Ekki nóg fyrir Denver að hægja á hetju Portland liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 07:30 David Vanterpool, aðstoðarþjálfari Portland Trail Blazers, talar við Damian Lillard í leiknum í nótt. AP/David Zalubowski Portland Trail Blazers jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu á móti Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en fyrstu tveir leikirnir fóru fram á heimavelli Denver. Portland vann leikinn með sjö stigum, 97-90, eftir að hafa verið fimmtán stigum yfir í hálfleik, 50-35. Denver vann fyrsta leikinn 121-113 en gekk mjög illa að hitta körfuna framan af leik þrátt fyrir að vera á heimavelli. Denver liðið lagði ofurkapp á það að stoppa Damian Lillard sem hefur farið mikinn með Portland í úrslitakeppninni með 34,8 stig í leik og skoraði Lillard meðal annars 39 stig í fyrsta leiknum.@CJMcCollum leads the @trailblazers (1-1) Game 2 road victory with 20 PTS (3 3PM), 6 REB, 6 AST! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/ikNZgBnzfF — NBA (@NBA) May 2, 2019Það tókst að hægja á hetju Portland liðsins en hinir leikmenn liðsins nýttu sér tækifærið og alls skoruðu sex leikmenn liðsins yfir tíu stig. Damian Lillard hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum og var bara með 14 stig. Hann fékk samt hrós frá liðsfélaga sínum eftir leikinn. „Liðin geta ekki varist honum með einum manni. Þeir verða að tví- og þrídekka hann. Þá sagði ég. Hann er að gera sjálfan sig betri en um leið er hann að gera alla betri í kringum sig. Hann var að gefa boltann og var mjög virkur í vörninni. Hann hefur verið ótrúlegur,“ sagði Enes Kanter sem skoraði einu stigi meira en Lillard eða 15 stig. CJ splits the defense and kicks out to Seth Curry! #RipCity 86#MileHighBasketball 75#NBAPlayoffs on @NBAonTNTpic.twitter.com/YwHbHPPwYc — NBA (@NBA) May 2, 2019CJ McCollum var stigahæstur í Portland liðinu með 20 stig. Nikola Jokic var með 16 stig og 14 fráköst fyrir Denver en hann skoraði 37 stig í fyrsta leiknum. Það munaði mikið um það fyrir Portland liðið að Rodney Hood (15 stig og 3 varin á 27 mínútum) og Zach Collins (10 stig og 6 fráköst á 17 mínútum) komu með öflugt framlag inn af bekknum.@rodneyhood (15 PTS, 3 BLK) & @zcollins_33 (10 PTS, 6 REB) provide a spark off the bench as the @trailblazers tie the series 1-1! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/5uI0CTmHel — NBA (@NBA) May 2, 2019 NBA Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Portland Trail Blazers jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu á móti Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en fyrstu tveir leikirnir fóru fram á heimavelli Denver. Portland vann leikinn með sjö stigum, 97-90, eftir að hafa verið fimmtán stigum yfir í hálfleik, 50-35. Denver vann fyrsta leikinn 121-113 en gekk mjög illa að hitta körfuna framan af leik þrátt fyrir að vera á heimavelli. Denver liðið lagði ofurkapp á það að stoppa Damian Lillard sem hefur farið mikinn með Portland í úrslitakeppninni með 34,8 stig í leik og skoraði Lillard meðal annars 39 stig í fyrsta leiknum.@CJMcCollum leads the @trailblazers (1-1) Game 2 road victory with 20 PTS (3 3PM), 6 REB, 6 AST! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/ikNZgBnzfF — NBA (@NBA) May 2, 2019Það tókst að hægja á hetju Portland liðsins en hinir leikmenn liðsins nýttu sér tækifærið og alls skoruðu sex leikmenn liðsins yfir tíu stig. Damian Lillard hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum og var bara með 14 stig. Hann fékk samt hrós frá liðsfélaga sínum eftir leikinn. „Liðin geta ekki varist honum með einum manni. Þeir verða að tví- og þrídekka hann. Þá sagði ég. Hann er að gera sjálfan sig betri en um leið er hann að gera alla betri í kringum sig. Hann var að gefa boltann og var mjög virkur í vörninni. Hann hefur verið ótrúlegur,“ sagði Enes Kanter sem skoraði einu stigi meira en Lillard eða 15 stig. CJ splits the defense and kicks out to Seth Curry! #RipCity 86#MileHighBasketball 75#NBAPlayoffs on @NBAonTNTpic.twitter.com/YwHbHPPwYc — NBA (@NBA) May 2, 2019CJ McCollum var stigahæstur í Portland liðinu með 20 stig. Nikola Jokic var með 16 stig og 14 fráköst fyrir Denver en hann skoraði 37 stig í fyrsta leiknum. Það munaði mikið um það fyrir Portland liðið að Rodney Hood (15 stig og 3 varin á 27 mínútum) og Zach Collins (10 stig og 6 fráköst á 17 mínútum) komu með öflugt framlag inn af bekknum.@rodneyhood (15 PTS, 3 BLK) & @zcollins_33 (10 PTS, 6 REB) provide a spark off the bench as the @trailblazers tie the series 1-1! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/5uI0CTmHel — NBA (@NBA) May 2, 2019
NBA Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira