Innleiðum ekki gamla tíma Orri Hauksson skrifar 17. maí 2019 08:00 Í mars á þessu ári sagði yfirlögfræðingur Vodafone í Bretlandi, Helen Lamprell, að skortur á aðgangi að svörtum ljósleiðara væri stærsta hindrunin fyrir framförum í uppbyggingu á næstu kynslóð farsímaneta í Bretland. Í Stokkhólmi hefur borgin rekið frá 1994 gagnaveitufyrirtækið Stokab sem hefur alla tíð veitt slíkan aðgang. Nú er svo komið að yfir 100 fjarskiptafyrirtæki nota þá innviði til að keppa um hylli neytenda með eigin tæknilausnum og verðlagningu. Er þetta fyrirkomulag ein helsta ástæða þess að Stokkhólmur er eitt þróaðasta nýsköpunarsvæði heims. Enda eru önnur fjarskiptafyrirtæki í Svíþjóð í skýjunum með þetta umhverfi. Hér er til dæmis tilvitnun í Jon Karlung, stofnanda Bahnhof (sem má líkja við Hringdu hér heima): „Ef sambærilegur aðgangur væri að svörtum ljósleiðara annars staðar í Evrópu og er í Stokkhólmi, gætum við vaxið þar strax og keyrt áfram sams konar verðlækkanir og breiðara þjónustuframboð eins og við höfum gert í Svíþjóð.“ Í nýlegri úttekt eins virtasta ráðgjafarfyrirtæki heims, Mckinsey & Company, kemur svo fram að til þess að hægt sé að fjármagna þá dýru innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna 5G, sé þörf á dýpri samnýtingu en tíðkast hefur. Síminn deilir þessari skoðun með McKinsey, Vodafone UK, Bahnhof og fleirum sem hafa nýlega tjáð sig á sömu nótum. Mikilvægt er að átta sig á því að þróunin er feikilega hröð í fjarskiptaheiminum. ESB-tilskipunin sem Alþingi hefur til meðferðar um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“ var samþykkt af ESB árið 2014. Það þýðir að grunnur hennar var skrifaður fyrir sex til sjö árum. ESB er nú þegar búið samþykkja næstu fjarskiptastefnu þar sem leiðarminnið er samvinna og samnýting fjarskiptainnviða með samkeppni og nýsköpun að leiðarljósi, samhliða þjóðhagslega hagkvæmri uppbyggingu. Við Íslendingar höfum í hendi okkar – eða réttara sagt Alþingi – að tryggja að okkar umgjörð verði framsækin og í takt við tímann. Það væri synd að lenda aftur fimm árum á eftir ríkjum Evrópusambandsins.Orri Hauksson forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars á þessu ári sagði yfirlögfræðingur Vodafone í Bretlandi, Helen Lamprell, að skortur á aðgangi að svörtum ljósleiðara væri stærsta hindrunin fyrir framförum í uppbyggingu á næstu kynslóð farsímaneta í Bretland. Í Stokkhólmi hefur borgin rekið frá 1994 gagnaveitufyrirtækið Stokab sem hefur alla tíð veitt slíkan aðgang. Nú er svo komið að yfir 100 fjarskiptafyrirtæki nota þá innviði til að keppa um hylli neytenda með eigin tæknilausnum og verðlagningu. Er þetta fyrirkomulag ein helsta ástæða þess að Stokkhólmur er eitt þróaðasta nýsköpunarsvæði heims. Enda eru önnur fjarskiptafyrirtæki í Svíþjóð í skýjunum með þetta umhverfi. Hér er til dæmis tilvitnun í Jon Karlung, stofnanda Bahnhof (sem má líkja við Hringdu hér heima): „Ef sambærilegur aðgangur væri að svörtum ljósleiðara annars staðar í Evrópu og er í Stokkhólmi, gætum við vaxið þar strax og keyrt áfram sams konar verðlækkanir og breiðara þjónustuframboð eins og við höfum gert í Svíþjóð.“ Í nýlegri úttekt eins virtasta ráðgjafarfyrirtæki heims, Mckinsey & Company, kemur svo fram að til þess að hægt sé að fjármagna þá dýru innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna 5G, sé þörf á dýpri samnýtingu en tíðkast hefur. Síminn deilir þessari skoðun með McKinsey, Vodafone UK, Bahnhof og fleirum sem hafa nýlega tjáð sig á sömu nótum. Mikilvægt er að átta sig á því að þróunin er feikilega hröð í fjarskiptaheiminum. ESB-tilskipunin sem Alþingi hefur til meðferðar um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“ var samþykkt af ESB árið 2014. Það þýðir að grunnur hennar var skrifaður fyrir sex til sjö árum. ESB er nú þegar búið samþykkja næstu fjarskiptastefnu þar sem leiðarminnið er samvinna og samnýting fjarskiptainnviða með samkeppni og nýsköpun að leiðarljósi, samhliða þjóðhagslega hagkvæmri uppbyggingu. Við Íslendingar höfum í hendi okkar – eða réttara sagt Alþingi – að tryggja að okkar umgjörð verði framsækin og í takt við tímann. Það væri synd að lenda aftur fimm árum á eftir ríkjum Evrópusambandsins.Orri Hauksson forstjóri Símans.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar