Þarf að endurskoða útgjöld eða afgang Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2019 19:00 Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem áætlanir byggjast á. Hagstofan gaf í morgun út nýja þjóðhagsspá til ársins 2024. Þar kemur fram að hagvöxtur í ár muni markast af versnandi horfum í útflutningi. Í fyrsta sinn frá árinu 2010 er reiknað með samdrætti milli ára en það er mikill viðsnúningur frá síðustu spá sem gerði ráð fyrir 1,6 prósenta hagvexti. Í nýju spánni segir að óvissuþættir hafi raungerst með gjaldþroti WOW air og því að enginn loðnukvóti verði gefinn út á árinu. Á síðasta ári nam útflutningsverðmæti loðnu átján milljörðum króna. Þetta á að skila tveggja og hálfs prósenta samdrætti á útflutningstekjum.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi, byggir á fyrri spá og gerir þar með ráð fyrir hagvexti. Samkvæmt fjárlagastefnu ríkisstjórnarinnar þarf ríkissjóður að skila afgangi er nemur tæpu prósent af landsframleiðslu, eða um þrjátíu milljörðum króna á árinu. Lög um opinber fjármál skylda hins vegar ráðherra til að endurskoða þetta bresti grundvallarforsendur áætlunar. Formaður fjárlaganefndar telur þetta koma til álita. „Það þarf að meta hvort það þurfi ekki að gera. Og þá um leið hvort það sé skynsamlegt að skila jafn miklum afgangi og raun ber vitni, eða hvort það þurfi að skera niður í útgjaldaáformum. Það er eiginlega bara annað hvort þessa tveggja," segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mögulegar breytingar verða teknar upp í fjárlaganefnd. „Við getum náttúrulega gert breytingatillögur við síðari umræðu. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort ráðherra og ríkisstjórn mun leggja fram nýja fjármálastefnu og hún þyrfti þá að fara í umsögn fjármálaráðs og það tekur auðvitað einhvern tíma," segir Willum. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem áætlanir byggjast á. Hagstofan gaf í morgun út nýja þjóðhagsspá til ársins 2024. Þar kemur fram að hagvöxtur í ár muni markast af versnandi horfum í útflutningi. Í fyrsta sinn frá árinu 2010 er reiknað með samdrætti milli ára en það er mikill viðsnúningur frá síðustu spá sem gerði ráð fyrir 1,6 prósenta hagvexti. Í nýju spánni segir að óvissuþættir hafi raungerst með gjaldþroti WOW air og því að enginn loðnukvóti verði gefinn út á árinu. Á síðasta ári nam útflutningsverðmæti loðnu átján milljörðum króna. Þetta á að skila tveggja og hálfs prósenta samdrætti á útflutningstekjum.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi, byggir á fyrri spá og gerir þar með ráð fyrir hagvexti. Samkvæmt fjárlagastefnu ríkisstjórnarinnar þarf ríkissjóður að skila afgangi er nemur tæpu prósent af landsframleiðslu, eða um þrjátíu milljörðum króna á árinu. Lög um opinber fjármál skylda hins vegar ráðherra til að endurskoða þetta bresti grundvallarforsendur áætlunar. Formaður fjárlaganefndar telur þetta koma til álita. „Það þarf að meta hvort það þurfi ekki að gera. Og þá um leið hvort það sé skynsamlegt að skila jafn miklum afgangi og raun ber vitni, eða hvort það þurfi að skera niður í útgjaldaáformum. Það er eiginlega bara annað hvort þessa tveggja," segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mögulegar breytingar verða teknar upp í fjárlaganefnd. „Við getum náttúrulega gert breytingatillögur við síðari umræðu. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort ráðherra og ríkisstjórn mun leggja fram nýja fjármálastefnu og hún þyrfti þá að fara í umsögn fjármálaráðs og það tekur auðvitað einhvern tíma," segir Willum.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira