Endalok Eurovision: Mun róttæka vinstrið láta draum hægri öfgamanna rætast? Baldur Þórhallsson skrifar 18. maí 2019 15:38 Íhaldssamir öfga hægri hópar jafnt sem róttækir vinstri hópar sækja að frjálslyndum gildum þessa dagana. Eurovision fer ekki varhluta af þessu. Íhaldssamir öfgahópar í löndunum eins og Rússlandi, Póllandi og Tyrklandi hafa allt á hornum sér gagnvart boðskap keppninnar um samvinnu og fjölbreytileika. Tyrkland hefur dregið sig út úr keppninni af þessum sökum og háværar raddir hafa verið uppi í Rússlandi um að hætta að taka þátt í keppninni og stofna aðra keppni til höfuðs Eurovision. Sagt er að pólsk stjórnvöld hætti ekki lengur á að almenningur velji einhvern hommatitt til að vera fulltrúa landsins (eins og árið 2016) og velji því nú orðið sjálf fulltrúana. Lögð er áhersla á íhaldssöm þjóðleg gildi við valið eins og sjá mátti í Tel Aviv. Íhaldssömum lýðskrumurum í Danmörku finnst að þeirra gagnkynhneigða veruleika vegið og kalla eftir því að samkynhneigðir verði ekki eins áberandi í keppninni. Róttækir vinstrisinnar, sérstaklega á Íslandi, kalla ákaft eftir því að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin vegna framferðis ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Sumir í þessum hópi kölluðu líka eftir því að Eurovision yrði sniðgengin þegar keppnin var haldin í Azerbaijan, Rússlandi og Serbíu vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Róttæka vinstrið og hægri öfgaöfl móta umræðuna. Flestir aðrir sitja hjá, gáttaðir. Ef til vill er það einmitt þetta sem texti og sviðsetning Hatara gengur út á að gagnrýna – að við séum að fljóta sofandi að feigðarósi. Það gleymist líka í þessari umræðu að það eru frjálslyndu öflin í Rússlandi, Póllandi, Tyrklandi og Íslandi sem vilja taka þátt í keppninni. Þessi frjálslyndu öfl vilja að við vinnum saman að lausn deilumála og gera sér grein fyrir því að ef samtalið slitnar þá stuðlar það ekki einungis að fábreytni og átakastjórnmálum heldur getur leitt til stríðsástands eins og í Palestínu og Úkraínu. Öfgasinnaðir íhaldshópar myndu fagna ákaft ef þeim tækist að þagga niður í boðskap keppninnar um samvinnu þjóða og mikilvægi fjölbreytileika innan (þjóð)ríkjanna. Róttækir vinstrisinnar hefðu hrósað sigri ef að ríkin hefðu orðið við kröfu þeirra um að sniðganga keppnina undanfarin ár. Eftir að hafa fylgst með umræðunni að undanförnu velti ég því fyrir mér hvort að þeir geri sér ekki grein fyrir því að með sniðgöngu mundu einmitt hægri öfgahópum vaxa fiskur um hrygg. Endalok Eurovision mundi enga kæta meira en hægri öfgahópa og lýðskrumara hvort sem er í Rússlandi eða Danmörku. Stóra spurningin er hvort að róttæka vinstrið ætli að halda áfram að kalla eftir því að boðskapur Eurovision um frið, samvinnu og fjölbreytileika verði ýtt til hliðar. Það gæti ekki annað en styrkt stöðu þeirra sem kalla eftir stríðsátökum ef tilefni gefst til (eins í Rússlandi og Ísrael), átakastjórnmálum (eins og í Danmörku og Íslandi) og fábreytni (eins og í Póllandi og Tyrklandi). Líklega hefur boðskapur Eurovision aldrei verið mikilvægari frá því að keppnin hóf göngu sína í þeim tilgangi að sameina stríðshrjáðar Evrópuþjóðir. Mikið vildi ég að okkar ágætu stjórnmálmenn myndu ekki veigra sér við að taka þátt í umræðunni og töluðu af meiri ákafa um þau samfélagsgildi sem við viljum búa við og þar með fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Þeir gætu með þátttöku í umræðunni tekið áskorun Hatara og talað fyrir boðskap keppinnar um frið, samvinnu og fjölbreytileika. Þannig er ólíklegra að við fljótum sofandi að feigðarósi.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Baldurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Íhaldssamir öfga hægri hópar jafnt sem róttækir vinstri hópar sækja að frjálslyndum gildum þessa dagana. Eurovision fer ekki varhluta af þessu. Íhaldssamir öfgahópar í löndunum eins og Rússlandi, Póllandi og Tyrklandi hafa allt á hornum sér gagnvart boðskap keppninnar um samvinnu og fjölbreytileika. Tyrkland hefur dregið sig út úr keppninni af þessum sökum og háværar raddir hafa verið uppi í Rússlandi um að hætta að taka þátt í keppninni og stofna aðra keppni til höfuðs Eurovision. Sagt er að pólsk stjórnvöld hætti ekki lengur á að almenningur velji einhvern hommatitt til að vera fulltrúa landsins (eins og árið 2016) og velji því nú orðið sjálf fulltrúana. Lögð er áhersla á íhaldssöm þjóðleg gildi við valið eins og sjá mátti í Tel Aviv. Íhaldssömum lýðskrumurum í Danmörku finnst að þeirra gagnkynhneigða veruleika vegið og kalla eftir því að samkynhneigðir verði ekki eins áberandi í keppninni. Róttækir vinstrisinnar, sérstaklega á Íslandi, kalla ákaft eftir því að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin vegna framferðis ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Sumir í þessum hópi kölluðu líka eftir því að Eurovision yrði sniðgengin þegar keppnin var haldin í Azerbaijan, Rússlandi og Serbíu vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Róttæka vinstrið og hægri öfgaöfl móta umræðuna. Flestir aðrir sitja hjá, gáttaðir. Ef til vill er það einmitt þetta sem texti og sviðsetning Hatara gengur út á að gagnrýna – að við séum að fljóta sofandi að feigðarósi. Það gleymist líka í þessari umræðu að það eru frjálslyndu öflin í Rússlandi, Póllandi, Tyrklandi og Íslandi sem vilja taka þátt í keppninni. Þessi frjálslyndu öfl vilja að við vinnum saman að lausn deilumála og gera sér grein fyrir því að ef samtalið slitnar þá stuðlar það ekki einungis að fábreytni og átakastjórnmálum heldur getur leitt til stríðsástands eins og í Palestínu og Úkraínu. Öfgasinnaðir íhaldshópar myndu fagna ákaft ef þeim tækist að þagga niður í boðskap keppninnar um samvinnu þjóða og mikilvægi fjölbreytileika innan (þjóð)ríkjanna. Róttækir vinstrisinnar hefðu hrósað sigri ef að ríkin hefðu orðið við kröfu þeirra um að sniðganga keppnina undanfarin ár. Eftir að hafa fylgst með umræðunni að undanförnu velti ég því fyrir mér hvort að þeir geri sér ekki grein fyrir því að með sniðgöngu mundu einmitt hægri öfgahópum vaxa fiskur um hrygg. Endalok Eurovision mundi enga kæta meira en hægri öfgahópa og lýðskrumara hvort sem er í Rússlandi eða Danmörku. Stóra spurningin er hvort að róttæka vinstrið ætli að halda áfram að kalla eftir því að boðskapur Eurovision um frið, samvinnu og fjölbreytileika verði ýtt til hliðar. Það gæti ekki annað en styrkt stöðu þeirra sem kalla eftir stríðsátökum ef tilefni gefst til (eins í Rússlandi og Ísrael), átakastjórnmálum (eins og í Danmörku og Íslandi) og fábreytni (eins og í Póllandi og Tyrklandi). Líklega hefur boðskapur Eurovision aldrei verið mikilvægari frá því að keppnin hóf göngu sína í þeim tilgangi að sameina stríðshrjáðar Evrópuþjóðir. Mikið vildi ég að okkar ágætu stjórnmálmenn myndu ekki veigra sér við að taka þátt í umræðunni og töluðu af meiri ákafa um þau samfélagsgildi sem við viljum búa við og þar með fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Þeir gætu með þátttöku í umræðunni tekið áskorun Hatara og talað fyrir boðskap keppinnar um frið, samvinnu og fjölbreytileika. Þannig er ólíklegra að við fljótum sofandi að feigðarósi.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Baldurs.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun