Kerr kallar þau konungsfjölskyldu NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 12:00 Stephen Curry og Seth Curry. Getty/ Jonathan Ferrey Leikmaður úr liði Golden State Warriors og leikmaður úr liði Portland Trail Blazers skrifa nýjan kafla í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar lið þeirra mætast í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar. Stephen Curry og Seth Curry verða þá fyrstu bræðurnir til að mætast þegar svo langt er liðið á úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Fyrsti leikur Golden State Warriors og Portland Trail Blazers í baráttunni fyrir að vera fulltrúi Vesturdeildarinnar í lokaúrslitum NBA fer fram í Oakland í nótt. „Curry-fjölskyldan er ótrúleg. Þau hafa verið að fljúga út um allt til að fylgjast með börnunum sínum spila í úrslitakeppni NBA. Nú fá þau að sjá strákana sína mætast,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.The first time two brothers will face off in the conference finals. Kerr says it’s unbelievable pic.twitter.com/gXpI9qSccP — SportsCenter (@SportsCenter) May 14, 2019„Þau eru eins og konungsfjölskylda NBA-deildarinnar. Það er magnað að Steph og Seth skuli vera að ná þessum árangri. Foreldrarnir [Dell and Sonya] hljóta að vera að upplifa besta tíma lífs síns,“ sagði Kerr léttur. „Reyndar veit ég að þau eru að gera það því ég hef talað við þau um það. Þetta er svo falleg stund. Ég er samt viss um að það verða blendnar tilfinningar hjá þeim næstu vikurnar en þetta er frábær saga,“ sagði Kerr. „Fyrir þau þá snýst þetta bara um fjölskylduna. Þetta eru foreldrar sem styðja við bakið á okkur alla leið. Nú fá þau að vera í stöðu þar sem þau geta ekki tapað. Hvernig sem fer þá er sonur þeirra á leiðinni í lokaúrslitin í NBA-deildinni,“ sagði Stephen Curry. „Það er samt svolítið truflað að við séum á þessu stigi og að við fáum að spila á móti hvorum öðrum fyrir framan fjölskylduna. Því fylgir mikil ánægja og gleði,“ sagði Stephen Curry. Stephen Curry þekkir þetta stig úrslitakeppninnar mun betur enda getur hann orðið NBA-meistari þriðja árið í röð og í fjórða skiptið á fimm árum. Seth Curry hefur flakkað á milli liða og spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Phoenix Suns, Sacramento Kings og Dallas Mavericks áður en hann fékk samninginn frá Portland Trail Blazers.Steph Curry has to get through the family to get to the Finals. 1st round: Doc Rivers (in-law) Conf. semis: Austin Rivers (in-law) Conf. finals: Seth Curry (brother) pic.twitter.com/DIgx2l9PQs — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Í þessari úrslitakeppni er Stephen Curry, sem er tveimur árum eldri, með 24,3 stig, 5,1 stoðsendingu og 5,7 fráköst að meðaltali í leik auk þess að setja niður 3,6 þrista í leik og nýta þau skot 37 prósent. Fyrsti leikurinn í einvíginu verður 103. leikur Stephen Curry í úrslitakeppni NBA. Seth Curry er í sinni fyrstu úrslitakeppni á ferlinum. Hann er með 5,4 stig, 1,3 fráköst og 0,6 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum í leik. Seth hefur skorað 1,3 þrist í leik og er að nýta þriggja skotin betur en stóri bróðir eða 41,7 prósent. Seth Curry hefur spilað 12 leiki í úrsltitakeppni NBA eða 90 færri en bróður sinn. NBA Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Leikmaður úr liði Golden State Warriors og leikmaður úr liði Portland Trail Blazers skrifa nýjan kafla í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar lið þeirra mætast í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar. Stephen Curry og Seth Curry verða þá fyrstu bræðurnir til að mætast þegar svo langt er liðið á úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Fyrsti leikur Golden State Warriors og Portland Trail Blazers í baráttunni fyrir að vera fulltrúi Vesturdeildarinnar í lokaúrslitum NBA fer fram í Oakland í nótt. „Curry-fjölskyldan er ótrúleg. Þau hafa verið að fljúga út um allt til að fylgjast með börnunum sínum spila í úrslitakeppni NBA. Nú fá þau að sjá strákana sína mætast,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.The first time two brothers will face off in the conference finals. Kerr says it’s unbelievable pic.twitter.com/gXpI9qSccP — SportsCenter (@SportsCenter) May 14, 2019„Þau eru eins og konungsfjölskylda NBA-deildarinnar. Það er magnað að Steph og Seth skuli vera að ná þessum árangri. Foreldrarnir [Dell and Sonya] hljóta að vera að upplifa besta tíma lífs síns,“ sagði Kerr léttur. „Reyndar veit ég að þau eru að gera það því ég hef talað við þau um það. Þetta er svo falleg stund. Ég er samt viss um að það verða blendnar tilfinningar hjá þeim næstu vikurnar en þetta er frábær saga,“ sagði Kerr. „Fyrir þau þá snýst þetta bara um fjölskylduna. Þetta eru foreldrar sem styðja við bakið á okkur alla leið. Nú fá þau að vera í stöðu þar sem þau geta ekki tapað. Hvernig sem fer þá er sonur þeirra á leiðinni í lokaúrslitin í NBA-deildinni,“ sagði Stephen Curry. „Það er samt svolítið truflað að við séum á þessu stigi og að við fáum að spila á móti hvorum öðrum fyrir framan fjölskylduna. Því fylgir mikil ánægja og gleði,“ sagði Stephen Curry. Stephen Curry þekkir þetta stig úrslitakeppninnar mun betur enda getur hann orðið NBA-meistari þriðja árið í röð og í fjórða skiptið á fimm árum. Seth Curry hefur flakkað á milli liða og spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Phoenix Suns, Sacramento Kings og Dallas Mavericks áður en hann fékk samninginn frá Portland Trail Blazers.Steph Curry has to get through the family to get to the Finals. 1st round: Doc Rivers (in-law) Conf. semis: Austin Rivers (in-law) Conf. finals: Seth Curry (brother) pic.twitter.com/DIgx2l9PQs — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Í þessari úrslitakeppni er Stephen Curry, sem er tveimur árum eldri, með 24,3 stig, 5,1 stoðsendingu og 5,7 fráköst að meðaltali í leik auk þess að setja niður 3,6 þrista í leik og nýta þau skot 37 prósent. Fyrsti leikurinn í einvíginu verður 103. leikur Stephen Curry í úrslitakeppni NBA. Seth Curry er í sinni fyrstu úrslitakeppni á ferlinum. Hann er með 5,4 stig, 1,3 fráköst og 0,6 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum í leik. Seth hefur skorað 1,3 þrist í leik og er að nýta þriggja skotin betur en stóri bróðir eða 41,7 prósent. Seth Curry hefur spilað 12 leiki í úrsltitakeppni NBA eða 90 færri en bróður sinn.
NBA Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira