Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2019 12:47 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Úrskurður féll í gær í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation, eða ALC, gegn Isavia. Félagið krafðist þess að fá afhenta vél sína sem var kyrrsett eftir gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt úrskurðinum var Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en þó ekki til að tryggja heildarskuld WOW air sem nemur um tveimur milljörðum króna og hafði safnast upp frá 2017. Isavia hefur samkvæmt úrskurðinum því einungis tryggingu í vélinni fyrir 87 milljónum króna, eða þeim hluta skuldarinnar er varðar ógreidd notendagjöld vegna flugvélar ALC. Isavia hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa leyft WOW air að safna skuldum svo lengi á vellinum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra segir Isavia hafa fært rök fyrir ákvarðanatöku sinni í málinu. „Þær ákvarðanir sem þeir hafa tekið byggjast alfarið á viðskiptalegum hagsmunum þeirra," segir Sigurður. Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, bendir á að tjónið sé ekki tilkomið vegna ákvarðana Isavia. „Þetta er ekki tjón sem skapast í sjálfu sér vegna ákvarðana Isavia heldur er það vegna þess að viðskiptamenn félagsins lenda í vanskilum og verða á endanum gjaldþrota. Á hverju stigi máls sýnist mér að stjórn Isavia hafi tekið viðskiptalega ákvörðun um hvernig við því eigi að bregðast," segir Bjarni. „Það kann að vera að menn hafi gengið út frá því að þeir hefðu betri tryggingar heldur en raunin reynist. En það á ennþá eftir að koma betur í ljós. Það hlýtur þó að hafa áhrif á það með hvaða hætti menn í framtíðinni takast á við vanskil viðskipamanna sinna ef þær tryggingar, sem menn héldu sig geta gengið að, reynast ekki vera til staðar," segir Bjarni. Hann bendir á að Isavia sé opinbert hlutafélag og að þessar ákvarðanir hafi því legið hjá stjórn Isavia. Stjórnvöld hafi þó ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það má segja að aðkoma stjórnvalda hafi meðal annars haft yfir sér það yfirbragð að það væru ekki stjórnvöld sem myndu hrinda af stað þeirri atburðarrás að félagið færi beint í gjaldþrot. Heldur væri sanngjarnt, á meðan til staðar væru raunhæfar hugmyndir um úrlausn þess vanda sem félagið var statt í, að þá yrði ekki gripið til ítrustu úrræða. Þetta heitir í stjórnkerfinu meðalhóf," segir Bjarni. Þá beri að skoða heildarmyndina. „Það er auðvitað slæmt ef á endanum innheimtast ekki allar kröfur. En það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar það hafði að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlegar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum," segir Bjarni. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Úrskurður féll í gær í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation, eða ALC, gegn Isavia. Félagið krafðist þess að fá afhenta vél sína sem var kyrrsett eftir gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt úrskurðinum var Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en þó ekki til að tryggja heildarskuld WOW air sem nemur um tveimur milljörðum króna og hafði safnast upp frá 2017. Isavia hefur samkvæmt úrskurðinum því einungis tryggingu í vélinni fyrir 87 milljónum króna, eða þeim hluta skuldarinnar er varðar ógreidd notendagjöld vegna flugvélar ALC. Isavia hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa leyft WOW air að safna skuldum svo lengi á vellinum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra segir Isavia hafa fært rök fyrir ákvarðanatöku sinni í málinu. „Þær ákvarðanir sem þeir hafa tekið byggjast alfarið á viðskiptalegum hagsmunum þeirra," segir Sigurður. Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, bendir á að tjónið sé ekki tilkomið vegna ákvarðana Isavia. „Þetta er ekki tjón sem skapast í sjálfu sér vegna ákvarðana Isavia heldur er það vegna þess að viðskiptamenn félagsins lenda í vanskilum og verða á endanum gjaldþrota. Á hverju stigi máls sýnist mér að stjórn Isavia hafi tekið viðskiptalega ákvörðun um hvernig við því eigi að bregðast," segir Bjarni. „Það kann að vera að menn hafi gengið út frá því að þeir hefðu betri tryggingar heldur en raunin reynist. En það á ennþá eftir að koma betur í ljós. Það hlýtur þó að hafa áhrif á það með hvaða hætti menn í framtíðinni takast á við vanskil viðskipamanna sinna ef þær tryggingar, sem menn héldu sig geta gengið að, reynast ekki vera til staðar," segir Bjarni. Hann bendir á að Isavia sé opinbert hlutafélag og að þessar ákvarðanir hafi því legið hjá stjórn Isavia. Stjórnvöld hafi þó ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það má segja að aðkoma stjórnvalda hafi meðal annars haft yfir sér það yfirbragð að það væru ekki stjórnvöld sem myndu hrinda af stað þeirri atburðarrás að félagið færi beint í gjaldþrot. Heldur væri sanngjarnt, á meðan til staðar væru raunhæfar hugmyndir um úrlausn þess vanda sem félagið var statt í, að þá yrði ekki gripið til ítrustu úrræða. Þetta heitir í stjórnkerfinu meðalhóf," segir Bjarni. Þá beri að skoða heildarmyndina. „Það er auðvitað slæmt ef á endanum innheimtast ekki allar kröfur. En það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar það hafði að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlegar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum," segir Bjarni.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira