Kerr líkti Kevin Durant við Jordan eftir sigur GSW á Houston í leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 07:30 Kevin Durant fagnar einni af körfum sínum í leiknum í nótt. AP/Jae C. Hong Kevin Durant hefur farið mikinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston Rockets í nótt var þar engin undantekning. Durant skoraði 35 stig í 104-100 sigri Golden State Warriors og var langstigahæstur í liði meistaranna. Næsti maður var Steph Curry með 18 stig. Í síðustu tveimur leikjunum á undan þar sem Warriors liðið tryggði sér sigur í einvíginu á móti Los Angeles Clippers þá var Durant með 50 stig og 45 stig. Hann hefur skorað 35,0 stig að meðaltali í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar.#DubNation@KDTrey5 (35 PTS) scores 30+ for the 5th consecutive game as the @warriors take a 1-0 series lead vs. Houston! #StrengthInNumbers Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/GUbIIuOBye — NBA (@NBA) April 28, 2019 Golden State komst með sigrinum í nótt í 1-0 í einvíginu en þessi lið hafa mæst mörgum sinnum í úrslitakeppninni undanfarin ár og þar hefur oft munað litlu á liðunum. Ef marka má þennan hnífjafnan leik liðann í nótt þá er von á enn einni hörku seríunni en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sig inn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur mikla reynslu á því að vera í návígi við stórkostlegan körfuboltamann í ham í úrslitakeppninni og hann gekk svo langt að líka Kevin Durant við Michael Jordan í viðtölum við blaðamann eftir leikinn í nótt. „Það var þessi gæi sem hét Michael og ég man ekki alveg eftirnafnið,“ grínaðist Steve Kerr með eftir leikinn.With today's performance, Kevin Durant becomes one of four players to average 40+ PTS, 5+ REB, 5+ AST over a five game span within one postseason. He joins Jerry West (1965), Michael Jordan (1988, 1989, 1990, 1993), and LeBron James (2009, 2018). @EliasSportspic.twitter.com/GC431JsOnA — NBA.com/Stats (@nbastats) April 28, 2019„Spilamennskan hjá Kevin í þessari viku hefur verið stórbrotin. Ég hef líka sagt það nokkrum sinnum í þessari viku og hann er hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jörðinni í dag. Hann er líka einn af þeim hæfileikaríkustu sem hafa spilað þennan leik,“ sagði Steve Kerr. „Það hefur aldrei áður verið leikmaður eins og hann. Hann er 211 sentímetrar, góður með boltann, öflug þriggja stiga skytta, er með góðar sendingar og spilar góða vörn. Hann hefur ótrúlega mikla hæfileika. Eftir að við töpuðum leik tvö á móti Clippers þá fannst mér hann taka þá ákvörðun að hann þyrfti að stíga fram og fara með liðið á næsta stig. Það gerði hann líka,“ sagði Kerr. Kevin Durant hefur skorað 40,2 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum og hann fékk líka mikið hrós frá liðsfélaga sínum Draymond Green eftir leikinn í nótt. „Hann er að spila frábærlega þessa dagana. Hann er sérstaklega áræðinn og þegar hann er eins agressífur og hann hefur verið í síðustu leikjum þá getur enginn í NBA, kannski öllum heiminum, stoppað hann. Það er mjög jákvætt fyrir okkur að sjá hann svona áræðinn og með því býr hann til mikla áskorun fyrir mótherja okkar sem fá að glíma við það að reyna stoppa hann,“ sagði Draymond Green sem var með 14 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum í nótt.@Money23Green (14 PTS, 9 REB, 9 AST) does a little bit of everything to help the @warriors prevail in Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/viyRAVEaWJ — NBA (@NBA) April 28, 2019 NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Kevin Durant hefur farið mikinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston Rockets í nótt var þar engin undantekning. Durant skoraði 35 stig í 104-100 sigri Golden State Warriors og var langstigahæstur í liði meistaranna. Næsti maður var Steph Curry með 18 stig. Í síðustu tveimur leikjunum á undan þar sem Warriors liðið tryggði sér sigur í einvíginu á móti Los Angeles Clippers þá var Durant með 50 stig og 45 stig. Hann hefur skorað 35,0 stig að meðaltali í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar.#DubNation@KDTrey5 (35 PTS) scores 30+ for the 5th consecutive game as the @warriors take a 1-0 series lead vs. Houston! #StrengthInNumbers Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/GUbIIuOBye — NBA (@NBA) April 28, 2019 Golden State komst með sigrinum í nótt í 1-0 í einvíginu en þessi lið hafa mæst mörgum sinnum í úrslitakeppninni undanfarin ár og þar hefur oft munað litlu á liðunum. Ef marka má þennan hnífjafnan leik liðann í nótt þá er von á enn einni hörku seríunni en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sig inn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur mikla reynslu á því að vera í návígi við stórkostlegan körfuboltamann í ham í úrslitakeppninni og hann gekk svo langt að líka Kevin Durant við Michael Jordan í viðtölum við blaðamann eftir leikinn í nótt. „Það var þessi gæi sem hét Michael og ég man ekki alveg eftirnafnið,“ grínaðist Steve Kerr með eftir leikinn.With today's performance, Kevin Durant becomes one of four players to average 40+ PTS, 5+ REB, 5+ AST over a five game span within one postseason. He joins Jerry West (1965), Michael Jordan (1988, 1989, 1990, 1993), and LeBron James (2009, 2018). @EliasSportspic.twitter.com/GC431JsOnA — NBA.com/Stats (@nbastats) April 28, 2019„Spilamennskan hjá Kevin í þessari viku hefur verið stórbrotin. Ég hef líka sagt það nokkrum sinnum í þessari viku og hann er hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jörðinni í dag. Hann er líka einn af þeim hæfileikaríkustu sem hafa spilað þennan leik,“ sagði Steve Kerr. „Það hefur aldrei áður verið leikmaður eins og hann. Hann er 211 sentímetrar, góður með boltann, öflug þriggja stiga skytta, er með góðar sendingar og spilar góða vörn. Hann hefur ótrúlega mikla hæfileika. Eftir að við töpuðum leik tvö á móti Clippers þá fannst mér hann taka þá ákvörðun að hann þyrfti að stíga fram og fara með liðið á næsta stig. Það gerði hann líka,“ sagði Kerr. Kevin Durant hefur skorað 40,2 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum og hann fékk líka mikið hrós frá liðsfélaga sínum Draymond Green eftir leikinn í nótt. „Hann er að spila frábærlega þessa dagana. Hann er sérstaklega áræðinn og þegar hann er eins agressífur og hann hefur verið í síðustu leikjum þá getur enginn í NBA, kannski öllum heiminum, stoppað hann. Það er mjög jákvætt fyrir okkur að sjá hann svona áræðinn og með því býr hann til mikla áskorun fyrir mótherja okkar sem fá að glíma við það að reyna stoppa hann,“ sagði Draymond Green sem var með 14 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum í nótt.@Money23Green (14 PTS, 9 REB, 9 AST) does a little bit of everything to help the @warriors prevail in Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/viyRAVEaWJ — NBA (@NBA) April 28, 2019
NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira