Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2019 21:00 Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum fór fram hátíðarundirskrift á samstarfssamningi Orkumálastofnunar, Jarðhitamiðstöðvar Kína og íslenska fyrirtækisins Arctic Green Energy um rekstur Jarðhitaskóla í Kína. Guðni A. Jóhannesson forstjóri Orkustofnunar segir að skólinn muni hefja starfsemi á næstu tíu mánuðum. Hann verði fyrst um sinn staðsettur í Beijing en í framtíðinni í grænu borginni Xiongan sem nú er verið að byggja skammt frá höfuðborginni. „Það sem er merkilegt hér í Kína er að reynsla okkar af beinni jarðhitanýtingu til hitunar er að koma beint til nýtingar hér í Kína. Og valda í raun miklum breytingum á orkunotkun og síðan losun og mengun,“ segir Guðni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sótti Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir fjölþjóðlegt samstarf ríkja hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. „Þess vegna erum við hérna. Vegna þess að við viljum auka vísindasamstarf viðönnur ríki. Vísindasamstarf ríkja er að aukast mikiðþessa dagana vegna loftlagsbreytinga og eina leiðin til að ná utan um þessar loftlagsbreytingar er einmitt í gegnum vísindarannsóknir og nýsköpun,“ segir Lilja. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna áÍslandi tekur inn 25 til 30 nemendur með BS gráður á ári í hagnýtt nám í nýtingu jarðvarma. Orkumálastjóri segir Kínverja hins vegar vilja taka allt að 150 nemendur inn áári í nýja skólann þar. Um eða yfir hundraðíslenskir sérfræðingar og vísindamenn muni koma að skólanum undir handleiðslu Orkustofnunar. „Þannig að hér verða auðvitað mikil verkefni fyrir íslenska sérfræðinga, íslenska kennara og leiðbeinendur. Síðan getur þetta samstarf leitt til þess að fyrirtæki komi að jarðhitauppbyggingu í Kína,“ segir Guðni A. Jóhannesson. Kína Orkumál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum fór fram hátíðarundirskrift á samstarfssamningi Orkumálastofnunar, Jarðhitamiðstöðvar Kína og íslenska fyrirtækisins Arctic Green Energy um rekstur Jarðhitaskóla í Kína. Guðni A. Jóhannesson forstjóri Orkustofnunar segir að skólinn muni hefja starfsemi á næstu tíu mánuðum. Hann verði fyrst um sinn staðsettur í Beijing en í framtíðinni í grænu borginni Xiongan sem nú er verið að byggja skammt frá höfuðborginni. „Það sem er merkilegt hér í Kína er að reynsla okkar af beinni jarðhitanýtingu til hitunar er að koma beint til nýtingar hér í Kína. Og valda í raun miklum breytingum á orkunotkun og síðan losun og mengun,“ segir Guðni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sótti Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir fjölþjóðlegt samstarf ríkja hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. „Þess vegna erum við hérna. Vegna þess að við viljum auka vísindasamstarf viðönnur ríki. Vísindasamstarf ríkja er að aukast mikiðþessa dagana vegna loftlagsbreytinga og eina leiðin til að ná utan um þessar loftlagsbreytingar er einmitt í gegnum vísindarannsóknir og nýsköpun,“ segir Lilja. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna áÍslandi tekur inn 25 til 30 nemendur með BS gráður á ári í hagnýtt nám í nýtingu jarðvarma. Orkumálastjóri segir Kínverja hins vegar vilja taka allt að 150 nemendur inn áári í nýja skólann þar. Um eða yfir hundraðíslenskir sérfræðingar og vísindamenn muni koma að skólanum undir handleiðslu Orkustofnunar. „Þannig að hér verða auðvitað mikil verkefni fyrir íslenska sérfræðinga, íslenska kennara og leiðbeinendur. Síðan getur þetta samstarf leitt til þess að fyrirtæki komi að jarðhitauppbyggingu í Kína,“ segir Guðni A. Jóhannesson.
Kína Orkumál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent