Frumvarp um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:16 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. FBL/EYÞÓR Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag, en með frumvarpinu verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Formaður velferðarnefndar segir mikilvægt að frumvarpið verði samþykkt. Konur séu best til þess fallnar að ákveða sjálfar hvort þær láti rjúfa þungun, það geri enginn að gamni sínu. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í síðustu viku. Sjöþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Allir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en allir aðrir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðslu greiddu atkvæði með. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær og fer þriðja umræða fram síðar í dag. Sú grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu hefur verið hvað umdeildust. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segist hafa skilning á sjónarmiðum þeirra sem lýst hafi áhyggjum af þessum þætti frumvarpsins. „Það kom alveg aragrúi af gestum sem að sumir hverjir vildu lækka vikufjöldann niður í 18 þannig aðþetta var mikið rætt og niðurstaðan var sú að ef að við værum að taka vikurnar niður í 18 aðþá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs,“ segir Halldóra. Í dag geti konur rofiðþungun upp að 22. viku ef það uppfyllir skilyrð laga. „Einn megin tilgangur þessa frumvarps er að taka þessa fötlunarfordóma úr núverandi lögum sem að eru þessar undanþágur sem að gera það að verkum að konur geta fengiðþungunarrof upp að 22. viku, að taka þær úr lögunum og setja þetta í hendur konunnar aðákveða þetta sjálf,“ segir Halldóra. „Ef að við tökum vikufjöldan niður íátján, án þess að setja undanþágurnar aftur í lögin, þá erum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þess að fara íþungunarrof og okkur þótti ekki réttlætanlegt að gera það, enda engin ástæða til. það er ekkert sem bendir til þess aðþað muni fjölga konum sem íhuga að rjúfa þungun seint á meðgöngu. Enda er þetta ekki eitthvað sem konur gera að gamni sínu.“ Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag, en með frumvarpinu verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Formaður velferðarnefndar segir mikilvægt að frumvarpið verði samþykkt. Konur séu best til þess fallnar að ákveða sjálfar hvort þær láti rjúfa þungun, það geri enginn að gamni sínu. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í síðustu viku. Sjöþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Allir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en allir aðrir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðslu greiddu atkvæði með. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær og fer þriðja umræða fram síðar í dag. Sú grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu hefur verið hvað umdeildust. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segist hafa skilning á sjónarmiðum þeirra sem lýst hafi áhyggjum af þessum þætti frumvarpsins. „Það kom alveg aragrúi af gestum sem að sumir hverjir vildu lækka vikufjöldann niður í 18 þannig aðþetta var mikið rætt og niðurstaðan var sú að ef að við værum að taka vikurnar niður í 18 aðþá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs,“ segir Halldóra. Í dag geti konur rofiðþungun upp að 22. viku ef það uppfyllir skilyrð laga. „Einn megin tilgangur þessa frumvarps er að taka þessa fötlunarfordóma úr núverandi lögum sem að eru þessar undanþágur sem að gera það að verkum að konur geta fengiðþungunarrof upp að 22. viku, að taka þær úr lögunum og setja þetta í hendur konunnar aðákveða þetta sjálf,“ segir Halldóra. „Ef að við tökum vikufjöldan niður íátján, án þess að setja undanþágurnar aftur í lögin, þá erum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þess að fara íþungunarrof og okkur þótti ekki réttlætanlegt að gera það, enda engin ástæða til. það er ekkert sem bendir til þess aðþað muni fjölga konum sem íhuga að rjúfa þungun seint á meðgöngu. Enda er þetta ekki eitthvað sem konur gera að gamni sínu.“
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira