Banna veðmálaauglýsingu sem grínast með framhjáhald Giggs Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2019 11:35 Rhodri Giggs segir í auglýsingunni að líf sitt hafi tekið stórstígum breytingum til hins betra eftir að hann fór að veðja reglulega. skjáskot Breska auglýsingaráðið hefur bannað veðmálasíðunni Paddy Power að birta auglýsingar sem skörtuðu Rhodri Giggs í aðalhlutverki. Auglýsingin þótti sveipa veðmál dýrðarljóma og teikna þau upp sem ávísun á velmegun. Umræddur Giggs er bróðir knattspyrnugoðsagnarinnar Ryan Giggs, fyrrum leikmanns Manchester United, sem nú þjálfar velska karlalandsliðið. Auglýsingunni var ætlað að vekja athygli á fríðindakerfi Paddy Power, sem verðlaunar þá sem veðja reglulega. Í auglýsingunni, sem sjá má hér að neðan, segist Rhodri Giggs hafa lagt mikið upp úr hollustu og tryggð alla sína ævi - sem ætla má að sé skot á bróður hans. Eins og frægt er orðið hélt Ryan Giggs við eiginkonu bróður síns um átta ára skeið í upphafi aldarinnar. Hvað sem því líður segist Rhodri Giggs í auglýsingunni ætíð hafa haldið sig við sömu knæpuna, mætt á æfingar á réttum tíma og haldið tryggð við líkamsræktarstöðina sína. Það hafi hins vegar ekki skilað honum neinu. Líf hans hafi ekki batnað fyrr en hann kynntist fyrrnefndu fríðindakerfi og segist Paddy Power ævinlega þakklátur, áður en hann ekur svo burt á dýrum sportbíl. Breska auglýsingaráðið segist hafa fengið fimm formlegar kvartanir vegna auglýsingarinnar, sem fór í sýningu í byrjun febrúar. Auglýsingin þætti óábyrg því hún sveipar veðmál dýrðarljóma og lætur þau líta út eins og einfalda leið til að efnast. Paddy Power svaraði gagnrýninni og benti á að Rhodri Giggs sæist ekki veðja í auglýsingunni, auk þess sem fyrrnefndur sportbíll hefði ekki verið keyptur fyrir vinningsfé. Sjá einnig: Bróðir minn er frábær fótboltamaður en slæm manneskja Auglýsingaráðið féllst þó ekki á mótrökin og ákvað að banna auglýsinguna, sem er uppfull af hvers kyns vísunum í framhjáhald Ryan Giggs. „Auglýsingin gefur til kynna að Rhodri láti ekki hið meinta framhjáhald lengur hafa áhrif á sig, hann sé hættur að einblína á tryggð og sé að uppskera ríkulega fyrir vikið,“ segir í úrskurði auglýsingaráðsins. „Auglýsingin hvetur áhorfandann til að gera slíkt hið sama og að leiðin til þess sé að skrá sig í Paddy Power’s Rewards Club [fríðindakerfið]. Það er okkar mat að auglýsingin hafi gefið í skyn að veðmál séu leið til að öðlast fjárhagslegt öryggi og bæta sjálfsímynd sína. Í því ljósi teljum við auglýsinguna óábyrga.“ Bretland Mál Ryan Giggs Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Rhodri Giggs: Bróðir minn er frábær fótboltamaður en slæm manneskja Rhodri Giggs, yngri bróðir Ryan Giggs, leikmanns Manchester United, vandar bróður sínum ekki kveðjurnar í viðtali hjá The Sun en þar tjáir Rhodri sig um framhjáhald Ryan Giggs með eiginkonu Rhodri sem stóð yfir í átta ár. 14. janúar 2012 12:00 Greiddi sér 115 milljónir í laun á dag Stofnandi og forstjóri veðmálafyrirtækisins Bet365 greiddi sér 265 milljónir sterlingspund í laun á síðasta ári. 21. nóvember 2018 15:05 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Breska auglýsingaráðið hefur bannað veðmálasíðunni Paddy Power að birta auglýsingar sem skörtuðu Rhodri Giggs í aðalhlutverki. Auglýsingin þótti sveipa veðmál dýrðarljóma og teikna þau upp sem ávísun á velmegun. Umræddur Giggs er bróðir knattspyrnugoðsagnarinnar Ryan Giggs, fyrrum leikmanns Manchester United, sem nú þjálfar velska karlalandsliðið. Auglýsingunni var ætlað að vekja athygli á fríðindakerfi Paddy Power, sem verðlaunar þá sem veðja reglulega. Í auglýsingunni, sem sjá má hér að neðan, segist Rhodri Giggs hafa lagt mikið upp úr hollustu og tryggð alla sína ævi - sem ætla má að sé skot á bróður hans. Eins og frægt er orðið hélt Ryan Giggs við eiginkonu bróður síns um átta ára skeið í upphafi aldarinnar. Hvað sem því líður segist Rhodri Giggs í auglýsingunni ætíð hafa haldið sig við sömu knæpuna, mætt á æfingar á réttum tíma og haldið tryggð við líkamsræktarstöðina sína. Það hafi hins vegar ekki skilað honum neinu. Líf hans hafi ekki batnað fyrr en hann kynntist fyrrnefndu fríðindakerfi og segist Paddy Power ævinlega þakklátur, áður en hann ekur svo burt á dýrum sportbíl. Breska auglýsingaráðið segist hafa fengið fimm formlegar kvartanir vegna auglýsingarinnar, sem fór í sýningu í byrjun febrúar. Auglýsingin þætti óábyrg því hún sveipar veðmál dýrðarljóma og lætur þau líta út eins og einfalda leið til að efnast. Paddy Power svaraði gagnrýninni og benti á að Rhodri Giggs sæist ekki veðja í auglýsingunni, auk þess sem fyrrnefndur sportbíll hefði ekki verið keyptur fyrir vinningsfé. Sjá einnig: Bróðir minn er frábær fótboltamaður en slæm manneskja Auglýsingaráðið féllst þó ekki á mótrökin og ákvað að banna auglýsinguna, sem er uppfull af hvers kyns vísunum í framhjáhald Ryan Giggs. „Auglýsingin gefur til kynna að Rhodri láti ekki hið meinta framhjáhald lengur hafa áhrif á sig, hann sé hættur að einblína á tryggð og sé að uppskera ríkulega fyrir vikið,“ segir í úrskurði auglýsingaráðsins. „Auglýsingin hvetur áhorfandann til að gera slíkt hið sama og að leiðin til þess sé að skrá sig í Paddy Power’s Rewards Club [fríðindakerfið]. Það er okkar mat að auglýsingin hafi gefið í skyn að veðmál séu leið til að öðlast fjárhagslegt öryggi og bæta sjálfsímynd sína. Í því ljósi teljum við auglýsinguna óábyrga.“
Bretland Mál Ryan Giggs Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Rhodri Giggs: Bróðir minn er frábær fótboltamaður en slæm manneskja Rhodri Giggs, yngri bróðir Ryan Giggs, leikmanns Manchester United, vandar bróður sínum ekki kveðjurnar í viðtali hjá The Sun en þar tjáir Rhodri sig um framhjáhald Ryan Giggs með eiginkonu Rhodri sem stóð yfir í átta ár. 14. janúar 2012 12:00 Greiddi sér 115 milljónir í laun á dag Stofnandi og forstjóri veðmálafyrirtækisins Bet365 greiddi sér 265 milljónir sterlingspund í laun á síðasta ári. 21. nóvember 2018 15:05 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Rhodri Giggs: Bróðir minn er frábær fótboltamaður en slæm manneskja Rhodri Giggs, yngri bróðir Ryan Giggs, leikmanns Manchester United, vandar bróður sínum ekki kveðjurnar í viðtali hjá The Sun en þar tjáir Rhodri sig um framhjáhald Ryan Giggs með eiginkonu Rhodri sem stóð yfir í átta ár. 14. janúar 2012 12:00
Greiddi sér 115 milljónir í laun á dag Stofnandi og forstjóri veðmálafyrirtækisins Bet365 greiddi sér 265 milljónir sterlingspund í laun á síðasta ári. 21. nóvember 2018 15:05