Óumdeilt að bensínstöðvar séu of margar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 14:16 Skeljungur rekur fjölda bensínstöðva í Reykjavík. Fréttablaðið/GVA Það er mat olíufélagsins Skeljungs að fjöldi bensínstöðva í Reykjavík sé of mikill, það sé óumdeilanlegt. Félagið vonast eftir góðu samráði við borgaryfirvöld um fyrirhugaða fækkun stöðva, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir.Forstjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að sér þætti fækkunin helst til brött. Hann sagðist að sama skapi hafa áhyggjur af þjónustustigi við borgarbúa, sem vilja nálgast eldsneyti, og að hyggilegra hefði verið að fara hægar í málið. Í yfirlýsingu sem Skeljungur sendi fjölmiðlum á þriðja tímanum segist olíufélagið vonast til að geta átt gott samstarf við borgina varðandi nánari útfærslu á fækkunartillögunum. Stjórnendur félagsins hafi átt fleiri en einn fund í gegnum tíðina þar sem fækkun bensínstöðva hefur verið rædd og megi því segja að afgreiðsla borgarráðs frá því í gær komi ekki á óvart heldur sé hún eðlilegt framhald af þeirri vinnu. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, sagði að sama skapi í samtali við fréttastofu að borgin hefði teflt fram hvötum til að flýta fyrir fækkuninni. Til að mynda yrðu felld niður gjöld á olíufélög ef þau hefja fækkunarferlið innan tveggja ára. Skeljungur segist ætla að kynna sér þessa hvata „eins og kostur er,“ enda hafi „hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt.“ Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Það er mat olíufélagsins Skeljungs að fjöldi bensínstöðva í Reykjavík sé of mikill, það sé óumdeilanlegt. Félagið vonast eftir góðu samráði við borgaryfirvöld um fyrirhugaða fækkun stöðva, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir.Forstjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að sér þætti fækkunin helst til brött. Hann sagðist að sama skapi hafa áhyggjur af þjónustustigi við borgarbúa, sem vilja nálgast eldsneyti, og að hyggilegra hefði verið að fara hægar í málið. Í yfirlýsingu sem Skeljungur sendi fjölmiðlum á þriðja tímanum segist olíufélagið vonast til að geta átt gott samstarf við borgina varðandi nánari útfærslu á fækkunartillögunum. Stjórnendur félagsins hafi átt fleiri en einn fund í gegnum tíðina þar sem fækkun bensínstöðva hefur verið rædd og megi því segja að afgreiðsla borgarráðs frá því í gær komi ekki á óvart heldur sé hún eðlilegt framhald af þeirri vinnu. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, sagði að sama skapi í samtali við fréttastofu að borgin hefði teflt fram hvötum til að flýta fyrir fækkuninni. Til að mynda yrðu felld niður gjöld á olíufélög ef þau hefja fækkunarferlið innan tveggja ára. Skeljungur segist ætla að kynna sér þessa hvata „eins og kostur er,“ enda hafi „hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt.“
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36
Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18