Strákur með tveggja og hálfs metra faðm í boði í nýliðavali NBA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 13:30 Tacko Fall (númer 24) í baráttunni um frákast við Zion Williamson í úrslitakeppni háskólakörfuboltans í mars. Getty/Lance King Það efast enginn um það að Zion Williamson verði valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hvaða lið ætlar að veðja á sögulega stóran miðherja frá Senegal. Tacko Fall er nafn sem körfuboltaáhugafólk á eftir að heyra meira af í sumar en hann kemur úr University of Central Florida. Miðherjinn vakti langmesta athygli um helgina þegar mest spennandi leikmenn nýliðvals NBA-deildarinnar í ár voru mældir í bak og fyrir á sérstakri samkomu efnilegustu leikmannanna. Það var heldur ekki af ástæðulausu enda setti Tacko Fall nokkur met í þessum mælingunum. Tacko Fall er enginn meðalmaður svo mikið er víst. Hann mældist 231 sentimetri á hæð sem er það hæsta í sögu mælinga á leikmönnum á leið inn í NBA-deildina. Þar með er ekki öll sagan sögð því Tacko Fall er með 249 sentimetra faðm og hann getur teygt sig upp í 310 sentimetra hæð. Karfan er í 305 sentimetrum. Tacko Fall þarf því ekki að hoppa til þess að troða í körfuna. Tacko Fall er stærri en Boban Marjanović sem hefur vakið mikla eftirtekt í NBA-deildinni síðustu tímabil vegna stærðar sinnar.Tacko Fall set record-breaking NBA Draft Combine numbers. He's bigger than Boban pic.twitter.com/SxD9nbYI06 — ESPN (@espn) May 19, 2019Fram að þessari mælingu á Tacko Fall um helgina þá hafði Mo Bamba, miðherji Orlando Magic, átt stærsta faðminn en hann mældist 239 sentimetrar árið 2018. Faðmur Tacko Fall er 249 sentimetrar. Mo Bamba var síðan valinn númer sex í nýliðavalinu 2018. Bamba var með 6,2 stig, 5,0 fráköst og 1,4 varin skot á 16,3 mínútum í leik á sínu fyrsta tímabili með Orlanfo Magic. Tacko Fall var með 11,0 stig, 7,7 fráköst og 2,6 varin skot á 24,9 mínútum í leik í háskólaboltanum í vetur. Hann nýtt 75 prósent skota sinna. Tacko Fall hafði vakið athygli fyrr í vetur fyrir það hversu vel hann stóð sig á móti Zion Williamson í úrslitakeppni háskólaboltans. Nú verður fróðlegt að sjá hvaða lið velur Tacko Fall í nýliðavalinu í sumar. NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Það efast enginn um það að Zion Williamson verði valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hvaða lið ætlar að veðja á sögulega stóran miðherja frá Senegal. Tacko Fall er nafn sem körfuboltaáhugafólk á eftir að heyra meira af í sumar en hann kemur úr University of Central Florida. Miðherjinn vakti langmesta athygli um helgina þegar mest spennandi leikmenn nýliðvals NBA-deildarinnar í ár voru mældir í bak og fyrir á sérstakri samkomu efnilegustu leikmannanna. Það var heldur ekki af ástæðulausu enda setti Tacko Fall nokkur met í þessum mælingunum. Tacko Fall er enginn meðalmaður svo mikið er víst. Hann mældist 231 sentimetri á hæð sem er það hæsta í sögu mælinga á leikmönnum á leið inn í NBA-deildina. Þar með er ekki öll sagan sögð því Tacko Fall er með 249 sentimetra faðm og hann getur teygt sig upp í 310 sentimetra hæð. Karfan er í 305 sentimetrum. Tacko Fall þarf því ekki að hoppa til þess að troða í körfuna. Tacko Fall er stærri en Boban Marjanović sem hefur vakið mikla eftirtekt í NBA-deildinni síðustu tímabil vegna stærðar sinnar.Tacko Fall set record-breaking NBA Draft Combine numbers. He's bigger than Boban pic.twitter.com/SxD9nbYI06 — ESPN (@espn) May 19, 2019Fram að þessari mælingu á Tacko Fall um helgina þá hafði Mo Bamba, miðherji Orlando Magic, átt stærsta faðminn en hann mældist 239 sentimetrar árið 2018. Faðmur Tacko Fall er 249 sentimetrar. Mo Bamba var síðan valinn númer sex í nýliðavalinu 2018. Bamba var með 6,2 stig, 5,0 fráköst og 1,4 varin skot á 16,3 mínútum í leik á sínu fyrsta tímabili með Orlanfo Magic. Tacko Fall var með 11,0 stig, 7,7 fráköst og 2,6 varin skot á 24,9 mínútum í leik í háskólaboltanum í vetur. Hann nýtt 75 prósent skota sinna. Tacko Fall hafði vakið athygli fyrr í vetur fyrir það hversu vel hann stóð sig á móti Zion Williamson í úrslitakeppni háskólaboltans. Nú verður fróðlegt að sjá hvaða lið velur Tacko Fall í nýliðavalinu í sumar.
NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira