Vill þjálfa Houston Rockets í þrjú ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 18:00 Mike D'Antoni og James Harden eru enn að leita leiða til að komst í gegnum Golden State Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Getty/Lachlan Cunningham Mike D'Antoni hélt upp á 68 ára afmælið sitt í byrjun maí en hann fékk ekki sigur á Golden State Warriors í afmælisgjöf. NBA-tímabil Houston Rockets strandaði enn á ný á Golden State Warriors, nú í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Í fjórða sinn á fimm árum sló Warriors liðið Houston út úr úrslitakeppninni og sendi James Harden og félaga um leið í sumarfrí. Mike D'Antoni tók við Houston-liðinu sumarið 2016 og var því að klára sitt þriðja tímabil með liðið. Undir hans stjórn hefur Rockets liðið unnið 55, 65 og 53 leiki á þessum þremur tímabilum en það hefur vantað herslumuninn í úrslitakeppninni. Nú vill D'Antoni fá þrjú ár í viðbót með Houston liðið en hann á eftir eitt ár af núverandi samningi.Rockets' Mike D'Antoni, 68, says he wants to coach 3 more years https://t.co/6J1StAe2fjpic.twitter.com/sFnXyvjlOT — Sporting News NBA (@sn_nba) May 20, 2019Mike D'Antoni þjálfaði fyrst í NBA tímabilið 1998-99 en hann hefur aldrei komist með lið í lokaúrslitin um titilinn. Tímabilið í ár var tímabil númer fimmtán hjá honum og sex þeirra hafa endað í undanúrslitaeinvígi eða úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. D'Antoni sagði eigandanum Tillman Fertitta og framkvæmdastjóranum Daryl Morey að hanni vilji fá þrjú tímabil í viðbót með liðið. „Ég lét þá vita af því að ég hef orkuna í að halda áfram í þjálfun. Ég vil vera hluti af meistaraliði hér,“ sagði Mike D'Antoni við ESPN. Þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitakeppninni fyrr í þessum mánuði þá vill Tillman Fertitta, eigandi Houston Rockets, halda þjálfaranum. „Við setjumst niður með honum og förum yfir þetta. Ég hef meiri áhyggjur af því að gera lið okkar betra fyrir næsta tímabil. Ég og Mike náum vel saman. Vonandi verður Mike hér í mörg ár í viðbót,“ sagði Tillman Fertitta. NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Mike D'Antoni hélt upp á 68 ára afmælið sitt í byrjun maí en hann fékk ekki sigur á Golden State Warriors í afmælisgjöf. NBA-tímabil Houston Rockets strandaði enn á ný á Golden State Warriors, nú í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Í fjórða sinn á fimm árum sló Warriors liðið Houston út úr úrslitakeppninni og sendi James Harden og félaga um leið í sumarfrí. Mike D'Antoni tók við Houston-liðinu sumarið 2016 og var því að klára sitt þriðja tímabil með liðið. Undir hans stjórn hefur Rockets liðið unnið 55, 65 og 53 leiki á þessum þremur tímabilum en það hefur vantað herslumuninn í úrslitakeppninni. Nú vill D'Antoni fá þrjú ár í viðbót með Houston liðið en hann á eftir eitt ár af núverandi samningi.Rockets' Mike D'Antoni, 68, says he wants to coach 3 more years https://t.co/6J1StAe2fjpic.twitter.com/sFnXyvjlOT — Sporting News NBA (@sn_nba) May 20, 2019Mike D'Antoni þjálfaði fyrst í NBA tímabilið 1998-99 en hann hefur aldrei komist með lið í lokaúrslitin um titilinn. Tímabilið í ár var tímabil númer fimmtán hjá honum og sex þeirra hafa endað í undanúrslitaeinvígi eða úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. D'Antoni sagði eigandanum Tillman Fertitta og framkvæmdastjóranum Daryl Morey að hanni vilji fá þrjú tímabil í viðbót með liðið. „Ég lét þá vita af því að ég hef orkuna í að halda áfram í þjálfun. Ég vil vera hluti af meistaraliði hér,“ sagði Mike D'Antoni við ESPN. Þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitakeppninni fyrr í þessum mánuði þá vill Tillman Fertitta, eigandi Houston Rockets, halda þjálfaranum. „Við setjumst niður með honum og förum yfir þetta. Ég hef meiri áhyggjur af því að gera lið okkar betra fyrir næsta tímabil. Ég og Mike náum vel saman. Vonandi verður Mike hér í mörg ár í viðbót,“ sagði Tillman Fertitta.
NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira