Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 13:37 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands vann að rannsókninni hér á landi. Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi sýnir að fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun á aukna hættu á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. Rannsóknin byggist á sænskum heilsufarsgagnagrunnum en á rannsóknartímabilinu, sem spannaði yfir 25 ár, voru yfir 130 þúsund einstaklingar greindir með áfallastreituröskun eða aðrar raskanir tengdum áföllum eða þungbærri lífsreynslu. Áhætta þessara einstaklinga á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma var borin saman við alsystkini þeirra og óskylda einstaklinga á sama aldri og af sama kyni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar með áfallastreitutengdar raskanir voru að meðaltali meira en 60% líklegri en systkini þeirra að greinast með hjarta- og æðasjúkóm á fyrsta árinu eftir greiningu á áfallatengdum röskunum og nær 30% líklegri á árunum þar á eftir. Hættan á hjartabilun var einstaklega há, eða um sjöföld á við samanburðarsystkini, á fyrsta árinu eftir greiningu áfallatengdra raskana og áhættan á slagæðastíflu um tvöföld á árunum þar á eftir. Að auki kom í ljós að tengsl áfallatengdra raskana voru sterkari við hjarta- og æðasjúkdóma sem áttu sér stað fyrir 50 ára aldur. Þarf að staðfesta niðurstöðurnar með frekari rannsóknum Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem er unnin í samstarfi við Guðmund Þorgeirsson, prófessor emeritus og hjartalækni á Landspítala, ásamt fjölda annarra vísindamanna við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Haft er eftir þeim í tilkynningu að niðurstöðurnar séu mikilvægur áfangi í að auka þekkingu á áhrifum áfalla og áfallastreitu á þróun ýmissa hjarta- og æðasjúkdóma. „Fyrri rannsóknir á þessu sviði byggjast flestar á athugunum á bandarískum hermönnum, s.s. aðallega karlmönnum með ákveðnar tegundir áfalla að baki. Sökum smæðar hafa fyrri rannsóknir heldur ekki getað tekið til allra þeirra hjarta- og æðasjúkdóma sem okkar rannsókn hefur nú varpað ljósi á. […] Það þarf vissulega að staðfesta þessar niðurstöður með frekari rannsóknum og varpa frekara ljósi á undirliggjandi skýringarþætti og við erum með ýmsar slíkar rannsóknir í undirbúningi en rannsóknin Áfallasaga kvenna er meðal annars mikilvægur liður í því samhengi,“ segir Unnur. Aðstandendur rannsóknarinnar hér á landi fara yfir niðurstöðurnar á opinni málstofu í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar klukkan 16 í dag. Heilbrigðismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi sýnir að fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun á aukna hættu á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. Rannsóknin byggist á sænskum heilsufarsgagnagrunnum en á rannsóknartímabilinu, sem spannaði yfir 25 ár, voru yfir 130 þúsund einstaklingar greindir með áfallastreituröskun eða aðrar raskanir tengdum áföllum eða þungbærri lífsreynslu. Áhætta þessara einstaklinga á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma var borin saman við alsystkini þeirra og óskylda einstaklinga á sama aldri og af sama kyni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar með áfallastreitutengdar raskanir voru að meðaltali meira en 60% líklegri en systkini þeirra að greinast með hjarta- og æðasjúkóm á fyrsta árinu eftir greiningu á áfallatengdum röskunum og nær 30% líklegri á árunum þar á eftir. Hættan á hjartabilun var einstaklega há, eða um sjöföld á við samanburðarsystkini, á fyrsta árinu eftir greiningu áfallatengdra raskana og áhættan á slagæðastíflu um tvöföld á árunum þar á eftir. Að auki kom í ljós að tengsl áfallatengdra raskana voru sterkari við hjarta- og æðasjúkdóma sem áttu sér stað fyrir 50 ára aldur. Þarf að staðfesta niðurstöðurnar með frekari rannsóknum Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem er unnin í samstarfi við Guðmund Þorgeirsson, prófessor emeritus og hjartalækni á Landspítala, ásamt fjölda annarra vísindamanna við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Haft er eftir þeim í tilkynningu að niðurstöðurnar séu mikilvægur áfangi í að auka þekkingu á áhrifum áfalla og áfallastreitu á þróun ýmissa hjarta- og æðasjúkdóma. „Fyrri rannsóknir á þessu sviði byggjast flestar á athugunum á bandarískum hermönnum, s.s. aðallega karlmönnum með ákveðnar tegundir áfalla að baki. Sökum smæðar hafa fyrri rannsóknir heldur ekki getað tekið til allra þeirra hjarta- og æðasjúkdóma sem okkar rannsókn hefur nú varpað ljósi á. […] Það þarf vissulega að staðfesta þessar niðurstöður með frekari rannsóknum og varpa frekara ljósi á undirliggjandi skýringarþætti og við erum með ýmsar slíkar rannsóknir í undirbúningi en rannsóknin Áfallasaga kvenna er meðal annars mikilvægur liður í því samhengi,“ segir Unnur. Aðstandendur rannsóknarinnar hér á landi fara yfir niðurstöðurnar á opinni málstofu í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar klukkan 16 í dag.
Heilbrigðismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira