Golden State Warriors í lokaúrslitin fimmta árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 07:15 Stephen Curry fagnar í nótt. Getty/ Steve Dykes Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt. Stephen Curry og Draymond Green buðu upp á sögulega frammistöðu en þetta var í fyrsta sinn sem tveir liðsfélagar ná þrennu í sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Stephen Curry var með 37 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Draymond Green skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 17 stig.20 PTS | 13 REB | 12 AST 18 PTS | 14 REB | 11 AST The BEST PLAYS from @Money23Green's back-to-back triple-doubles in the @warriors Game 3 and Game 4 victories! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/vkb4og48cU — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State þurfti virkilega á þeim Curry og Green að halda þar sem liðið var án þeirra Kevin Durant, Andre Iguodala og DeMarcus Cousins sem allir hafa meiðst í úrslitakeppninni. Golden State ætti að fá góðan tíma til að safna kröftum og ná sér heilum fyrir lokaúrslitin um titilinn. Staðan í hinu einvíginu í Austurdeildinni er 2-1 fyrir Milwaukee Bucks á móti Toronto Raptors en fjórði leikurinn er í nótt. Lokaúrslitin byrja ekki fyrr en eftir níu daga eða 30. maí. Eitt er víst að þá byrjar Golden State á útivelli þar sem Milwaukee Bucks og Toronto Raptors voru bæði með betra sigurhlutfall í deildinni í vetur.the best buckets down the stretch as the @warriors top POR to advance to their 5th consecutive #NBAFinals presented by YouTube TV! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/Ryr28HYA3L — NBA (@NBA) May 21, 2019Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Golden State vinnur upp gott forskot Portland. Að þessu sinni komst Trail Blazers liðið sautján stigum yfir en var mest 18 stigum yfir í leik þrjú og mest sautján stigum yfir í leik tvö. „Við höfum verið hér áður og við höfum séð allt, upplifað allt sem hægt er að ímynda sér. Við notfærðum okkur þá reynslu,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn."Everybody stepped up..."@StephenCurry30 speaks on the @warriors team effort in the Game 4 OT win! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/EhFDH6babv — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State er fyrsta NBA-liðið sem kemst í lokaúrslitin fimm ár í röð síðan að Boston Celtics fór tíu ár í röð alla leið frá 1957 til 1966. Damian Lillard var með 28 stig og 12 stoðsendingar fyrir Portland Trail Blazers en það var ekki nóg. Meyers Leonard var síðan með 30 stig og 12 fráköst.The #GLeagueAlum duo of Kevon Looney & Alfonzo McKinnie made key contributions in the Game 4 win, helping the @warriors secure their 5th straight trip to the #NBAFinals! @Loon_Rebel5: 12 PTS, 14 REB@_Alvo_: 12 PTS, 2 REB#NBAPlayoffspic.twitter.com/hSK1AVeXCF — NBA G League (@nbagleague) May 21, 2019The @warriors are presented their 5th straight Western Conference Finals trophy! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/VdcBrIetpf — NBA (@NBA) May 21, 2019 NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt. Stephen Curry og Draymond Green buðu upp á sögulega frammistöðu en þetta var í fyrsta sinn sem tveir liðsfélagar ná þrennu í sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Stephen Curry var með 37 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Draymond Green skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 17 stig.20 PTS | 13 REB | 12 AST 18 PTS | 14 REB | 11 AST The BEST PLAYS from @Money23Green's back-to-back triple-doubles in the @warriors Game 3 and Game 4 victories! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/vkb4og48cU — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State þurfti virkilega á þeim Curry og Green að halda þar sem liðið var án þeirra Kevin Durant, Andre Iguodala og DeMarcus Cousins sem allir hafa meiðst í úrslitakeppninni. Golden State ætti að fá góðan tíma til að safna kröftum og ná sér heilum fyrir lokaúrslitin um titilinn. Staðan í hinu einvíginu í Austurdeildinni er 2-1 fyrir Milwaukee Bucks á móti Toronto Raptors en fjórði leikurinn er í nótt. Lokaúrslitin byrja ekki fyrr en eftir níu daga eða 30. maí. Eitt er víst að þá byrjar Golden State á útivelli þar sem Milwaukee Bucks og Toronto Raptors voru bæði með betra sigurhlutfall í deildinni í vetur.the best buckets down the stretch as the @warriors top POR to advance to their 5th consecutive #NBAFinals presented by YouTube TV! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/Ryr28HYA3L — NBA (@NBA) May 21, 2019Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Golden State vinnur upp gott forskot Portland. Að þessu sinni komst Trail Blazers liðið sautján stigum yfir en var mest 18 stigum yfir í leik þrjú og mest sautján stigum yfir í leik tvö. „Við höfum verið hér áður og við höfum séð allt, upplifað allt sem hægt er að ímynda sér. Við notfærðum okkur þá reynslu,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn."Everybody stepped up..."@StephenCurry30 speaks on the @warriors team effort in the Game 4 OT win! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/EhFDH6babv — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State er fyrsta NBA-liðið sem kemst í lokaúrslitin fimm ár í röð síðan að Boston Celtics fór tíu ár í röð alla leið frá 1957 til 1966. Damian Lillard var með 28 stig og 12 stoðsendingar fyrir Portland Trail Blazers en það var ekki nóg. Meyers Leonard var síðan með 30 stig og 12 fráköst.The #GLeagueAlum duo of Kevon Looney & Alfonzo McKinnie made key contributions in the Game 4 win, helping the @warriors secure their 5th straight trip to the #NBAFinals! @Loon_Rebel5: 12 PTS, 14 REB@_Alvo_: 12 PTS, 2 REB#NBAPlayoffspic.twitter.com/hSK1AVeXCF — NBA G League (@nbagleague) May 21, 2019The @warriors are presented their 5th straight Western Conference Finals trophy! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/VdcBrIetpf — NBA (@NBA) May 21, 2019
NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira