Fyrirtæki í eigu eiginmanns þingkonu vill veiða hrefnu á nýjan leik Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2019 06:45 Hrefnuveiðar hafa ekki verið miklar síðustu ár en aðeins sex voru drepnar í fyrra. Fréttablaðið/Anton brink Þrjú fyrirtæki hafa óskað eftir leyfi til að veiða hval við Íslandsstrendur næstu fimm sumarvertíðir til ársins 2023. Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir leyfum til að veiða hrefnu hér við land og eitt fyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að veiða langreyðar. Fyrirtækin IP ehf. og Runo ehf. eru þau fyrirtæki sem sótt hafa um leyfi til að veiða hrefnu næstu fimm vertíðir. Árlega má veiða rúmlega 200 hrefnur samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og eru veiðarnar ólympískar; það er að veiðar eru frjálsar þar til kvótinn hefur allur verið veiddur. Í fyrra mátti veiða alls 262 hrefnur en aðeins sex hrefnur voru skotnar. Athygli vekur að Runo ehf. er í eigu Þrastar Sigmundssonar. Þröstur er eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttir, þingmanns Framsóknarflokksins. Silja Dögg situr í utanríkismálanefnd þingsins en mikil og hörð gagnrýni hefur komið frá útlöndum vegna hvalveiða Íslendinga síðustu árin. Nú liggur fyrir þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þess efnis að rannsakaður verði stuðningur erlendis við hvalveiðar okkar Íslendinga og hver áhrif hvalveiðar hafa á ímynd lands og þjóðar. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur óskað eftir leyfum til veiða á langreyði. Veiða má samkvæmt Hafrannsóknastofnun 209 dýr á hverju ári fram til ársins 2025. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að fyrirtækið muni fullnýta kvóta sinn á þessu ári og verði því mun færri dýr veidd í ár en til að mynda var gert í fyrra. Fréttablaðið hefur reynt nú í nokkra daga að fá samtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hann hefur ekki svarað óskum Fréttablaðsins um samtal. Lítið er af langreyðarkjöti eftir í frystigeymslum Hvals hf. hér á landi og hefur megnið af kjöti frá vertíðinni í fyrra verið flutt til Japans. Það þýðir hins vegar ekki að það sé búið að selja afurðirnar samkvæmt skrifstofu Hvals og gæti vel verið að kjötið sé geymt í frystigeymslum ytra uns kaupandi finnst að afurðunum.Uppfært klukkan 09:54:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Þrjú fyrirtæki hafa óskað eftir leyfi til að veiða hval við Íslandsstrendur næstu fimm sumarvertíðir til ársins 2023. Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir leyfum til að veiða hrefnu hér við land og eitt fyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að veiða langreyðar. Fyrirtækin IP ehf. og Runo ehf. eru þau fyrirtæki sem sótt hafa um leyfi til að veiða hrefnu næstu fimm vertíðir. Árlega má veiða rúmlega 200 hrefnur samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og eru veiðarnar ólympískar; það er að veiðar eru frjálsar þar til kvótinn hefur allur verið veiddur. Í fyrra mátti veiða alls 262 hrefnur en aðeins sex hrefnur voru skotnar. Athygli vekur að Runo ehf. er í eigu Þrastar Sigmundssonar. Þröstur er eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttir, þingmanns Framsóknarflokksins. Silja Dögg situr í utanríkismálanefnd þingsins en mikil og hörð gagnrýni hefur komið frá útlöndum vegna hvalveiða Íslendinga síðustu árin. Nú liggur fyrir þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þess efnis að rannsakaður verði stuðningur erlendis við hvalveiðar okkar Íslendinga og hver áhrif hvalveiðar hafa á ímynd lands og þjóðar. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur óskað eftir leyfum til veiða á langreyði. Veiða má samkvæmt Hafrannsóknastofnun 209 dýr á hverju ári fram til ársins 2025. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að fyrirtækið muni fullnýta kvóta sinn á þessu ári og verði því mun færri dýr veidd í ár en til að mynda var gert í fyrra. Fréttablaðið hefur reynt nú í nokkra daga að fá samtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hann hefur ekki svarað óskum Fréttablaðsins um samtal. Lítið er af langreyðarkjöti eftir í frystigeymslum Hvals hf. hér á landi og hefur megnið af kjöti frá vertíðinni í fyrra verið flutt til Japans. Það þýðir hins vegar ekki að það sé búið að selja afurðirnar samkvæmt skrifstofu Hvals og gæti vel verið að kjötið sé geymt í frystigeymslum ytra uns kaupandi finnst að afurðunum.Uppfært klukkan 09:54:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira