Segir forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 12:24 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Varaformaður Viðreisnar segir efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára vera brostnar. Á sama tíma sé ekkert unnið í áætluninni á Alþingi því beðið sé nýrrar þjóðhasspár. Hann gagnrýnir einnig þann skamma tíma sem Alþingi sé ætlað til afgreiðslu frumvarps um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði í umræðum um störf þingsins í morgun að verulega mætti bæta vinnubrögð Alþingis þegar kæmi að afgreiðslu stórra mála. Nú lægju fyrir þinginu tvö stór mál. Annars vegar um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hins vegar. „Of ef við horfum á fjármálaáætlunina til að byrja með þá liggur fyrir hið augljós að efnahagslegar forsendur hennar eru brostnar. Við sitjum hér í hlutlausum gír og bíðum eftir nýrri þjóðhagsspá sem á að koma vonandi eftir viku. Til að geta hafið vinnuna við fjármálaáætlun sem við eigum síðan að ljúka á tveimur til þremur vikum samkvæmt starfsáætlun,“ segir Þorsteinn. Ekkert væri verið að vinna í fjármálaáætlun á Alþingi þessa dagana því allir gerðu sér grein fyrir að hún væri innistæðulaus. Það sama væri upp að teningnum varðandi sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Hér erum við í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi að snerta á löggjöf um Seðlabanka Íslands, peningastefnuna, eina mikilvægustu efnahagsstofnun landsins og þingið á að fá einhverjar fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykja þetta ekki boðleg vinnubrögð herra forseti,“ segir Þorsteinn.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmMörg stór álitaefni hafi þegar komið upp við yfirferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaáætlun hafa verið lagða fram á réttum tíma samkvæmt lögum. Því væri ekki verið að áætla skemmri tíma í afgreiðslu hennar en lög gerðu ráð fyrir. „Það er að vissu leyti rétt hjá háttvirtum þingmanni að ákveðnar forsendur kunna að breytast með breyttri þjóðhagsáætlun. En hins vegar sé ég ekki að það eigi eða geti haft áhrif á gang mála hér í þinginu,“ sagði Birgir. Það væri ástæðulaust að gefa í skyn að afgreiðsla áætlunarinnar væri í einhverjum ólestri núna. Þá hafi frumvarp um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið verið lagt fram í lok mars og mælt fyrir því hinn fyrsta apríl. Þingið hefði því tvo mánuði en ekki einn til að afgreiða málið og það væri þingsins að meta hversu ítarlega yfirferð þyrfti í málinu. „Ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er mikilvægt mál sem verðskuldar mikla athygli og það er auðvitað margt sem er ekki einhlítt í því. En ég held að það sé alveg ástæðulaust að gefa í skyn að hér séu ekki nægjanlega góð vinnubrögð viðhöfð,“ sagði Birgir Ármannsson. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar segir efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára vera brostnar. Á sama tíma sé ekkert unnið í áætluninni á Alþingi því beðið sé nýrrar þjóðhasspár. Hann gagnrýnir einnig þann skamma tíma sem Alþingi sé ætlað til afgreiðslu frumvarps um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði í umræðum um störf þingsins í morgun að verulega mætti bæta vinnubrögð Alþingis þegar kæmi að afgreiðslu stórra mála. Nú lægju fyrir þinginu tvö stór mál. Annars vegar um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hins vegar. „Of ef við horfum á fjármálaáætlunina til að byrja með þá liggur fyrir hið augljós að efnahagslegar forsendur hennar eru brostnar. Við sitjum hér í hlutlausum gír og bíðum eftir nýrri þjóðhagsspá sem á að koma vonandi eftir viku. Til að geta hafið vinnuna við fjármálaáætlun sem við eigum síðan að ljúka á tveimur til þremur vikum samkvæmt starfsáætlun,“ segir Þorsteinn. Ekkert væri verið að vinna í fjármálaáætlun á Alþingi þessa dagana því allir gerðu sér grein fyrir að hún væri innistæðulaus. Það sama væri upp að teningnum varðandi sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Hér erum við í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi að snerta á löggjöf um Seðlabanka Íslands, peningastefnuna, eina mikilvægustu efnahagsstofnun landsins og þingið á að fá einhverjar fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykja þetta ekki boðleg vinnubrögð herra forseti,“ segir Þorsteinn.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmMörg stór álitaefni hafi þegar komið upp við yfirferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaáætlun hafa verið lagða fram á réttum tíma samkvæmt lögum. Því væri ekki verið að áætla skemmri tíma í afgreiðslu hennar en lög gerðu ráð fyrir. „Það er að vissu leyti rétt hjá háttvirtum þingmanni að ákveðnar forsendur kunna að breytast með breyttri þjóðhagsáætlun. En hins vegar sé ég ekki að það eigi eða geti haft áhrif á gang mála hér í þinginu,“ sagði Birgir. Það væri ástæðulaust að gefa í skyn að afgreiðsla áætlunarinnar væri í einhverjum ólestri núna. Þá hafi frumvarp um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið verið lagt fram í lok mars og mælt fyrir því hinn fyrsta apríl. Þingið hefði því tvo mánuði en ekki einn til að afgreiða málið og það væri þingsins að meta hversu ítarlega yfirferð þyrfti í málinu. „Ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er mikilvægt mál sem verðskuldar mikla athygli og það er auðvitað margt sem er ekki einhlítt í því. En ég held að það sé alveg ástæðulaust að gefa í skyn að hér séu ekki nægjanlega góð vinnubrögð viðhöfð,“ sagði Birgir Ármannsson.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira