Þungunarrofsfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2019 15:25 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun og verður tekið til þriðju umræðu. Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. Frumvarpið, sem snýr m.a. að því að heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku óháð því hvaða aðstæður liggja að baki vilja kvenna, var samþykkt á Alþingi að lokinni 2. umræðu síðdegis á föstudag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, óskaði þó eftir því í ræðu sinni á fimmtudag að málið færi aftur til velferðarnefndar að lokinni 2. umræðu þingsins en sem nefndarmaður á hún rétt á því. Málið var því áfram rætt á fundi nefndarinnar í dag en sjálf mætti Anna Kolbrún þó ekki á fundinn. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hafi verið lagðar fram beiðnir um gesti til að koma og ræða frumvarpið betur en ekki hafi verið stuðningur fyrir því í nefndinni. „Nefndin taldi að ekkert nýtt hefði komið fram sem kallaði á frekari gestakomur,“ segir Halldóra. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson, aðalmaður í velferðarnefnd og þingmaður Flokks fólksins, hefur lagst gegn frumvarpinu. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi óskað eftir því á fundinum að landlæknir kæmi aftur og ræddi frumvarpið. Þá hafi hann stutt beiðni um að boðaðir yrðu fleiri gestir. Halldóra segist vona að frumvarpið fari í gegnum þingið í þeirri mynd sem það er nú. Þó eigi eftir að koma fram hvort gerðar verði frekari breytingartillögur. Þá finnst henni líklegt að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok í vor. Frumvarpið er umdeilt og hefur skipt þingmönnum Alþingis í andstæðar fylkingar. Flestir fögnuðu frumvarpinu og settu það í samhengi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna en aðrir, gerðu við það athugasemdir. Þannig sagði t.d. Inga Sæland formaður Flokks fólksins að sér liði illa yfir málinu því sér fyndist það siðferðilega rangt. Þá sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vera á milli steins og sleggju. Hann vildi tryggja sjálfsforræði kvenna en segist samt þurfa að staldra við 22. vikna þröskuldinn. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun og verður tekið til þriðju umræðu. Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. Frumvarpið, sem snýr m.a. að því að heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku óháð því hvaða aðstæður liggja að baki vilja kvenna, var samþykkt á Alþingi að lokinni 2. umræðu síðdegis á föstudag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, óskaði þó eftir því í ræðu sinni á fimmtudag að málið færi aftur til velferðarnefndar að lokinni 2. umræðu þingsins en sem nefndarmaður á hún rétt á því. Málið var því áfram rætt á fundi nefndarinnar í dag en sjálf mætti Anna Kolbrún þó ekki á fundinn. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hafi verið lagðar fram beiðnir um gesti til að koma og ræða frumvarpið betur en ekki hafi verið stuðningur fyrir því í nefndinni. „Nefndin taldi að ekkert nýtt hefði komið fram sem kallaði á frekari gestakomur,“ segir Halldóra. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson, aðalmaður í velferðarnefnd og þingmaður Flokks fólksins, hefur lagst gegn frumvarpinu. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi óskað eftir því á fundinum að landlæknir kæmi aftur og ræddi frumvarpið. Þá hafi hann stutt beiðni um að boðaðir yrðu fleiri gestir. Halldóra segist vona að frumvarpið fari í gegnum þingið í þeirri mynd sem það er nú. Þó eigi eftir að koma fram hvort gerðar verði frekari breytingartillögur. Þá finnst henni líklegt að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok í vor. Frumvarpið er umdeilt og hefur skipt þingmönnum Alþingis í andstæðar fylkingar. Flestir fögnuðu frumvarpinu og settu það í samhengi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna en aðrir, gerðu við það athugasemdir. Þannig sagði t.d. Inga Sæland formaður Flokks fólksins að sér liði illa yfir málinu því sér fyndist það siðferðilega rangt. Þá sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vera á milli steins og sleggju. Hann vildi tryggja sjálfsforræði kvenna en segist samt þurfa að staldra við 22. vikna þröskuldinn.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30
Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20