Stefnir á gullverðlaun í Texas Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. maí 2019 08:00 Hilmar Örn keppti á HM í frjálsum íþróttum árið 2017. Vísir/Getty Hilmar Örn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í Austurdeildinni í sleggjukasti á dögunum. Hann fer því fullur sjálfstrausts í lokamót ársins þar sem fremstu frjálsíþróttakappar í háskólum Bandaríkjanna mætast. Hilmar Örn er á lokaári sínu í University of Virginia og varði svæðismeistaratitil sinn þriðja árið í röð. Er hann sá fyrsti sem nær að vinna ACC-svæðismeistaratitilinn í sleggjukasti fjögur ár í röð. Keppnina í Austurdeildinni vann Hilmar Örn með kasti upp á 72,17 metra. Fyrir tæpum mánuði bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar með því að kasta sleggjunni 75,26 metra. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar vikur,“ sagði Hilmar Örn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Virginíu í gær. Hilmar er á lokaári sínu í háskólanum og lagði því allt í að komast eins langt og hægt væri áður en hann yfirgefur skólann. „Ég lagði upp með að leggja allt til hliðar sem myndi trufla mig í að bæta mig, ég hef bara einbeitt mér að því að kasta og lyfta þess á milli. Þetta er lokaárið mitt og ég reyndi því að einbeita mér að því sem ég gæti gert og breytt til að taka framförum.“ Hilmar fer fullur sjálfstrausts til Austin í Texas þar sem lokamótið fer fram. „Ég var með næstlengsta kastið í mótinu á landsvísu um helgina. Það voru tvö mót um helgina. Ég kom inn í þriðja sætinu í Austurdeildinni en kastaði lengst. Það lofar góðu upp á framhaldið.“ Hilmar lenti í ellefta sæti í fyrra en sagðist aðspurður stefna á efsta sætið í ár. „Markmiðið er að ná í gullið en maður þarf að byrja á byrjuninni, æfa og kasta vel.“ Aðspurður segist Hilmar vera farinn að gera ráðstafanir vegna hitans sem verður í Texas á keppnisdegi. „Það er orðið mjög heitt hérna í Virginia og við æfum í Flórída fyrir mót þannig að ég ætti að vera búinn að venjast hitanum ágætlega. Svo eru það bara þessi smáatriði, að finna góðan hatt og handklæði,“ sagði Hilmar léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í Austurdeildinni í sleggjukasti á dögunum. Hann fer því fullur sjálfstrausts í lokamót ársins þar sem fremstu frjálsíþróttakappar í háskólum Bandaríkjanna mætast. Hilmar Örn er á lokaári sínu í University of Virginia og varði svæðismeistaratitil sinn þriðja árið í röð. Er hann sá fyrsti sem nær að vinna ACC-svæðismeistaratitilinn í sleggjukasti fjögur ár í röð. Keppnina í Austurdeildinni vann Hilmar Örn með kasti upp á 72,17 metra. Fyrir tæpum mánuði bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar með því að kasta sleggjunni 75,26 metra. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar vikur,“ sagði Hilmar Örn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Virginíu í gær. Hilmar er á lokaári sínu í háskólanum og lagði því allt í að komast eins langt og hægt væri áður en hann yfirgefur skólann. „Ég lagði upp með að leggja allt til hliðar sem myndi trufla mig í að bæta mig, ég hef bara einbeitt mér að því að kasta og lyfta þess á milli. Þetta er lokaárið mitt og ég reyndi því að einbeita mér að því sem ég gæti gert og breytt til að taka framförum.“ Hilmar fer fullur sjálfstrausts til Austin í Texas þar sem lokamótið fer fram. „Ég var með næstlengsta kastið í mótinu á landsvísu um helgina. Það voru tvö mót um helgina. Ég kom inn í þriðja sætinu í Austurdeildinni en kastaði lengst. Það lofar góðu upp á framhaldið.“ Hilmar lenti í ellefta sæti í fyrra en sagðist aðspurður stefna á efsta sætið í ár. „Markmiðið er að ná í gullið en maður þarf að byrja á byrjuninni, æfa og kasta vel.“ Aðspurður segist Hilmar vera farinn að gera ráðstafanir vegna hitans sem verður í Texas á keppnisdegi. „Það er orðið mjög heitt hérna í Virginia og við æfum í Flórída fyrir mót þannig að ég ætti að vera búinn að venjast hitanum ágætlega. Svo eru það bara þessi smáatriði, að finna góðan hatt og handklæði,“ sagði Hilmar léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira