Vilja klára meðferðarkjarna áður en kjöt er flutt inn 24. maí 2019 06:00 Stjórn Læknafélags Íslands vill bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til að nýr meðferðarkjarni Landspítala er tilbúinn. Það húsnæði er enn í smíðum. Fréttablaðið/Anton Brink Eðlilegast er að bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til nýr meðferðarkjarni er tilbúinn, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Málið hefur mætt töluverðri andstöðu. Til að mæta áhyggjum um að hingað berist sýklalyfjaþolnar bakteríur hefur ráðherra lagt fram ýmsar mótvægisaðgerðir. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur bent á hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar góðar. Hægt sé að sættast á frumvarpið ef mótvægisaðgerðum verði framfylgt.Reynir segir að stjórnin sé sammála umsögn Karls, vandinn sé að mótvægisaðgerðirnar þurfa að vera til staðar. „Við höfum upplýsingar um að það sé ekki búið að ganga frá þeim málum. Ef við viljum gæta fullkominnar varúðar þá þurfum við að geta brugðist við ef þessar mótvægisaðgerðir duga ekki,“ segir Reynir. „Það hafa verið að koma upp sýkingar sem enginn átti von á. Það er ekkert langt síðan það kom upp mislingafaraldur þar sem þurfti að einangra fólk í heimahúsum.“ Aðstaðan í dag sé langt frá því að vera fullnægjandi, skortur sé á einangrunarrýmum sem setji bæði aðra sjúklinga og starfsfólk í hættu. Leggur stjórn Læknafélagsins til að beðið verði með óheftan innflutning þar til nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka verður tekin í notkun. „Það væri mjög eðlilegur tímapunktur. Það er eðlilegt að búið sé að byggja upp innviðina.“ Upphaflega var stefnt að því að meðferðarkjarninn yrði tilbúinn árið 2023. Því hefur verið frestað í það minnsta til ársins 2024. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Eðlilegast er að bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til nýr meðferðarkjarni er tilbúinn, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Málið hefur mætt töluverðri andstöðu. Til að mæta áhyggjum um að hingað berist sýklalyfjaþolnar bakteríur hefur ráðherra lagt fram ýmsar mótvægisaðgerðir. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur bent á hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar góðar. Hægt sé að sættast á frumvarpið ef mótvægisaðgerðum verði framfylgt.Reynir segir að stjórnin sé sammála umsögn Karls, vandinn sé að mótvægisaðgerðirnar þurfa að vera til staðar. „Við höfum upplýsingar um að það sé ekki búið að ganga frá þeim málum. Ef við viljum gæta fullkominnar varúðar þá þurfum við að geta brugðist við ef þessar mótvægisaðgerðir duga ekki,“ segir Reynir. „Það hafa verið að koma upp sýkingar sem enginn átti von á. Það er ekkert langt síðan það kom upp mislingafaraldur þar sem þurfti að einangra fólk í heimahúsum.“ Aðstaðan í dag sé langt frá því að vera fullnægjandi, skortur sé á einangrunarrýmum sem setji bæði aðra sjúklinga og starfsfólk í hættu. Leggur stjórn Læknafélagsins til að beðið verði með óheftan innflutning þar til nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka verður tekin í notkun. „Það væri mjög eðlilegur tímapunktur. Það er eðlilegt að búið sé að byggja upp innviðina.“ Upphaflega var stefnt að því að meðferðarkjarninn yrði tilbúinn árið 2023. Því hefur verið frestað í það minnsta til ársins 2024.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira