Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2019 12:30 Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Vísir/Vilhelm Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. Þá skjóti það skökku við að ráðherra í ríkisstjórn hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu, sem var stjórnarfrumvarp. Líkt og kunnugt er voru ný lög um þungunarrof samþykkt á Alþingi í gær með 40 atkvæðum gegn 18, 3 sátu hjá og 2 voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Með lögunum verður heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og höfundur bókar um frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir breytingarnar tímabærar.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt „Þetta nær lengra heldur en á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hefur frjálslyndasta löggjöfin á Norðurlöndunum, eða þangað til í gær, hafði hana með 18 viku,“ segir Silja Bára. „Það að konan ráði ákvörðuninni sjálf til 22. Viku er það sem er framsæknast. Alls staðar annars staðar eru heimildir með þá aðkomu sérfræðinga eða einhvers konar leyfi eða umsóknarferli sem þarf að fara í ef ástæða er til að rjúfa þungun eftir þann tíma sem að kona hefur sjálfdæmi en með þessu þá erum við í rauninni að fara fram úr hinum löndunum.“ Lögin eru þó ekki þau framsæknustu í heimi en í Kanada gildir til að mynda engin takmarkandi löggjöf um þungunarrof. Afstaða þingmanna til frumvarpsins voru nokkuð skýr eftir flokkslínum að Sjálfstæðisflokknum frátöldum. Fjórir þingmenn flokksins studdu frumvarpið en átta greiddu atkvæði gegn, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Auðvitað bregður okkur við að sjá, sérstaklega ráðherra flokks sem kennir sig hvað mest við frelsi, taka þessa ákvörðun og í raun og veru án þess að skýra hana neitt frekar,“ segir Silja Bára. Þá segir hún athyglisvert að nær allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu hafi verið karlar. „Eiginlega allar konur á þingi nema tvær studdu þetta frumvarp og það er auðvitað bara kannski sýnir hvers eðlis þessi ákvörðun er sem verið er að setja lög um og hverja er verið að setja lög um, að konur stóðu með þessu frumvarpi í næstum því öllum tilvikum.“ Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. Þá skjóti það skökku við að ráðherra í ríkisstjórn hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu, sem var stjórnarfrumvarp. Líkt og kunnugt er voru ný lög um þungunarrof samþykkt á Alþingi í gær með 40 atkvæðum gegn 18, 3 sátu hjá og 2 voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Með lögunum verður heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og höfundur bókar um frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir breytingarnar tímabærar.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt „Þetta nær lengra heldur en á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hefur frjálslyndasta löggjöfin á Norðurlöndunum, eða þangað til í gær, hafði hana með 18 viku,“ segir Silja Bára. „Það að konan ráði ákvörðuninni sjálf til 22. Viku er það sem er framsæknast. Alls staðar annars staðar eru heimildir með þá aðkomu sérfræðinga eða einhvers konar leyfi eða umsóknarferli sem þarf að fara í ef ástæða er til að rjúfa þungun eftir þann tíma sem að kona hefur sjálfdæmi en með þessu þá erum við í rauninni að fara fram úr hinum löndunum.“ Lögin eru þó ekki þau framsæknustu í heimi en í Kanada gildir til að mynda engin takmarkandi löggjöf um þungunarrof. Afstaða þingmanna til frumvarpsins voru nokkuð skýr eftir flokkslínum að Sjálfstæðisflokknum frátöldum. Fjórir þingmenn flokksins studdu frumvarpið en átta greiddu atkvæði gegn, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Auðvitað bregður okkur við að sjá, sérstaklega ráðherra flokks sem kennir sig hvað mest við frelsi, taka þessa ákvörðun og í raun og veru án þess að skýra hana neitt frekar,“ segir Silja Bára. Þá segir hún athyglisvert að nær allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu hafi verið karlar. „Eiginlega allar konur á þingi nema tvær studdu þetta frumvarp og það er auðvitað bara kannski sýnir hvers eðlis þessi ákvörðun er sem verið er að setja lög um og hverja er verið að setja lög um, að konur stóðu með þessu frumvarpi í næstum því öllum tilvikum.“
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?