Mörg NBA lið liggja á bæn í kvöld til að fá tækifæri til að velja þennan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 22:30 Zion Williamson. Getty/Patrick Smith Zion Williamson er einn mest spennandi leikmaður sem hefur verið í boði í sögu nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vilja öll lið í NBA-deildinnu fá til sín þennan svakalegaskemmtilega leikmann. Það er ekki nóg með að Zion Williamson er frábær í körfubolta þá hafa samfélagsmiðlar séð til þess að hann er þegar orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Það hefur líklega ekki verið meiri væntingar gerðar til eins nýliða síðan að LeBron James kom inn í deildina árið 2003. Zion er 200 sentimetrar á hæð, 129 kíló og er með þvílíkan sprengi- og stökkkraft. Það er nánast 99,9 prósent öruggt að Zion verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og því skiptir kvöldið í kvöld mjög miklu máli. Í kvöld kemur nefnilega í ljós hvaða lið fær fyrsta valréttinn í nýliðavalinu 2019. Hlutirnir gætu breyst fljótt fyrir það félag sem fengi Zion Williamson til sín. New York Knicks er dæmi um félag þar sem margir vilja sjá Zion Williamson spila en Knicks hefur hæstar líkur á því að fá fyrsta valrétt ásamt Cleveland Cavaliers og Phoenix Suns. Hér fyrir neðan má sjá allar 62 troðslur Zion Williamson með Duka háskólaliðinu í vetur. Þar sést vel að þetta er enginn venjulegur táningur en Zion er enn bara átján ára gamall.Every Knicks fan is rewatching all 62 of Zion's dunks before the lottery tonight pic.twitter.com/Vgty4ghhSE — Yahoo Sports (@YahooSports) May 14, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá líkurnar á að hvert félag fái fyrsta valrétt. Aðeins koma til greina félögin sem komust ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þessu tímabili. New York Knicks 14% Cleveland Cavaliers 14% Phoenix Suns 14% Chicago Bulls 12,5% Atlanta Hawks 10,5% Washington Wizards 9% New Orleans Pelicans 6% Memphis Grizzlies 6% Dallas Mavericks 6% Minnesota Timberwolves 3% Los Angeles Lakers 2% Charlotte Hornets 1% Miami Heat 1% Sacramento Kings 1% Nýliðavalið fer fram 20. júní næstkomandi. Phoenix Suns vann lotteríið í fyrra og valdi þá DeAndre Ayton. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira
Zion Williamson er einn mest spennandi leikmaður sem hefur verið í boði í sögu nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vilja öll lið í NBA-deildinnu fá til sín þennan svakalegaskemmtilega leikmann. Það er ekki nóg með að Zion Williamson er frábær í körfubolta þá hafa samfélagsmiðlar séð til þess að hann er þegar orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Það hefur líklega ekki verið meiri væntingar gerðar til eins nýliða síðan að LeBron James kom inn í deildina árið 2003. Zion er 200 sentimetrar á hæð, 129 kíló og er með þvílíkan sprengi- og stökkkraft. Það er nánast 99,9 prósent öruggt að Zion verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og því skiptir kvöldið í kvöld mjög miklu máli. Í kvöld kemur nefnilega í ljós hvaða lið fær fyrsta valréttinn í nýliðavalinu 2019. Hlutirnir gætu breyst fljótt fyrir það félag sem fengi Zion Williamson til sín. New York Knicks er dæmi um félag þar sem margir vilja sjá Zion Williamson spila en Knicks hefur hæstar líkur á því að fá fyrsta valrétt ásamt Cleveland Cavaliers og Phoenix Suns. Hér fyrir neðan má sjá allar 62 troðslur Zion Williamson með Duka háskólaliðinu í vetur. Þar sést vel að þetta er enginn venjulegur táningur en Zion er enn bara átján ára gamall.Every Knicks fan is rewatching all 62 of Zion's dunks before the lottery tonight pic.twitter.com/Vgty4ghhSE — Yahoo Sports (@YahooSports) May 14, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá líkurnar á að hvert félag fái fyrsta valrétt. Aðeins koma til greina félögin sem komust ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þessu tímabili. New York Knicks 14% Cleveland Cavaliers 14% Phoenix Suns 14% Chicago Bulls 12,5% Atlanta Hawks 10,5% Washington Wizards 9% New Orleans Pelicans 6% Memphis Grizzlies 6% Dallas Mavericks 6% Minnesota Timberwolves 3% Los Angeles Lakers 2% Charlotte Hornets 1% Miami Heat 1% Sacramento Kings 1% Nýliðavalið fer fram 20. júní næstkomandi. Phoenix Suns vann lotteríið í fyrra og valdi þá DeAndre Ayton.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira