréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra. Samkvæmt afkomuskiptasamningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félagsins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. Áður en Kaupþing minnkaði hlut sinn í Arion banka í byrjun þessa mánaðar hafði eignarhaldsfélagið selt í bankanum, ásamt öðrum ráðstöfunum í tengslum við söluferlið eins og meðal annars sérstakar arðgreiðslur, fyrir samtals nærri 99 milljarða króna. Kaupþing seldi sem fyrr segir fyrir skemmstu fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Annars vegar keyptu innlendir og erlendir fjárfestar, meðal annars fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í dag stærsti íslenski fjárfestirinn í hlutahafahópnum, tíu prósenta hlut fyrir samtals 14 milljarða og þá var fimm prósenta hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital fyrir 6,5 milljarða. Eignarhlutur Kaupþings í Arion banka nemur í dag 20 prósentum en var þegar mest lét 87 prósent. Miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem var 76,9 krónur á hlut við lokun markaða í gær, er hlutur Kaupþings metinn á um 28 milljarða. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ríka hagsmuni af því, vegna afkomuskiptasamningsins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyrir þann eignarhlut í bankanum sem er enn í eigu félagsins. Það mun skila sér í hærra stöðugleikaframlagi Kaupþings til ríkissjóðs, sem gæti hæglega numið mörgum milljörðum króna. Ólíklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mikið við hlut sinn í bankanum á næstu misserum. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum Kaupþings hafa íslensk stjórnvöld sem kunnugt er forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings í Arion banka ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé bankans. Ríkið átti því þess kost að ganga inn í nýafstaðin kaup fjárfesta á 15 prósenta hlut í Arion banka, sem voru gerð á gengi sem var vel undir 0,7 miðað við eigið fé, en kaus hins vegar að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn. Arion banki var skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Salan á Arion banka Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Sjá meira