Innlent

Sjúkrahótelið við Hringbraut tekið í notkun

Ari Brynjólfsson skrifar
Sjúkrahótelið kostaði 2,3 milljarða króna í smíðum.
Sjúkrahótelið kostaði 2,3 milljarða króna í smíðum. Fréttablaðið/Anton Brink
Sjúkrahótelið við Landspítalann á Hringbraut var tekið í notkun í gær og gistu fyrstu fjórir gestirnir á hótelinu í nótt, þrír sjúklingar og einn aðstandandi. Sjúkrahótelið var afhent Landspítalanum við formlega athöfn þann 31. janúar síðastliðinn.

Stefnt var að því að opna sjúkrahótelið í byrjun apríl.

„Það eru margar ástæður fyrir því að þessu seinkaði en nú er þetta allt að gerast,“ segir Sólrún Rúnarsdóttir hótelstjóri. „Þetta tekur allt sinn tíma. Úttektunum var ekki lokið. Við þurftum að yfirfara að allt væri í lagi og atriði eins og að koma netinu inn á kerfi Landspítalans.“ Búið er að búa um rúmin í öllum 75 herbergjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×