Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 20:30 Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Konur geta vissulega fengið inni á Vernd, áfangaheimili fyrir fanga, en þar er meirihluti íbúanna karlmenn, enda eru þeir einnig meirihluti fanga. Konur sem koma á Vernd geta átt við fíknivanda að stríða, geðræn vandamál og hafa jafnvel búið við ofbeldi. Það getur því reynst þeim erfitt að þurfa jafnvel að búa einar innan um hóp karlmanna. Velferðarráð Reykjavíkurborgar kynnti í morgun nýja aðgerðaráætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfi. Formaður ráðsins segir ráðið hafa farið yfir alla þá þjónustu sem þegar er til staðar og rætt við bæði heimilislausa sem og meðferðaraðila til að henda reiður á því hvar vöntun sé til að mæta vandanum á réttan hátt. Stefnt sé á að stórauka búsetuúrræði og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisleysi. Finna á þá sem eru í áhættuhópi til að þróa með sér heimilisleysi og veita þeim fræðslu og stuðning. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda, bendir á að fleiri úrræði séu í boði fyrir karla en konur og vonast til að breytingar verði þar á. „Úrræðin hafa svolítið hentað körlunum betur. Þar af leiðandi erum við að týna konum svolítið inn í kerfinum. Til dæmis að konur sem koma úr fangelsi fara inn í úrræði þar sem eru bara karlar. Það er ekki öruggur staður fyrir konur. Svona hluti þurfum við að skoða miklu betur og tryggja öryggi kvenna,“ segir Kristín. Valgerður Bjarnadóttir, yfirlæknir á Vogi, tekur í sama streng. Hún fagnar því að huga eigi að stóru myndinni og ráðast í fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Konur hafi staðið höllum fæti hvað varðar úrræði. Nauðsynlegt sé að mæta öllum með fordómaleysi sama hvaðan þeir koma. „Það á að fá sömu þjónustu og aðrir. Hvort sem það kemur á Landspítalann, heilsugæsluna, meðferð eða í félagslegakerfið. Við erum góð á Íslandi, en við getum gert enn betur,“ segir Valgerður. Fangelsismál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Konur geta vissulega fengið inni á Vernd, áfangaheimili fyrir fanga, en þar er meirihluti íbúanna karlmenn, enda eru þeir einnig meirihluti fanga. Konur sem koma á Vernd geta átt við fíknivanda að stríða, geðræn vandamál og hafa jafnvel búið við ofbeldi. Það getur því reynst þeim erfitt að þurfa jafnvel að búa einar innan um hóp karlmanna. Velferðarráð Reykjavíkurborgar kynnti í morgun nýja aðgerðaráætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfi. Formaður ráðsins segir ráðið hafa farið yfir alla þá þjónustu sem þegar er til staðar og rætt við bæði heimilislausa sem og meðferðaraðila til að henda reiður á því hvar vöntun sé til að mæta vandanum á réttan hátt. Stefnt sé á að stórauka búsetuúrræði og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisleysi. Finna á þá sem eru í áhættuhópi til að þróa með sér heimilisleysi og veita þeim fræðslu og stuðning. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda, bendir á að fleiri úrræði séu í boði fyrir karla en konur og vonast til að breytingar verði þar á. „Úrræðin hafa svolítið hentað körlunum betur. Þar af leiðandi erum við að týna konum svolítið inn í kerfinum. Til dæmis að konur sem koma úr fangelsi fara inn í úrræði þar sem eru bara karlar. Það er ekki öruggur staður fyrir konur. Svona hluti þurfum við að skoða miklu betur og tryggja öryggi kvenna,“ segir Kristín. Valgerður Bjarnadóttir, yfirlæknir á Vogi, tekur í sama streng. Hún fagnar því að huga eigi að stóru myndinni og ráðast í fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Konur hafi staðið höllum fæti hvað varðar úrræði. Nauðsynlegt sé að mæta öllum með fordómaleysi sama hvaðan þeir koma. „Það á að fá sömu þjónustu og aðrir. Hvort sem það kemur á Landspítalann, heilsugæsluna, meðferð eða í félagslegakerfið. Við erum góð á Íslandi, en við getum gert enn betur,“ segir Valgerður.
Fangelsismál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira