Til þess mun flugfélagið nota stærstu farþegaflugvélar heims, tveggja hæða Airbus A380 flugvélar. Slíkt er ekki í frásögur færandi nema að á milli Dubaí og Múskat eru ekki nema 340 kílómetrar.
Um 330 kílómetrar eru í beinni loftlínu milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði. Flugið milli Dúbaí og Múskat verður því stysta áætlunarflug A380 flugvélar í heimi.
Áætlaður flugtími er einn klukkutími og fimmtán mínútur. Vilji farþegar Emirates hins vegar njóta A380 flugvélarinnar í lengri tíma bíður félagið einnig upp á lengsta áætlunarflug slíkrar vélar, sextán tíma flug frá Dubaí til Auckland á Nýja Sjálandi.
