Hringurinn þrengist í þjálfaraleit Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2019 23:00 Monty Williams er ofarlega á blaði hjá forráðamönnum Los Angeles Lakers. vísir/getty Monty Williams og Tyronn Lue eru efstir á óskalista Los Angeles Lakers sem leitar nú að nýjum þjálfara. ESPN greinir frá. Luke Walton var rekinn frá Lakers í síðustu viku eftir enn eitt vonbrigðatímabilið hjá liðinu sem hefur ekki komist í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan 2013. Forráðamenn Lakers ætla að ræða við Williams á milli leikja 2 og 3 í einvígi Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Williams er einn af aðstoðarþjálfurum Philadelphia. Williams var þjálfari New Orleans Pelicans á árunum 2010-15 og kom liðinu tvisvar í úrslitakeppnina. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá Portland Trail Blazers, Oklahoma City Thunder og Philadelphia. Þá vann hann á skrifstofunni hjá San Antonio Spurs og var aðstoðarþjálfari bandaríska karlalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Í vikunni ætla forráðamenn Lakers líka að ræða við Lue og Juwan Howard. Lue gerði Cleveland Cavaliers að NBA-meisturum 2016 en var látinn taka pokann sinn í byrjun þessa tímabils. Howard hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Cleveland síðan 2013. Hann var liðsfélagi Robs Palincka, sem stýrir þjálfaraleit Lakers, í Michigan-háskólanum á 10. áratug síðustu aldar. Lakers þarf ekki bara að finna nýjan þjálfara heldur einnig forseta í stað Magic Johnson sem hætti óvænt í síðustu viku. Þrátt fyrir að hafa fengið LeBron James í sumar vann Lakers aðeins 37 leiki á tímabilinu og komst ekki í úrslitakeppnina. NBA Tengdar fréttir Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. 10. apríl 2019 08:00 LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“ Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann. 9. apríl 2019 14:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Monty Williams og Tyronn Lue eru efstir á óskalista Los Angeles Lakers sem leitar nú að nýjum þjálfara. ESPN greinir frá. Luke Walton var rekinn frá Lakers í síðustu viku eftir enn eitt vonbrigðatímabilið hjá liðinu sem hefur ekki komist í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan 2013. Forráðamenn Lakers ætla að ræða við Williams á milli leikja 2 og 3 í einvígi Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Williams er einn af aðstoðarþjálfurum Philadelphia. Williams var þjálfari New Orleans Pelicans á árunum 2010-15 og kom liðinu tvisvar í úrslitakeppnina. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá Portland Trail Blazers, Oklahoma City Thunder og Philadelphia. Þá vann hann á skrifstofunni hjá San Antonio Spurs og var aðstoðarþjálfari bandaríska karlalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Í vikunni ætla forráðamenn Lakers líka að ræða við Lue og Juwan Howard. Lue gerði Cleveland Cavaliers að NBA-meisturum 2016 en var látinn taka pokann sinn í byrjun þessa tímabils. Howard hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Cleveland síðan 2013. Hann var liðsfélagi Robs Palincka, sem stýrir þjálfaraleit Lakers, í Michigan-háskólanum á 10. áratug síðustu aldar. Lakers þarf ekki bara að finna nýjan þjálfara heldur einnig forseta í stað Magic Johnson sem hætti óvænt í síðustu viku. Þrátt fyrir að hafa fengið LeBron James í sumar vann Lakers aðeins 37 leiki á tímabilinu og komst ekki í úrslitakeppnina.
NBA Tengdar fréttir Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. 10. apríl 2019 08:00 LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“ Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann. 9. apríl 2019 14:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. 10. apríl 2019 08:00
LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“ Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann. 9. apríl 2019 14:30