Salmar vill greiða út 36 milljarða arð Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 09:45 Kjartan Ólafsson stjórnarformaður Arnarlax og Ólafur Ísleifsson, sem á sæti í atvinnuveganefnd á eldisslóðum í Noregi. Norski laxeldisrisinn Salmar hyggst greiða hluthöfum út arð sem nemur rúmlega 36 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Stundarinnar en þar er jafnframt bent á að Salmar sé meirihlutaeigandi í stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi eða Arnarlaxi. Þar segir jafnframt að Arnarlax sé með laxeldiskvóta sem nemur 22 þúsund tonnum. Þau verðmæti hefur Salmar augastað á en sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi. Ingi Freyr Vilhjálmsson, sem fjallað hefur ítarlega um laxeldisfyrirtæki og viðskipti þeim tengdum, skrifar: „Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi með laxeldiskvóta upp á 22 þúsund tonn. Það eru í reynd þessi verðmæti sem Salmar falast eftir þar sem sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi,“ segir Ingi Freyr. Og hann heldur áfram: „Í Noregi myndu þessir fjármunir renna til norska ríkisins en á Íslandi þá kosta laxeldisleyfin ekki neitt þannig að íslenska ríkið fær enga fjármuni fyrir leyfin. Fjárfestarnir í laxeldisfyrirtækjunum geta hins vegar selt hlutabréf sín í fyrirtækjunum fyrir háar fjárhæðir þar sem laxeldiskvóti gengur kaupum og sölum fyrir hátt verð í öðrum löndum eins og Noregi.“ Vísir greindi frá því í febrúar að Salmar jók hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna. Þá var fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. Þá lá fyrir að stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hafði fengið rausnarlegt tilboð í sinn hlut en hann ákvað að selja ekki hlutabréf sín. Hann horfir til þess að þau hækki enn í verði. Fiskeldi Noregur Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af verndunarsinnum á Bíldudal Heimsfrumsýning á Artifishal í kvöld. 10. apríl 2019 13:09 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Norski laxeldisrisinn Salmar hyggst greiða hluthöfum út arð sem nemur rúmlega 36 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Stundarinnar en þar er jafnframt bent á að Salmar sé meirihlutaeigandi í stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi eða Arnarlaxi. Þar segir jafnframt að Arnarlax sé með laxeldiskvóta sem nemur 22 þúsund tonnum. Þau verðmæti hefur Salmar augastað á en sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi. Ingi Freyr Vilhjálmsson, sem fjallað hefur ítarlega um laxeldisfyrirtæki og viðskipti þeim tengdum, skrifar: „Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi með laxeldiskvóta upp á 22 þúsund tonn. Það eru í reynd þessi verðmæti sem Salmar falast eftir þar sem sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi,“ segir Ingi Freyr. Og hann heldur áfram: „Í Noregi myndu þessir fjármunir renna til norska ríkisins en á Íslandi þá kosta laxeldisleyfin ekki neitt þannig að íslenska ríkið fær enga fjármuni fyrir leyfin. Fjárfestarnir í laxeldisfyrirtækjunum geta hins vegar selt hlutabréf sín í fyrirtækjunum fyrir háar fjárhæðir þar sem laxeldiskvóti gengur kaupum og sölum fyrir hátt verð í öðrum löndum eins og Noregi.“ Vísir greindi frá því í febrúar að Salmar jók hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna. Þá var fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. Þá lá fyrir að stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hafði fengið rausnarlegt tilboð í sinn hlut en hann ákvað að selja ekki hlutabréf sín. Hann horfir til þess að þau hækki enn í verði.
Fiskeldi Noregur Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af verndunarsinnum á Bíldudal Heimsfrumsýning á Artifishal í kvöld. 10. apríl 2019 13:09 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af verndunarsinnum á Bíldudal Heimsfrumsýning á Artifishal í kvöld. 10. apríl 2019 13:09
Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent