Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2019 16:18 Dagur og félagar í borgarstjórn ætla að fækka bensínstöðvum innan borgarmarka um helming. Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti um þessar fyrirætlanir á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. „Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming,“ segir í færslu borgarstjóra.Rúmlega 20 bensínstöðvar hverfa Þar segir jafnframt að í staðinn fyrir benstöðvarnar komi íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi á þessum oft frábærum lóðum. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt. Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að stöðvunum verði fækkað um helming fyrir árið 2030 en nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ segir Dagur og bætir við: „Og allir með.“Ætla má að bensínstöðvar í Reykjavíkurborg séu vel á 50 talsins. „Árin 1983-2010 tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðvum í Reykjavík (úr 22 í 44) meðan íbúum borgarinnar fjölgaði aðeins um 35%.Einhugur í borgarstjórn. Vigdís segir fráleitt að leggja dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti í bílaflotanum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað þýðir að íbúum á hverja stöð fækkaði um 35% svo að árið 2010 voru í Reykjavík 2.700 íbúar á hverja bensínstöð. Á Akureyri voru árið 2010 1.400 íbúar á hverja bensínstöð,“ segir á vef Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. En þar er bent á að meðan bensínstöðvum á Bretlandseyjum fækkaði til muna fjölgaði þeim á Íslandi.Einhugur um málið Alger einhugur var í borgarstjórn um málið. Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borginni segir alla káta með þessa samþykkt. „Að sjálfsögðu. Það á ekki að vera að leggja einhverjar dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti á bílaflotanum. Næst á dagskrá er að fara í orkuskipti á skipaflotanum, þannig að þetta er bara „all in“ hjá okkur í Miðflokknum. enginn flokkur sem hugar jafn mikið að umhverfis- og auðlindarmálum og Miðflokkurinn,“ segir Vigdís. Hún bendir á að þetta hafi verið bitbein í gegnum tíðina; þegar bensínstöðvum hefur verið potað niður í gróin hverfi. „Dæmi um það er til dæmis bensínstöðin hjá Domus Medica sem mikil læti voru um.“ Bensín og olía Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti um þessar fyrirætlanir á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. „Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming,“ segir í færslu borgarstjóra.Rúmlega 20 bensínstöðvar hverfa Þar segir jafnframt að í staðinn fyrir benstöðvarnar komi íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi á þessum oft frábærum lóðum. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt. Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að stöðvunum verði fækkað um helming fyrir árið 2030 en nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ segir Dagur og bætir við: „Og allir með.“Ætla má að bensínstöðvar í Reykjavíkurborg séu vel á 50 talsins. „Árin 1983-2010 tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðvum í Reykjavík (úr 22 í 44) meðan íbúum borgarinnar fjölgaði aðeins um 35%.Einhugur í borgarstjórn. Vigdís segir fráleitt að leggja dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti í bílaflotanum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað þýðir að íbúum á hverja stöð fækkaði um 35% svo að árið 2010 voru í Reykjavík 2.700 íbúar á hverja bensínstöð. Á Akureyri voru árið 2010 1.400 íbúar á hverja bensínstöð,“ segir á vef Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. En þar er bent á að meðan bensínstöðvum á Bretlandseyjum fækkaði til muna fjölgaði þeim á Íslandi.Einhugur um málið Alger einhugur var í borgarstjórn um málið. Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borginni segir alla káta með þessa samþykkt. „Að sjálfsögðu. Það á ekki að vera að leggja einhverjar dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti á bílaflotanum. Næst á dagskrá er að fara í orkuskipti á skipaflotanum, þannig að þetta er bara „all in“ hjá okkur í Miðflokknum. enginn flokkur sem hugar jafn mikið að umhverfis- og auðlindarmálum og Miðflokkurinn,“ segir Vigdís. Hún bendir á að þetta hafi verið bitbein í gegnum tíðina; þegar bensínstöðvum hefur verið potað niður í gróin hverfi. „Dæmi um það er til dæmis bensínstöðin hjá Domus Medica sem mikil læti voru um.“
Bensín og olía Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira